Íslendingaþættir Tímans - 09.03.1974, Blaðsíða 4

Íslendingaþættir Tímans - 09.03.1974, Blaðsíða 4
standa lengur að verki. Og þarna á milli þúfnanna i Fellstúninu lá nú hin unga væntanlega móðir i sárri kvöl og þjáningu. Hér var ekki læknir eða ljósmóðir til þjónustu. Þarria var háð barátta upp á lifog dauða, og lifið sigr- aði. Frumburður sinnar móður, litil stúlka, fæddist þarna milli þúfnanna. Vorþeyrinn, er streymdi frá Klakkn- um, hinu háa fjalli, er ris við túnfótinn á Felli, þerraði saltan svita af andiiti hinnar sárþjökuðu móður, og ylur vors og sólar vermdi og kyssti móðir og barn. Það er sagt að Guðmundur bóndi á Felli hafi sagt, er fæðingin var afstað- in ,,að betra væri engin ávinnsla en svona ávinnsla”. Hann leit aðeins á málið frá sinum sjónarhól, en ekki hvað Helga lagði á sig til að efna loforð sitt við þau hjónin. Að fæðingunni afstaðinni var Helga flutt að Felli og naut aðhlynningar fóstru sinnar, sem hafði annan og við- ari sjóndeildarhring en maður hennar. En næstu daga fóru þær mæðgur, Helga og litla stúlkan,heim að Þrúðar- dal, i lágreista torfbæinn sinn og alls- leysið. Hér var enginn til að rétta sængurkonunni hjálparhönd. Þor- steinn varð að sinna skepnunum og annast önnur vorverk. Hér var hvorki kalt né heitt vatn i krönum eða ofn til að ylja sér við. Vatnið varð að sækja i lind skammt frá bænum, en kuldann varð fólkið að klæða af sér. Já, það var litið um svokölluð þægindi i Þrúðar- dalsbænum en margir erfiðleikar að fást við. En einhvers staðar stendur þetta: ,,Oft er það i koti karls, sem kóngs er eigi i ranni”. Það var söngur fuglanna, sem voru að búa hreiður sin i von og gleði sumarsins. Þegar söngur fuglanna þagnaði á kvöldin,tók lækur- inn i hliðinni við, niður hans var róandi og svæfandi eftir erfið dagsverk. Litla fjölskyldan i Þrúðardal var nægjusöm og gerði hógværar kröfur til annarra, en þeim mun harðari til sin sjálfs. Vorið 1891 eru börnin i Þrúðardal orðin 4, þrjár dætur og einn sonur. Guðbjörg, sem fæddist milli þúfnanna i Fellstúninu, eins og áður er sagt, Ragnhildur, Helgi og Guðrún. Þetta vor flytur fjölskyldan að Hrafnadal i Hrútafirði og þar búa þau hjónin Helga og Þorsteinn til æviloka. Þegar fjöl- skyldan flytur, verður Helgi eftir. Hann er tekinn i fóstur af þeim mætu og merku hjónum, Ingunni Jónsdóttur og Sigurði Magnússyni, sem ólu hann upp sem sitt eigið barn. Sfðar taka þau Ingunni systur Helga, sem fæddist i Hrafnadal og var árs gömul, er hún kom til þeirra hjónanna á Broddanesi. Það kom glöggt i ljós, hve skynsöm og óeigingjörn þau Helga og Þorsteinn voru, er þau láta Helga son sinn i fóst- 4 ur. Þau lita bæði á málið frá þeirri hlið, hvað sé bezt fyrir barnið og það ræður niðurstöðum i ákvörðunum þeirra. Það hefðu fleiri iitið svo á, að drengur kæmi að meira gagni ein- yrkja en telpa,og sérstaklega er þrjár voru fyrir. t Hrafnadal bætast 3 börn við hóp- inn: Magnús, Sigurður og Ingunn, er var tekin i fóstur ásamt Helga. Fljót- lega vöktu þau Helga og Þorsteinn eftirtekt sveitunga sinna fyrir dugnað, hagsýni og hagleik. Og langur þótti vinnudagur þeirra hjóna i Hrafnadal og var þó ekki fengizt um allt i þeim efnum, að minnsta kosti um slátttinn. Þá var oft lögð nótt við dag er bjarga þurfti heyi. Árið 1916 eru stórmerk spor stigin i búskap fjölskyldunnar i Hrafnadal, þá kaupir Þorsteinn jörðina og byggir upp bæinn að mestu leyti. En steinhús það, sem nú stendur i Hrafnadal, byggðu þeir bræðurnir, Magnús og Sigurður.rétt eftir 1930, og mun Magn- ús hafa átt þar meiri hlut að máli. Haustið 1931, 19. október, dó Þor- steinn i Hrafnadal og 2. nóvember sama ár dó Helga og voru þau hjónin lögð i sömu gröf i Prestbakkakirkju- garði. Þau höfðu alltaf fylgzt að, og dauðinn, sem nær þvi að skilja flesta, gat ekki skilið þau, samfylgd þeirra var örugg og sterk. Frá Hrafnadal fóru kistur þeirra hjónanna samhliða niður hliðina, sem nú var föl á vang- ann og döpur. Og i Prestbakkakirkju- garði sigu kisturnar samhliða ofan i sömu gröf til að blandast móðurmold- inni. 1 Bakkadal voru þrir bæir: Hrafna- dalur, Bakkasel og Jónssel og eru öll þessi býli nú i eyði og er það rauna- saga. Fólkið, sem bjó i dalnum, var sérstakt myndarfólk, sem ekki má gleymast. En hvað er hægt að gera til þess, að nöfn fólksins og bæjanna gleymist ekki. Væri hægt að setja upp spjald með nafni bæjarins og þeirra, sem búið hafa þar lengst og siðast. Fólkið, sem bjó á þessum bæjum, ætti það skilið.að eitthvað væri gert til að geyma og varðveita frá gleymsku sögu þess um baráttu, vonbrigði og sigra. Starfsgleði, dugnaður og hóflát- ar kröfur þessa fólks gæti lika verið lærdómsrikt fyrir næstu kynslóðir að kynnast, er erfiðieika ber að garði. Áður en ég lik þessum linum um Hrafnadalshjónin, vil ég minnast bræðranna, Magnúsar og Sigurðar, þvi að ég þekkti þá meira en systur- nar. Báðir voru þeir bræður sterkir per- sónuleikar i sjón og viðræðum og mað- ur gleymir þeim ekki. t stjórnmálum höfðu þeir ákveðnar skoðanir, sem þeir settu fram með rökum i skýru máli. öllum kom saman um, að gott var að hlusta á málflutning þeirra bræðranna og betra að muna það er þeir sögðu en aðrir. Eitt var það, sem ég minnist og var sérkennilegt við Sig- urð, að maður kom strax auga á hann, þó að hann væri i stórum hópi, t.d. ef ég kom til kirkju og margt af kirkju- fólki var á hlaðinu á Prestbakka,þá sá ég strax,hvort Sigurður var i hópnum. Hann vakti alltaf eftirtekt þeirra, er komu að. Ég minnist þess,hvað kveðja þeirra bræðranna var jafnan virðuleg og handtak þeirra hlýtt og innilegt. Þegar Sigurður lá á Landakotsspitala um hátiðarnar 1952, kom ég til hans og minnist þess, að þá kom það sterkt fram i viðtalinu við Sigurð ,,Að römm er sú taug, er rekka dregur föðurtúna til” 1 þetta sinn talaði Sigurður mikið um átthagana og nefndi örnefni i Hrafnadalslandi.og eitt þeirra man ég enn, Smalaholtslækur, og minntist hann þess, hvað vatnið i læknum væri gott. ,,Það var gott vatn” sagði Sigurður. Já, þetta var svona, að betra var að muna það, sem Sigurður sagði en aðrir, og það var lika sagt um föður hans. Eins og áður er sagt.voru öll þessi systkini greind og sérstakega minnug. Það kom nokkrum sinnum fyrir, að Sigurður átti tal við menn úr fjar- lægjum sveitum, þá kom það fram, að Sigurður vissi meira um einstaka menn i sveit þeirra en þeir. Ef um menn var rætt I útvarpi eða skrifað I dagblöðin, þá nam Sigurður það og gleymdi engu. Manni með svo góða hæfileika sem Sigurður hefði verið auðvelt að ganga menntabrautina. Næmi, minni og viljaþrek hefði ekki brugðizt Sigurði. Ég minnist hjónanna frá Hrafnadal, barna þeirra og fólks- ins i Bakkadal með virðingu og þökk. Börn og barnabörn hjónanna Helgu og Þorsteins frá Hrafnadal. Guðbjörg f. 5. júni 1884, d. 2l/mai 1954, ógift og barnlaus. Ragnhildur f. 4. sept. 1885, d. 15. febr. 1972, ógift,barnlaus. Helgi f. 13. april 1887, d. 19. april 1923, kvæntur Þorbjörgu Oddsdóttur. Guðrún f. 6. sept. 1890, d. 23. april 1970, gift Jóhannesi Jónssyni, þeirra barn Hrefna gift Þorkeli Einarssyni. Magnús f. 1. marz 1892, d. 11. marz 1969. ókv.f barnlaus. Sigurður f. 22. des. 1894, d. 28. des. 1952,ókv. barnlaus. Ingunn f. 23. júli 1897, gift Guðbrandi Benediktssyni. Börn þeirra: Sigurður f. 23. ág. 1927, d. 23. jan. 1928. Ingunn Sigurrós f. 29. sept. 1928, gift Þorsteini Gunnarssyni, Björn f. 11. júli 1930 kv. Grétu Guðmundsdóttur. Þorsteinn islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.