Íslendingaþættir Tímans - 09.03.1974, Blaðsíða 3

Íslendingaþættir Tímans - 09.03.1974, Blaðsíða 3
Hjónin frá Hrafnadal: Helga Sigurðardóttir, Þorsteinn Helgason, börn og barnabörn þeirra borsteinn Helgason f. 6. júni 1856, d. 19. okt. 1931. Foreldrar hans voru: Helgi Guðmundsson, bóndi i Gröf, Bitrufirði, og Ragnhildur Þorsteins- dóttir, bróðurdóttir Guðbjargar konu Helga, en móðir Ragnhildar var Ragn- hildur Guðmundsdóttir frá Steinadai i Kollafirði. borsteinn ólst upp i Gröf hja föður sinum. Strax á bernskuárum Þorsteins komu fram hjá honum fjöl- hæfar gáfur og handlagni, og er hann óx upp, varð hann dverghagur á tré og málm. A æskuárunum hafði Þorsteinn sterka löngun til náms, en sú leið var ekki fær á þeim árum fyrir efnalausa unglinga.nema þeir ættu ættingja, sem vildu og gætu styrkt þá fjárhagslega. Það verður ekki metið hér, hve mikið tjón það var fyrir islenzku þjóð- ina, að þessi sérstæði gáfu- og hæfi- leikmaður, Þorsteinn Helgason, var vængstýfður svo i æsku. En eins og áð- ur er sagt, var Þorsteinn mjög hand- laginn og smiðaði allt mögulegt úr tré og málmi. En verkfæraleysið var bagalegt, varð hann að smiða þau sjáifur að mestu leyti og það oft úr ó- hentugu efni. Ég man eftir beizlis- stöngum úr kopar, sem borsteinn smiðaði og voru til á nokkrum bæjum i sveitinni. Þessar beizlisstengur voru fallegar og vandaðar. Við smiði þeirra varð Þorsteinn fyrst að smiða mótin, sem stengurnar voru steyptar i, og svo að vinna þær með þjöl eða öðrum frumstæðum verkfærum. Þá var ekki rafmagnið, sem nú er aðalorkugjafinn við allan iðnað. Erfiðleikarnir viö smiðina voru margvislegir, til dæmis að kaupa efni og koma þvi heim. F'raman af vetri var það lagt á bakið og borið heim að Hrafnadal, sem var 17 km leið og allt á fótinn,og oft i þæf- ingsfærð. Eg hygg að timakaup Þor- steins við stangarsmiði hafi verið lágt, þegar allt er tekið til greina, efni, islendingaþættir flutningur og smiði Oft var leitað til Þorsteins i Hrafnadal með viðgerðir á verkfærum og þeim fáu vélum, sem þá voru til i sveitinni. Alltaf gat Þorsteinn leyst vandræði nágranna sinna, og oft án þess að taka greiðslu fyrir. Allt, sem Þorsteinn lagði hönd á, leysti hann af höndum með nákvæmni og myndarbrag f fyrsta sinn, sem ég sá Þorstein, var ég fimm ára. Hann kom þá til foreldra minna á Kollsá. Þetta var að vetrar- lagi og mikill snjór á jörðu. Þorsteinn var gangandi, eins og flestir á þeim tima árs. Það voru aðeins stórbændur, sem höfðu hesta á járnum og fóru rið- andi um sveitina á þeim árum. Með Þorsteini var tik, hvit að lit, sem mig minnir, að hann kallaði Byssu. Hún þótti afbragðs fjárhundur og vitmikil. Fjallarefir leituðu oft á búfé dalbúa,og kom Byssa húsbónda sinum þá að liði að elta þá og hlaupa uppi. Þorsteinn var góð skytta og var sagt, að hann hæfði allt það, er hann miðaði á. Ég er ekki viss um að muna útlit Þorsteins á hans yngri árum, en vil þó reyna að lýsa útliti hans eftir þvi, sem ég get: Þorsteinn var að vexti i minna lagi, grannbyggður og léttur i öllum hreyfingum. Hárið dökkt og fremur þunnt, augun smá, dökk, hvöss og gáfuleg. Talaði hægt og skýrt og mjög gott mál, röddin fremur lág. Þorsteinn var aivörumaður, dulur og fór aldrei með fleipur. Hann var skýr i hugsun og~ orðvar, minnið öruggt, það svo að orð var á gert. Það, sem Þorsteinn sá, heyrði eða las, geymdist i hugar- fylgsnum hans skýrt og óbrenglað. bessar miklu og farsælu gáfur hafa gengið i erfðir til barna þeirra hjónanna.Helgu og Þorsteins, sem öll voru greindog áttu þetta mikla og orugga minni, sem telja má alveg sér- stakt. Og erfðirnar ganga áfram til barnabarnanna, sem öll voru gædd þessu mikla minni og næmi. Helga Sigurðardóttir var fremur stór kona, dökkhærð. aug- un ljósgrá og björt. Allar linur i andlit- inu skýrar og andlitið svipmikið og hreint. Þau hjónin(Helga og Þorsteinn, einguðust 7 börn, og af þvi að fæðingu fyrsta. barnsins bar að með óvenju- legum hætti, vil ég segja frá, hvernig það gekk til, það bregður lika ljósi á lifskjör vinnandi fólks á árunum fyrir aldamótin siðustu. Helga og Þorsteinn giftust árið 1883 og byrjuðu búskap sama ár i Þrúðar- dal i Kollafirði, sem leiguliðar, og búa þar til ársins 1891, en þá flytja þau að Hrafnadal i Hrútafirði, og þar búa þau til æviloka, eða til 1931. Annað vorið, sem þau hjónin búa i Þrúðardal, er svo ástatt.að Helga er komin langt á leið að fyrsta barni þeirra hjóna, en hún hafði lofað fósturforeldrum stnum á Felli að hjálpa til að vinna á túninu hjá þeim. Avinnslan fór fram með þeim hætti, að konur voru látnar nudda á- burðinum á þúfnakollunum niður i svörðinn til að auka vöxt og gæði töð- unnar, sem á 3 árum var ekki mikil. Milli bæjanna Þrúðardals og Fells rennur Þrúðardalsá, sem þennan dag, 5. júni, var i vexti. Helga fann, að sá timi nálgaðist óðum, að hún gæti ekki leyst þetta starf af hendi, sem hún var þó búin að lofa fósturforeldrum sinum, og þau vildi hún sizt svikja. Helga býr sig þvi i flýti og gengur niður að ánni. Þegar kemur að ánni, sér hún.að áin er kolmórauð og þungur straumur. Helga hikar ekki, en leggur i ána og farnast vel. Hún gengur siðan hratt heim að Felli og byrjar að vinna á. En ekki hafði Helga lengi unnið, er hún fann,að ekki var allt með felldu. Vanliðan hennar ágerðist og harðar fæðingar- hriðir byrja. Nú var ekki hægt aö 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.