Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 28.12.1973, Qupperneq 8

Íslendingaþættir Tímans - 28.12.1973, Qupperneq 8
Jón Jónsson bóndi á Selstöðum, Seyðisfirði „Bóndi er bústólpi. bú er land- stólpi”. Þessi orð eiga bezt við, þegar minnzt er hins mæta manns, Jóns á Selstöðum og hans langa ævistarfs. Jón Jónsson fæddist að Gilsárteigi i Eiðaþinghá 30. des. 1891. Ungur flutt- ist hann þaðan með foreldrum sinum og systkinum að Klyppsstað i Loð- mundarfirði. Þar hjuggu foreldrar hans. Jón Þorsteinsson, fyrrv. hrepp- stjori og kona hans Sigurbjörg tsaks- dóttir ljósmóðir i nokkur ár. en fluttu þá aö Seljamvri i sömu sveit. Þar bjó svo þessi fjölskylda saman um langt árabil. Sum systkinanna fóru brátt, er þau uxu upp, að vinna annars staðar. en dvöldust þó alltaf meira og minna heima. Það kom i hlut Jóns. sem var elztur systkinanna, að verða um margt aðalforsjá heimilisins, á- samt foreldrum sinum. Snemma kom fram i honum hin sterka búhyggja og skilningur á þvi hvers bú þarf með á hverju sviði. Það er oft sagt um ýmsa, að þeir séu sem fæddir til þessa starfs, sem þeir velja sér. Um Jón á Selstöð- um mátti áreiðanlega segja.að það að vera bóndi átti svo sterkar eðlisrætur i honum, að honum mun aldrei hafa i hug komið að hverfa frá þvi til ann- arra starfa. Starf bóndans er sköpun- arstarf bæði jurta- og dýralifs. Með- ferð og ræktun búfjár. svo að það nái sem mestum þroska og afurðagetu krefst mikillar athvgli og nákvæmni. Það fór ekki framhjá Jóni. enda bar bústofn hans þess merki i útliti og af- urðum. Það sýndi glöggt áhuga Jóns á fjár- rækt. er hann árið 1923 keypti hrúta frá Gottorp i Húnavatnssýslu og fékk þá senda austur i Loðmundar- fjörð. Var sú framkvæmd þó ýmsum erfiðleikum bundin, eins og samgöng- ur voru þá. En þessi framkvæmd átti eftir að færa Jóni mikla gleði og setja fagran svip á bústofn hans. Jarðrækt- armaður var Jón einnig mikill og lagði i það sömu umhyggju og nákvæmni sem búfjárræktina. Arið 1925 keypti Jón jörðina Selstaði i Seyðisfirði og fluttist þangað frá Loðmundarfirði. Bjó hann þar siðan til siðustu stundar. Sú jörð hafði marga kosti, sem Jóni komu vel. Tún var að visu i minna lagi, en grasgefið og gaf af sér góðan töðu- feng. En hinar góðu og sléttu engjar bættu túnið upp. Þær biðu aðeins þess, að verða ræktaðar og þurrkaðar og breytt i töðuvöll. Það verk fram- kvæmdi Jón fljótt, eftir að hin stóru jarðvinnslutæki tóku að koma við sögu. Félagshvggjumaður var Jón frá fyrstu tið. Hann var einn af stofn- endum Kaupfélags Austfjarða á Sevðisfirði og lifði lengst þeirra manna. sem þar áttu hlut að máli. Faðir minn og Jón áttu þar samstarf i félagsstjórn um áratugi. Þar var um traustleika með þeim að ræða i öllu samstarfi meðan þeir lifðu báðir. Það uppbyggingastarf. sem þeir og aðrir unnu með stofnun K.A.S. er merkur þáttur fvrir siðari tima. Það voru Jóni vonbrigði að gjaldþrot K.A.S. varð fyrir nokkrumárum.Hefði og aldrei til sliks komið. ef þeir, sem stjórnuðu þar siðustu árin. hefðu átt eins einlæga samvinnuhugsión og Jón átti. 1 öllu var Jón á Selstöðum traustur maður. jafnt til orðs og æðis. Hann var ætið reiðubúinn til greiðvikni við hvern sem var. án þess að ætlast til launa fyrir. Ætið tók hann hvern dag snemma til vinnu. setti sér aldrei ákveðinn vinnutima, heldur að ljúka hverju verki. ef unnt væri, áður en um hvild væri að tala. Veðurglöggur maður var Jón. er það eiginleiki. sem löngum hefur komið sér vel fyrir bændur. Það er hverju manni lifshamingja að eignast góðan lifsförunaut. Það varð gæfa Jóns að á heimili hans i Loð- mundarfirði kom ung stúlka frá Reykjavik, Vilmundina Lárusdóttir Knudsen. Bundust þau ævitryggðum. Hafa þau verið samhent i öllu. Alúð, gestrisni og góðgerðasemi þeirra við hvern, sem að garði bar verður lengi minnzt af þeim sem það reyndu. Þau hjón eignuðust 5 börn, en urðu fyrir þeim sára harmi að missa eitt þeirra. efnisstúlku um fermingarald- ur. Milli mins fólks og Jóns Jónssonar og hans fólks skapaðist vinátt, er það bjó hvort tveggja saman i Loðmundar- firöi og þó þau hjónin Jón og Vilmund- ina flyttu til Seyðisfjarðar héldust þau vináttutengsl jafn traust. Er mér það minnisstætt, er ég var á ferðum yfir Hjálmárdalsheiði. milli Loðmundar og Seyöisfjarðar, að hversu sem á stóð var alltaf. þegar maður kom i Selstaði eins og að koma heim til sin. Vil ég nú, fyrir hönd okkar systkinanna, er við kveðjum hann siðustu kveðju, þakka honum alla hlýju og tryggð við okkur. Minning þess gevmist en gleymist ekki. Konu hans og börnum vil ég einn- ig þakka traust þeirra og vináttu til okkar. Þegarlitiðeryfirævi Jóns á Selstöð- um er margs að minnast. Hann lifir langa ævi. er heilsuhraustur til siðustu stunda. Hann sér börn sin eignast sin eigin heimili og glöð börn. Eitt barna hans hefur búið á hluta jarðarinnar með honum og tekur það nú og fjölákylda þess við henni allri. Starfið heldur þvi áfram i hans anda með nýrri kvnslóð. Hann sér þjóðina hefj- ast til stórfelldra framfara og menn- ingar á andlegum og verklegum svið- um. sem vissulega var honum að skapi. Jón var einn af aldamótamönn- unum. sem sett hafa svip á samtið sina með lifi sinu og starfi. Samferðamenn Jóns minnast hans og munu lengi minnast sem hins heil- steypta manns. sem i engu vildi vamm sitt vita. Jón var frá fyrstu tið frábær göngumaður og gæti ég trúað að ýmsir setumenn nú i dag hefðu þar ekki vilj- Framhald á 7. siðu. Islendingaþættir 8

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.