Íslendingaþættir Tímans - 09.11.1974, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 09.11.1974, Blaðsíða 1
ÍSLENDINGAÞÆTTIR Laugardagurð. nóvember 1974 — 35. tbl. 7. árg. Nr. 186 1 IVIAIMS Sumarliði Ólason frá Ingólfsfirði Andrés Guðmundsson frá Felli „Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama." (Hávamál). Vel má ég minnast þessara orða hinna fornu spekimála um örlög alls þess, sem guð hefur lif gefið og for- gengileik þess. Með mánaðar millibili hafa á þessu sumri látizt tveir fyrrver- andi sveitungar minir, frændur og vin- ir, báðir mér nátengdir, likir um sumt en ólikir þó. Báðir hygg ég að hafi á vissan hátt mótað mig i æsku og á upp- vaxtarárum minum meira en margan grunar og meira en ég hefi gert mér fyllilega ljóst. — Þeir voru bræðrasyn- ir og þvi af sama bergi brotnir, að öðrum þræði. Báðir voru þeir mágar minir, annar bróðir konu minnar, hinn kvæntur systur minni. Um báða á ég margar og góðar minningar. Beggja sakna ég við burt- för þeirra. Nú verður ekki lengur vænzt samfunda við þá eða deilt við þá geði I gamni og alvöru svo sem áður var er fundum bar saman. — Þessir horfnu vinir minir eru: Sumarliði Ólason, frá Ingólfsfirði og Andrés Guðmundsson frá Felli. Sumarliði ólason var fæddur að Munaðarnesi i Árneshreppi þann 14. nóv. 1900. Foreldrar hans voru hjónin Óli Þorkelsson og Jóhanna Sumarliða- dóttir. Þau bjuggu á Munaðarnesi árin 1896 til 1903. Þá fluttust þau að Ingólfsfirði i sömu sveit og bjuggu þar úpp frá þvi þar til Oli dó árið 1924. Við þann bæ voru þau ávallt kennd, og svo var einnig með Sumarliða, meðal sveitunga og vina, löngu eftir að hann var fluttur burtu þaðan. Foreldrar óla i Ingólfsfirði voru Þorkell Þorkelsson frá Bdlstað i Steingrimsfirði, bóndi i ófeigsfirði nær óslitið frá 1850 til.1875, er hann lét af búskap og fékk búið í hendur tengda- syni sinum, Guðmundi Péturssyni, og kona hans, Jensina Óladóttir hins rika i Reykjarfirði og siðar i Ófeigsfirði til 1849 er hann lézt aðeins 49 ára gamall. — Óli Jensson Viborg i ófeigsfirði hef- ur eflaust verið athyelisverður atorku- maður. Hann deyr ungur að árum, en er þá orðinn stórauðugur, búinn að fá viðurnefnið, hinn riki og orðinn þjóð- sagnapersóna. Jensina dóttir hans, amma Sumarliða, var orðlögð skörungskona. Þorkell maður hennar var mér sagt að hafi verið einstakur geðprýðismaður, sem ekki sást sinni bregða, vænn maður og vel greindur eins og hann átti kyn 01. Verður ætt hans ekki rakin hér, en margt hefur verið mætra manna i þeirri ætt og dreifzt viða.

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.