Íslendingaþættir Tímans - 09.03.1974, Blaðsíða 10

Íslendingaþættir Tímans - 09.03.1974, Blaðsíða 10
Dagfinnur Sveinbjörnsson Fæddur 26.6.1897 Dáinn 14.1. 1974. Nti legg ég augun aftur, ó guö, þinn náðarkraftur min veri vörn i nótt. Æ, virzt mig að þér taka mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. Við erum eflaust mörg, sem viljum kveðja góðan dreng með þessu fagra versi, sem Sveinbjörn Egilsson sneri úr þýzku á sinum tima. Of skammri ævi Dagfinns Svein- björnssonar lauk fyrr en varði. Hann var vissulega sáttur við allt og alla, er yfir lauk, og er þá mikill sannleikur sagður og dýrmætur hverjum manni. Þess vegna kveðjum við hann nti og þökkum honum svo undra margt á lið- inni ævi. Dagfinnur var fæddur á Grimsstöð- um i Landeyjum. Foreldrar hans voru hjónin Sveinbjörn Guðmundsson, bóndi þar, og Anna ólafsdóttir, ættuð úr Þykkvabæ. Þegar vatnið tir Þverá æddi yfir Landeyjar og Skúmsstaðir og fleiri jarðir, þ.á.m. Grimsstaðir, lögðust i eyði, fluttust hjónin út að Disukosti i Þykkvabæ. Dagfinnur var þá 8 áræ, og ólst hann þar siðan upp til fullorðins aldurs. Árið 1922 fór Dagfinnur i Sjómanna- skólann og var þar einn vetur við nám. En næsta vetur var hann á loftskeyta- skólanum, tók þaðan próf og var siðan um tveggja ára bil loftskeytamaður á togurum. Eftir það lærði hann raf- virkjastörf og tók meistarapróf i þvi fagi 1928. Árið 1922 fór Dagfinnur i Sjómanna- skólann og var þar einn vetur við nám. En vetur var hann á loftskeytaskólan- um, tók þaðan próf og var siðan um tveggja ára bil loftskeytamaður á tog- urum. Eftir það lærði hann rafbirkja- störf og tók meistarapróf i þvi fagi 1928. Árið 1930 annaðist Dagfinnur ásamt 2 Englendingum uppsetningu útvarps- stöðvarinnar á Vatnsendahæð, og var við það þar til þvi verki lauk. Siðan gegndi hann yfirmagnarastarfinu við útvarpsstöðina i 3 1/2 áratug, þar til hann lét af þvi starfi fyrir aldurs sakir. Dagfinnur kvæntist eftirlifandi eig- inkonu sinni, Magneu Halldórsdóttur 10 Jónssonar frá Þorlákshöfn, 6. marz 1925. Þau bjuggu ávallt i Reykjavik. Þeim varð þriggja barna auðið. Eitt þeirra Jórunn dó i bernsku. Hin eru Anna, sem hefur verið veik frá barn- æsku, og Sveinbjörn ráðuneytisstjóri, kvæntur Pálinu Hermannsdóttur. Víst áttu þau ungu hjónin margar og bjartar vonir og sumar þeirra rættust og sumar ekki. Þetta er svo oftast meðal okkar mannanna barna. Dag- finnur og Magnea voru vissulega sam- mála um marga góða hluti. Einkum létu þau hag barna sinna sig miklu skipta, og voru þeim báðum hinir ágætustu foreldrar. Sá sem þetta ritar, átti þvi láni að fagna, að vera ásamt fjölskyldu sinni oft gestur á hátiðisstundum á heimili þeirra hjóna, og ég er minnugur kær- leikans og friðarins, sem mætti okkur þar á svo ljúfan og fagran hátt. Þessu gleymi ég aldrei. Og siðast en ekki sizt er þess að minnast, hversu listhneigður Dagfinn- ur var og ágætur hagyrðingur. Hann samdi nokkuð af leikritum, þ.á.m. óperettu. ,,1 álögum”, sem sýnd var hér við góða aðsókn. Fyrir margra hluta sakir er gott að minnast hans, en þó bezt fyrir það, hve hann var i öllu einlægur og góður vinur vina sinna. Eiginkonu Dagfinns, börnunum tveimur og öðrum vandamönnum sendi ég minar innilegustu samúðar- kveðjur. 1 guðs friði. J.Gunnl. f Genginn er einn þeirra manna, sem i upphafi bjuggu Rikisútvarpið úr garði, maður, sem vann þvi langan starfsdag af mikilli trúmennsku. Dagfinnur Sveinbjörnsson var tæknimaður útvarpsins eða magnara- vörðui; eins og það áður hét,frá þvi að það hóf göngu sina og yfirmaður tæknideildar þess um langt árabil. Hann hafði þar störf með höndum um þrjátiu og fimm ára skeið. Dagfinnur var Rangæingúr, fæddur 26. júni 1897 að Grimsstöðum i Land- eyjum. Þar bjuggu foreldrar hans, Sveinbjörn Guðmundsson og Anna Ólafsdóttir, en þau urðu að flýja jörð sina sökum vatnagangs og fluttust bú- ferlum að Disukoti i Þykkvabæ, þegar Dagfinnur var átta ára að aldri. Þar i Þykkvabænum dvaldist Dagfinnur með foreldrum sinum til fullorðinsára. Eftir lát föður sins um 1920 fluttist hann til Reykjavfkur. Þar leitaði hann sér fræðslu og varð bæði rafvirki og loftskeytamaður, sem þá var fremur fátið menntun, en ber vott um elju og starfslöngun. Kom þessi þekking hon- um siðar að góðum notum. Árið 1925 réðst Dagfinnur loft- skeytamaður á Kveldúlfstogarann Þórólf og hlaut sina sjómannsvigslu i veiðiferð i Halaveðrinu mikla. Var það raunar fyrir einstæða tilviljun að hann réðst ekki á annan togara, sem fóst i þvi mannskaðaveðri. Næstu árin vann Dagfinnur loftskeytamannsstörf á togurum, þeg- ar þau var að fá, en annars við raf- virkjastörf hjá Júlíusi Björnssyni og bræðrunum Eiriki og Jóni Ormsson- um. Þegar tekið var að reisa útvarps- stöðina á Vatnsendahæð árið 1929, réðst Dagfinnur þangað til starfa, og þegar útvarpið hóf starfsemi 1930, varð hann margnaravörður og starf- aði siðan i tæknideild útvarpsins og lengst af sem stjórnandi hennar til 1964, er hann lét af störfum hjá Rikis- útvarpinu. Við Dagfinnur áttum tuttugu ára samleið i útvarpinu og höfðum dagleg samskipti eins og hlýtur að vera milli dagskrár- og tæknimanna. Útvarpið gekk á þessum árum gegnum mikil breytingaskeiö en átti lengstum við islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.