Íslendingaþættir Tímans - 15.06.1974, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 15.06.1974, Blaðsíða 1
ISLENDINGAÞÆTTIR Laugardagur 15. júní 1974 —16. tbl. — 7. árg. — nr. 167. TÍMANS Kristján Sighvatsson klæðskerameistari f. 16. okt. 1884 d. 9. mai 1974 Kvatt hefir heiðurs- og dreng- skaparmaðurinn Kristján Sighvats- son, nær niræður. Litillátur, ljúfur og kátur gekk hann á fund skapara sins. Langri og vammlausri ævi lokið. Miklum og samvizkusömum starfs- degi afrekað. Hans eina sjúkralega afstaðin. Siðla i siðasta október hlýddi Kristján kalli ellinnar og lagðist á sjúkrabeð i fyrsta sinn. Frá þvi sjúkrabeði átti hann ekki afturkvæmt. Fótavist hafði hann þó um tima og allt fram til hins siðasta. Ern og glaður, við engan styggur né i orðum hryggur , var Kristján til siðustu stundar. Vissi, að jarðneskum dögum hans var senn lokið. Visaði til helgi- söngsins: ,,Eins og hindin, sem þráir vatnslindir, þráir sál min þig, ó Guð”. Svo sannkristinn var Kristján og trúarsannfærður að hann þyrsti eftir að fá að koma og birtast fyrir augliti Guðs. Allt líf Kristjáns var helgað Guði á hans einlæga, hógværa og hljóðláta hátt. Ungur kynntist Kristján séra Friðrik Friðrikssyni og var vinátta þeirra og samstarf náið. Við andlát séra Friðriks sat Kristján einn og tók við andlátsorðum hans. t KFUM starfaði Kristján alla tið af ljúfmennsku og hjartagæzku. Aldrei varð hann þar neinn framámaður heldur góður og leiðbeinandi andí, er allt mildaði, græddi og bætti. Einn var hann af stofnendum Vatnaskógar 1923 og lét sér jafnan annt um þann góða unglinga uppeldisstað. Margt var likt með Kristjáni og séra Friðrik, nema hin mikla hlédrægni Kristjáns. Séra Friðrik fann Guð sinn, þegar hann sem drengur i Goðdölum lék sér að glugga- grind og horfði til himins i gegnum hana. Kristján fann sama Guð i gegnum litla rauf á snjóþöktum litla baðstofuglugganum á Höfða i Dýrafirði. Bær var fenntur i kaf, en vngsta barnið Kristján lét ekki látum, fyrr en það hafði fengið að gera holu niður að gluggánum, svo að sæist til himins. Þá var lifsanda gefið loft við að horfa á þungum vetri i vestfirzku stórvirðunum upp til Guðs i gegnum þessa smáu gluggarauf. Hjá Kristjáni fór saman alla tið kenning og breytni. Áreiðanlega og örugglega gerði Kristján aldrei neitt annað en það, sem var gott og göfugt. Hugur einn það veit, er býr hjarta nær. t huganum var Kristján jafn sterkur og góður sem i athöfnum og gjörðum. Eins og séra Friðrik fékk Kristján að njóta langra, fagurra og mannbætandi lifdaga. t umbun hlaut hann mjög góða heilsu, mikla starfs- krafta, mikið andlegt þrek og Iikam- legt atgervi. Stórt var hans skraddara pund. Ógieymanlegur maður íyrir tak- markalausan kærleik. Kristján Sighvatsson var fæddur að Höfða i Dýrafirði 16. okt. 1884. Sonur hjónanna Kagnhildat' Brynjólfsdóttur, Brynjólfssonar i Bjarneyjum á Breiðafirði, fædd 1842, og Sighvatar Grimssonar Borgfiröings, Einars- sonar i Nýjabæ á Akranesi og var yngstur 12 barna þeirra. 7 börn sin misstu þau hjón ung og 3 á unglings- aldri. Auk Kristjáns komst til fullorðins aldurs Pétur Sighvats, úrsmiður á Sauðárkróki fæddur 1876. Niðjar Péturs eru fyrir norðan, m.a. Sighvatur sjómaður Pétursson og börn hans. Sighvatur Grimsson átti og dóttur með konu frá Kvennabrekku i Dölum, er Margrét hét. Átti hún 6 börn og sonur hennar var Sighvatur, er siðar bjó að Höfða. Föðurbróðir Kristjáns var Einar Grimsson að Dynjanda i Arnarfirði, en sonur hans er Jóhann vélameistari á Hrafnistu i Reykjavik. Kristján kvæntist aldrei. Faðir Kristjáns var fræðaþulurinn, Sighvatur Grimsson Borgfirðingur, fæddur, 20. des. 1840 og dáinn 14. jan. 1930. Foreldrar hans voru þurrabúðar- hjón á Akranesi og þar ólst hann upp við mikla fátækt og enga menntun. Föður sinn missti Sighvatur 11 ára en móður 19 ára. Hins vegar var Sighvatur fæddur fræðimaður og aflaði sér sjálfur alla menntun, frá lestri, skrift upp i ætt- og sagnfræðing. Með miklu búamstri silesandi og siskrifandi, hvenær sem stundir til þess gáfust og jafnvel oftar. Stundaði lækningar með góðum árangri og þótti mikill lagamaður. Annaðist bóksölu og ýmsan erindrekstur. Jafnan sára- fátækur en vinsæll og vinamargur. Kvæntist 1865, en frá Akranesi hafði hann flutt 1861 til Flateyar og kynnst þar Gisla Konráðssyni fræðimanni og höfðu þeir gott hvor af öðrum. 1 Gufudalssveit fluttist hann 1867, þaðan 1869 að Klúku i Bjarnarfirði en 1873 að Höfða i Dýrafirði og var þar til æviloka og gerði þann garð frægan. 1 fræði- störfum var hann vakinn og sofinn og um hann hafa mætustu menn sagt, að hann væri mestur fræðimaður úr alþýöustétt á siðustu öld. Fyrir utan óhemju aískrifta, sem hann gerði fyrir ýmsa er ótrúlegt hvers hann afkastði i

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.