Íslendingaþættir Tímans - 09.03.1974, Blaðsíða 12

Íslendingaþættir Tímans - 09.03.1974, Blaðsíða 12
Jakobssonar, og Margrétar Grims- dóttur. Þau voru fyrir stuttu gift og tekin við búi af Magnúsi og Guðnýju, fósturforeldrum Páls. Margrét og Páll áttu þá unga telpu, Guðnýju að nafni. Vorið 1907 fluttu þau Páll og Margrét frá Kleif, með fólk, búfénað og búslóð, aðBorg i Njarðvik. Þá voraði snemma og var kominn gróðrarvottur fyrir sauðburð. Páll var ætið bjartsýnn, svo hann sló i að reka féð til Njarðvikur fyrir sauðburð, þó leiðin væri löng og reka lambfullar ær. Þeir Páll og Guð- finnur voru 4—5 daga frá Kleif til Njarðvikur. Páll fór strax til baka upp að Kleif, en Guðfinnur átti að gæta ánna, þar til Páll kæmi með fólk og farangur, sem var á marga hesta, og þar að auki kýr og kálfar. A byrjuðum sauðburði fór að snjóa af austri og gerði vita haglaust, og varð að láta ær bera i húsum. Guðfinnur fékk dálitið hey hjá Njarðvikurbændum handa lambám, en mest þurfti féð að lifa á þarabeit, sem nóg var á Njarðvikur- sandi. Eitthvað fór af lömbum, en minna heldur en búast mátti við. Páll og Margrét voru fimm ár i Njarðvik, fluttu þaðan 1912 i Breiðuvik. Guðfinn- ur var að mestu leyti hjá þeim, á með- an þau voru á Borg. Páll Sveinsson og Þuriöur Gunnarsdóttir fóru i Borg 1912, eftir að Páll og Margrét fóru það- an. Guðfinnur var hjá Páli og Þuriði einhver ár, og einnig hjá Guðna og Halldóru Grimsdóttur á Króksbakka i Njarðvik. Þegar Guðfinnur flutti frá Njarðvik, átti hann orðið góðan kindastofn og hest. Einnig var hann búinn að fara á vertið suður á firði og til Eyja. Honum féll vel að stunda sjómennsku, fyrst á árabátum og siðar á vélbátum. Hann var góður liðsmaður og mjög laginn, hvort heldur hann vann til sjós eða lands. Guðfinnur var ekki kraftalegur á velii, hvorki hár né gildur, en hann var vel knár og hafði mikið vinnuþol, enda heilsuhraustur alla sina daga. Áriö 1918 kvæntist Guðfinnur Björgu Helgadóttur, Jónssonar fræðimanns i Njarðvik, mestu myndar og ágætis konu. Hjónin hófu búskaö á Hjailhól i Bakkagerðisþorpi það sama ár, eöa ári seinna. Guðfinnur geröist sjómað- ur, og sótti fyrst sjó á árabátum, þar til vélbátarnir útrýmdu árabátunum. Hann stundaði eyrarvinnu, sláturhús- vinnu og ýmsa aðra vinnu sem bauðst, þegar ekki var á sjó farið. Eftir 4—5 ára veru á Hjailhól flytur hann i Baldurshaga, sem er utanvert i Bakkagerðisþorpi. Ræktanlegt land fylgdi húsinu og kom þar fljótlega góð- ur túnblettur, sem fóðraðí kindur og kú. Með aukinni ræktun fjölgaði kind- unum, og urðu þær allt að 70 á fóðrum 12 flestar, og stundum 2 kýr og hestur. Guðfinnur var sérstakur skepnuvinur og hafði mikla ánægju af að umgang- ast skepnur sinar og skrafa við þær, þó einkum og helzt við hunda ogketti. Hann gat haldið ræður við köttinn og lagt honum lifsreglur, ,,að drepa ekki smáfugla bansettur”. Guðfinnur og Björg voru mjög gest- risin og hýstu marga ferðamenn af héraði haust og vor, þegar þeir þurftu að sækja kaupstaðavarning á Borgar- fjörð, og reka þangað sláturfé á haust- in, og urðu þá að gista 2—3 nætur i senn. Eitt var það, sem fylgdi Guðfinni alla hans daga. Það var mikil bjart- sýni með góða lifsafkomu og gott tiðarfar. Aldrei var hann að barma sér eða með vorkviða, þótt útlitið vær ekki sem glæsilegast stundum i köldum vorunum. Hann trúði á sólrika sumar- daga, sem nálguðust óðum, og honum varð að trú sinni, sól og sunnanblær náðu yfirhöndinni og allt fór vel. Það kom fyrir, að Guðfinnur varð heylitill á vorin. Leitaði hann þá til þeirra, sem áttu kannske meira en fyrir sig. Eiít sinn kom hann út á bæi með poka. Það var sjálfsagt að láta hann hafa i pok- ann. Hann lét vel i pokann, máske 80 pund. Þegar út kom var sagt: ,,Nú éf< loftiðorðið ljótt og kominn hriðarbylur inn á Nesfjall ’. Guðfinnur litur i dökk- an hriðarmökkinn og segir: ,,Ja, komi hann bara”, snarar pokanum á bakið og skundar heim á leið, undan norð- austan áttinni. Ekki var kviðinn, þótt útlitið væri dökkt. Guðfinnur var mikill greiðamaður og gott til hans aðleita. Hann var mjög handlaginn og gerði við ýmis búsá- höld. svo sem kaffikönnur, katla, lukt- ir og fleira. Hann notað lóðbolta og tin við þessar viðgerðir, og tók litið fyrir. Guðfinnur var vel greindur og oft gamansamur i orði og gaf oft skemmtileg tilsvör, sem lengi lifa á vörum fólks i Borgarfirði, og ætla ég að færa eitt tiisvar hans hér. Eitt sinn kom til hans góður nágranni með kaffikönnu, og bað hann að gera við hana sem fyrst. Guðfinnur tók þvi vel og sagði, að hann gæti sótt könnuna daginn eftir. Svo liður einn dagurinn, og ekki er kannan sótt. Daginn þar á eftir á Guðfinnur leið niður i kaupfélag og hittir þar könnueigandann og segir. ,,Ég er búinn að gera við könnuna, þú getur sótt hana i dag heim i Baldurs- haga”. ,,Ég hef svo mikið að gera, að ég má ekki vera að þvi að sækja könn- una fyrr en um helgi”, var svarið. Þá segir Guðfinnur : ,,Það er ég viss um að þó manna þin deyi um miðja viku þá mátti ekki vera að þvi' að leggja hana til fyrr en um helgi. Guðfinnur og Björg eignuðust þrjú börn. Helgi,fæddur 1921. Hann fór ungur að sækja sjó með pabba sinum, fór margar vertiðir til Eyja, og gerðist siðar skrifstofumaður hjá Samband- inu i Reykjavik. Helgi á ibúð I Reykja- vik, en er ógiftur og barnlaus. Halldór, fæddur 1923. Hann byrjaði ungur að fara á sjó með pabba sinum. Þeir feðgar áttu tvo vélbáta, hvorn á eftir öðrum, til að færa björg i bú, Eddu og Unni. Þeir bræður eru stakir reglumenn og mikil prúðmenni. Hall- dór er kvæntur Ingibjörgu Árnadóttur frá Hólalandi, mestu myndar og hag- leiks konu. Hún kennir handa- vinnu við barnaskólann á Borgarfirði. Hjónin búa i Odda og eiga fimm börn. Sesselja er fædd 1929. Hún missti móður sina 1943. Það var mikið áfall fyrir hana og alla fjölskylduna i Baldurshaga. Ingibjörg Árnadóttir, sem varð kona Halldórs, fór ráðskona til Guðfinns um tima, eftir að hann missti konu sína, er varð bráðkvödd heima. Haustið 1944 tók Sesselja við heimilisstörfum hjá pabba sinum, og fórst henni það vel úr hendi þó ung væri, enda vel verki farin og bráðdug- leg, bæði úti og inni. Sesselja eignaðist drerig i Baldurshaga, og heitir hann Jón Hehgason. Hann er orðinn full- tiðamaður, vel verki farinn og laghentur, eins og hann á kyn til. Hann á heima á Borg, en stundar atvinríu með köflum utan heimilis. Sesselja og Sigurður Bóasson búa stórbúi á Borg i Njarðvik og eiga fallegt heimili. Þau eru bæði mjög gestrisin og koma margir til þeirra, einkum á sumrin. Þegar Guðfinnur og Björg voru á Hjallhól tóku þau unga stúlku i fóstur, og var hún hjá þeim i mörg ár. Hún heitir Þórhildur Guðnadóttir. Hún gift- ist i Vestmannaeyjum og bjó lengi i Landlyst með manni sinum, Guð- mundi. Hjónin eiga sjö börn, uppkom- in og gift. Guðfinnur var i tvo vetur á seinustu árum sinum hjá Þórhildi og Guðmundi i Landlyst og vann að skó- smiði. Guðfinnur átti heima i Baldurshaga nálægt 45 ár, seinustu árin með Jón litla, áður en þeir fóru að Borg 1967. Þá var hann búinn að selja kindur sinar og tún. Banalega Guðfinns var stutt, og hann fékk rólegt andlát heima á Borg hjá dóttur sinni. Hann var jarðsettur 5. jan. við fjölmenni, þó vegir væru að mestu leyfi ófærir vegna snjóa. Mér þótti leitt að geta ekki fylgt góðum ná- granna siðasta spölinn. Hittumst heilir bráðlega, hinum megin við móðuna miklu. Andrés Björnsson. islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.