Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 09.03.1974, Qupperneq 8

Íslendingaþættir Tímans - 09.03.1974, Qupperneq 8
Hólmfríður Pétursdóttir Arnarvatni . Kveðjuorð. Flutt við jarðarför Hólm- friðar Pétursdóttur frá Gautlöndum, húsfreyju á Arnarvatni. t F. 17.12. 1889, d. 1.2. 1974. Norður i Dumshafi ris eyland eitt, sem nú hefir verið byggt i ellefu aldir. Það er land hinna skörpustu and- stæðn?. þar brýzt eldur úr iðrum jarð- ar en kaldur jökull krýnir fjallatinda vetursem sumar. Þar skiptast á ókleif fjöll, brunahraun og eyðisandur og blómlegar byggðir skjólsælla dala og háfjallasveita. Þar gerast dagar styttri og nætur lengri og dimmari i skammdegi vetrarins, en titt er viðast hvar annars staðar á byggðu bóli. En þar er lika „nóttlaus voralda veröld”, þegar sólin skin af sliku örlæti nótt sem dag, og það getur bók- staflega verið synd, að ganga til náða á bjartri vornóttinni. Þá má heyra gras gróa og ull vaxa á sauðum. 1 þvi landi eru skarpari skil milli sumars og vetraren gerist i öðrum löndum, enda vorkomunni hvergi fagnað af slikum innileik sem þar. Þar vaxa lika kjarn- meiri grös úr moldu en i hinum suð- lægari löndum. Það sama hefir löng- um mátt segja um það fólk þá þjóð, sem byggt hefir landiö, enda hefir landið aldrei boðið börnum þess gæði sin án þess að fyrir þeim væri unnið með harðfylgi hugar og handa. Með nokkrum sanni má segja, að islenzkt þjóðlif hafi frá fyrstú tið til þessa dags lotið lögmálum árstiðanna. Okkur er gjarnt að lita landnám Is- lands augum vorsins. Land allt vaxið viði milli fjalls og fjöru, vötn öll full af fiski, sem ekki kunni manninn að hærðast, sannkallað óskaland. Og fyll- ir ekki stofnun þjóðveldisins þá vor- björtu mynd? Og vist hefir margur ís- lendingur, þegar að kreppti, vermt sig við minningar um sumar sögualdar. Fall þjóðveldisins, glötun sjálfstæðis og róstur Sturlungaaldar, minna 8 sannarlega á stórviðri haustsins. Og svo hefst hið langa, kalda og myrka skammdegi i þjóðarsögunni. Fimbul- vetur erlendrar áþjánar, örbirgðar, hallæra og drepsótta, svo við landauðn lá þegar fastast svarf að. Á siðustu öld sá margur þann kost vænstan, að flýja land til annarrar heimsálfu. En allir vetur taka enda, og vorið kom. Hið bjartasta vor, sem komið hefir yfir is- lenzkt þjóðlif kennum við gjarna við aldamótakynslóðina. Slikur vorþeyr fór um þetta þjóðlif um og fyrir siðustu aldamót, að varla hefir merkari atburður gerzt i allri þjóðarsögunni. Eflaust hafa marg- háttaðar hræringar úti i hinum stóra heimi ýtt undir það róttæka endurmat á arfteknum siðum mannlegra sam- skipta, sem þá fóru i hönd. En allt var þetta þó fært til islenzkra staðhátta og borið uppi af sjálfmenntuðu alþýðu- fólki þess tima. Ræktun lands og lýðs! Islandi allt! Það voru kjörorð þessa fólks. Efalaust hefir ómurinn frá frönsku byltingunni: frelsi, jafnrétti, bræðralag, hrært strengi i brjóstum þess. Þessi kynslóð er ef til vill sú hamingjusamasta og rikasta, sem fæðzt hefir á tslandi Rikust og hemingjusömust fyrir þá sök, að hún átti hugsjónir til að berjast fyrir, óvenjulegt þrek tii að leggja til atlögu. Bjartsýna trú á land sitt og þjóð. Hún hóf á ioft merki félagshyggju og samhjálpar. Hún boðaði þá kenningu, að hver einstaklingur ætti sama rétt til lifsins gæða, hvar i stett sem hann stóð. Hún barðist fyrir aukinni menn- ingu, sem miðaði að þvi að auka manngildi einstaklingsins. engin kynslóð hefir skilað jafn dýrmætum arfi sem hún i hendur þeirra, er landið skyldu erfa eftir hennar dag. Þvi hef ég dvalið svo mjög við þessa sögu á þessari stundu, að þessi kona, sem við fylgjum til moldar i dag, var glæsilegur fulltrúi aldamótakynslóð- arinnar. Hún fæddist á hinu bjarta vori og naut sólar þess og heiðrikju öll sin bernsku og þroska ár. Þeim uppruna sinum leyndi hún aldrei, bar hans merki til hinztu stundar. Hún hlýtur að verða okkur öllum minnisstæð, þvi saman fór i óvenju rikum mæli andlegt og likamlegt atgervi. Já, Hólmfriður á Arnarvatni, var sannur fulltrúi voraldarfólksins, sem islenzk þjóð stendur i mestri þakkarskuld við i dag. Sem húsfreyja á stóru og erfiðu heimili háði hún af prýði þá hetju- baráttu, sem islenzkar húsmæður hafa löngum háð i þessu landi, án. þess að dáðum þeirra væri sérstaklega á lofti haldið á spjöldum sögunnar, að seðja svanga munna af knöppum aflafeng og veita aðra aðhlynningu af knöppum efnum, en halda að auki uppi islenzkri gestrisni af fullri rausn. Að aqki gerð- ist hún stjúpmóðir að stórum barna- hópi, og ég efast um að nokkur hafi leyst það erfiða hlutverk ef hendi af annarri eins prýði. Þetta mætti nú þykja ærið ævistarf. En Hólmfriður á Arnarvatni, lét ekki baslið smækka sig. Hugsjónir aldamótakynslóðarinnar áttu sannar- lega hug hennar og hjarta. Auk þess að vera virkur þátttakandi i félagslifi sinnar sveitar, tók hún sér fyrir hend- ur að heimta mannréttindi til handa þeim helmingi þjóðarinnar, sem ekki hafði notið þeirra, — islenzku konunn- ar. Ekki svo að skilja, að hún væri þar ein að verki, en framarlega stóð hún i þeirri baráttu, og mikið eiga kynsyst- ur hennar, svo og þjóðin öll, henni að þakka á þvi sviði. Þvi verður ekki á móti mælt, að Hólmfriður og tvibura- bróðir hennar, Jón Gauti, sem við fylgdum hér til grafar fyrir tæplega íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.