Íslendingaþættir Tímans - 09.03.1974, Blaðsíða 6

Íslendingaþættir Tímans - 09.03.1974, Blaðsíða 6
Guðrún Jónsdóttir Antonía f. 3. april 1890, d. 1. janúar 1974 Ég, sem þessi orð rita, er einn eftir af tiu systkinum. Er mér þvi skylt að rita þessi minningarorð um Antoniu systur mina. Ég kom að Hrafnistu i heimsókn til systur minnar, sem hafði legið lömuð á sjúkradeild þar siðustu ár ævinnar, en var heil á sönsum og gerði sér fulla grein fyrir,að hverju stefndi, enda orð- in öldruð. Antonia var austfirzk að ætterni, fædd að Núpi á Berufjarðarströnd. Foreldrar: Jön Bjarnason bóndi þar ,g kona hans, Rebekka Þórarinsdóttir. Antonia átti til góðra að telja. Foreldr- ar hennar máttu ekki vamm sitt vita i neinu. Báru hreinan skjöld alla ævi. Unnu öll sin störf af trúmennsku og vandvirkni. Ættareinkenni Antoniu urðu þessu lik. Hreinskilni og hispursleysi lá sem rauður þráður i gegnum hennar lif, hún kom jafnan til dyranna eins og hún var klædd, setti aldrei upp neittt spari- andlit til að villa á sér heimildir. Antonia fór ung úr foreldrahúsum, hefði óefað kosið að njóta lengur skjóls innan vébanda fjölskyldunnar, en ó- megð i heimahúsum og fátækt þar af leiðandi ýtti við Antoniu, er sjálf var gædd sterkri sjálfsbjargarhvöt til lifs- afkomu. Geta má nærri, að um viðkvæma sálu Antoniu næddi biturt, kuldi og nepja ýmissa atburða, sem manni mæta á lifsleiðinni. Atburði, sem fólki almennt finnst fátt um. Þess vegna vöknuðu hjá Antoniu ýmsar spurningar, sem hún vildi og reyndi að kryfja til mergjar. Hvers vegna andúðin? Hálfvelgjan? Hræsn- in? Sjálf var hún laus við þessa ágalla mannlegs lifs, enda oft misskilin og af þeim ástæðum margur steinninn lagð- ur i götu hennar. Antonia réðst vinnukona norður i land. Þar kynntist hún eftirlifandi manni sinum, Jóni Tómassyni. Þeim hjónum varð niu barna auðið. Af þeim íifa 6, þrjú eru látin. Eitt þeirra syst- kina, Bjarni Jónsson húsasmiður, lézt á bezta aldri af slysförum. Fátæktin hefur löngum þótt dragbit- ur á framkvæmdir og athafnasemi. Þau hjónin áttu um tvo kosti að velja. Annan þann að hokra með barnahóp- 6 inn sinn við svo kröpp kjör, að til vand- ræða horfði. Hinn að selja. Flytja i annað umhverfi, þar sem börnin, at- hafnasöm og vel gefin, gátu notið sin i námi og starfi. Þennan kostinn tóku þau, börnum sinum til hagsbóta. Antonia systir min mun hafa átt frumkvæðið að þessu, þvi að hún sá glöggt, hvert stefndi. Vissi einnig, að blessuð börnin vildu ekki yfirgefa þreytta foreldra sina i amstri þeirra. En þetta fór alit vel. Börnin þeirra Jóns og Antoniu komust öll til manns, þau sem lifðu, og eru nú þarfir þegnar hins islenzka þjóðfélags og gegna merkum störfum, svo sem hjúkrun, kennslu, svo eitthvað sé nefnt. En þetta kostaði fórn. ÞÚ, systir min, tókst áhættuna. Bóndi þinn yfir- gaf átthaga sina og flutti á annað landshorn, þar sem lifsafkoman varð betri. Og börnin ykkar, stóðust þau prófið? Vissulega. Og þáð með prýði, eins og áður er að vikið. öllu var fórnað. Uppskeran brást ekki. Nú ertu horfin af sjónarsviðinu hérna megin. Vertu sæl og guði ialin. Kveðjan hennar Ingu vinkonu þinnar fylgir þessum minningarorðum. Einn- ig ljóð. Eftirlifandi börnum þinum og niðj- um þeirra flyt ég samúðarkveðjur frá mér og minu fólki. Guð blessi þig. Þórarinn Jónsson f Kveðja Ingu Ég kveð og þakka þina hlýju, þin er gott að minnast, kæra. Alúðin mun enn að nýju ávallt til min birtu færa. Inga f Þess er skylt að geta, að hér er átt við Ingunni Árnadóttur, gifta Sigurði Halldórssyni, bónda á Valþjófsstöðum iNúpasveit. Þær Ingunn Árnadóttir og Antonia systir min voru nágrannakon- ur f mörg ár. Með þeim tókst vinátta, enda báðar tvær hugsjóna- og mann- kostamanneskjur. * þ.j. f Minningarorð Antonia Guðrún Jónsdóttir Orð ég mæli um móður, sem mikið átti og gaf. Minnist hugarhljóður á hjarta, er eigi svaf. Hennar ástareldur átti von og trú,... afl, sem vörnum veldur. Visan — tengibrú I bæn hún bað um nætur um blessun yfir jörð. Frelsarans við fætur flutti þakkargjörð. Hjartað gleði gisti, góðleik vakin af, aldrei mildin missti mátt, er lýsti og gaf. Flutti ung að árum út I kaldan heim. Margan særðan sárum sá á ferðum þeim. Fátækt viðjum vafin, veit af mörgum hér, hatrið yfir hafin hugur Ijósið ber. Viö stöndum hér á ströndu, störum út I geim. Lýsir lifi og öndu ljós frá æðri heim. Friðargeislar fylla' .fúsleik, huga og sál. Lærum strengi að stilla i styðjum kærleiksmál. islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.