Íslendingaþættir Tímans - 20.07.1974, Blaðsíða 1
ÍSLENDINGAÞÆTTIR
Laugardagur 20. júli 1974 — 20. tbl. — 7. árg. nr. 171. TIMANS
T «1 • •• f r 1
Ingibjorg í hiðumula
Það sætir furðu, að jafn vel gerö manneskja, sem ég hefi kynnzt um
mannvera og Ingibjörg i Siðumúla dagana”, sagði Magnús heitinn As-
skyldi vera svo náskyld öðrum eins geirsson, skáld^um þessa föðursystur
gallagrip og mér. „Hún er ein albezta mina. En hann dvaldi hvaö lengst á
kreppuárunum I Siðumúla og siðar i
sumarhúsi sinu við túnfótinn á svoköll-
uðum Laugarmel. Þar er hann talinn
hafa gert mörg sin mestu ogbeztu verk
I miðri borgfirzkri sumardýrðinni, i
þessari ljóðrænu vöggu og uppruna
svo margra islenzkra skálda, allt frá
Agli og Snorra fram á vora daga.
Ljóðaþýðandinn og ljóðsnillingurinn
kynntist þvi Ingibjörgu gerla og kunni
að meta hana að verðleikum. Dóm-
greind hans var óvefengjanleg, hvort
sem var um innsýn I ljóð eða lifsfeg-
urð.
Eitt sinn barst þessi frænka min i
Siðumúla I tal i samkvæmi i Reykja-
vik. Þá spurði einhver fávis og furðu
lostinn grallaraspóinn: „Svo að þú átt
föðursystur I „SlÐUMtJLA”, fyrir
hvað situr hún inni?” Þá eins og oftar
náði ekki áhugi og þekking sumra
Reykvikinga á landi þeirra, þjóð og
staðháttum lengra en inn að Elliðaám.
Ingibjörg var bæði góð kona og vitur.
Já, hún var vitur kona án þess að vera
sér þess beinlínis meðvitandi sjálf.
Hún var aldrei haldin háum hugmynd-
um um sjálfa sig. Hún lifði lifi sinu
viturlega. I samskiptum við annað fólk
var hún siveitul á gæði sin og gáfur án
þess að ætlast til nokkurs af öðrum.
Hún var gædd einstakri réttlætiskennd
og hafði alltaf hemil á tilfinningum
sinum og gerði og lét alltaf gott af sér
leiða, þar sem hún kom nærri. HUn
tróö sér aldrei eða tranaði fram, en
vann verk sin i kyrrþey og öllum at-
höfnum hennar fylgdi góðhugur og
mannleg hlýja, jafnt til samferðafólks
sem „málleysingja”. öllum, sem
kynntust henni, þótti vænt um hana.
Sérgæði eða undirhyggju var ekki að
fyrirfinna i fari hennar. Hún var gæfu-
smiður sinnar löngu og lifsbætandi
ævi. Hún bætti ævi annarra með
fegurð lifs sins. HUn var alltaf jákvæð
og æðraðist aldrei. Hún kunni listina
að lifa, svo að allt hennar langa lifs-
hlaup jaðraði við óð til mannlegrar
sálarfegurðar. Það geta gamlir Borg-