Íslendingaþættir Tímans - 09.11.1974, Blaðsíða 3

Íslendingaþættir Tímans - 09.11.1974, Blaðsíða 3
einkum er hann sá mörg goð þeirra hrynja af stalli. En ávallt áttu litil- magnar öruggt liðsinni hans. — Sumarliði var góður maður og af- bragðs heimilisfaðir. Um margt var hann likur föður sinum, ávallt ljúf- lyndur og gamansamur, bókhneigður og fróðleiksfús. Hann eignaðist ótrú- lega mikið af bókum og lagði rækt við þær. Einkum var honum sagnfræði hugleikin. Hann var greindur og minnugur á það sem hann las, sá og heyrði, sagði vel frá þvi sem hann hafði lesið og lifað. Hann var einstakur húmoristi, góðglettinn og spaugsam- ur. Hann var meö afbrigðum gjöfull. Þeir voru fleiri en nokkurn grunar, sem Sumarliði stakk að gjöfum og glaðningi, ef hann vissi þá standa höll- um fæti i lifsbaráttunni. Átti hann þó ekki úr digrum sjóði að miðla. Þeir sem sjúkir voru og hann þekkti til,áttu vissar heimsóknir háns bæði i sjúkra- hús og heimahús. Með návist sinni færði hann þeim gleði og frið. Hann var vinur vina sinna og það var gott að njóta vináttu hans. — Fæðingar- og æskusveit sinni unni hann sem góður sonur móður. Fólkinu „heima” sýndi hann tryggð og vináttu og greiddi götu þess eftir mætti. Oft kom hann i heimsókn heim á æskustöðvarnar. Þaö voru honum dýrðardagar. Hann var sérlega árrisull, labbaði þá út i náttúruna, naut morgunkyrrðarinnar og sólaruppkomunnar og lofaði þá dýrð, sem það veitti honum. Oft var hann þá búinn að fara nokkuð langar bæjarleiðir þegar aðrir komu á fætur. Hann húsvitjaði á bæina, rifjaði upp gömul kynni og gamanmál sjálfum sér og öðrum til ununar. Heimsóknir hans til min og konu minnar, systur hans voru okkur öllum sannkallaðir hátiðis- dagar. Hann lék á alls oddi. Við rifjuð- um upp margt, sem verið hafði krydd lifsins i æsku okkar og uppvexti, og ærsluðumst eins og ungir i annað sinn. Þær stundir verða mér og okkur ógleymanlegar. Fyrir þær og allt ann- aö vorum við honum innilega þakklát og hlökkuðum til næstu samfunda. Nú eru þar skil á orðin, en þökkin situr efst i huga nú, að leiðarlokum. Þegar ég nú rek minningarnar um minn horfna vin get ég ekki stillt mig um að rekja enn eina minningu mina um Sumarliða. Minningu, sem lengi var mér og öðrum rik i huga og hefur ef til vill mótað lifsskoðun mina og minna jafnaldra meira en margt ann- aö. Það var veturinn 1919, að ungt fólk hér i sveitinni færði upp sjónleikinn Vesturfararnir eftir Matthias Jockumsson. Leikurinn þótti takast með ágætum og brenndi sig inn i hugi og vitund þeirra sem á horföu, þá ekki islendingaþættir sizt yngra fólksins. Margir lærðu leik- inn hreinlega utan að og kunna enn glefsur úr honum. I leiknum er teflt fram þeim, sem ekkert sáu nema eymd og volæði sins eigin lands, en hugðu gull og græna skóga falla þeim i skaut, sem til Ameriku fluttust. Fagúrgali vesturfaraagentsins, Gabriels, spilaði þarna undir. — Jón, fátæki bóndinn á Gili, hélt hins vegar fram þjóðlegum metnaði og sonarlegri ást og tryggð við ættlandið, sem hafði alið hann við brjóst sér og nært I bliðu og striöu, og var reiðubúinn að taka hverju sem að höndum bæri heima á Islandi og drekka þar sitt siðasta staup. — Sumarliði var einn meðal leikendanna i leiknum. Hann lék Jón bónda á Gili. Var það almannarómur, að hann hefði skilað hlutverki sinu af- burða vel, svo að æfðir leikarar hefðu ekki gert betur.Með kjarnyrtum setningum leiksins og þróttmikilli túlkun sinni feykti hann burtu barlómsvæli stórbóndans yfir þeirri skattbyrði, sem á hann var lögð, og ginningum Gabriels og tókst að vekja þær kenndir i hugum áhorfenda sinna, sem festu þar rætur og hafa skiiaö sér á ýmsan hátt allt til þessa dags. — En hvað sem um það er hægt að segja, þá hefur mér og öðrum verið það ljóst sið- an, að Sumarliði bjó yfir ótviræðum leikhæfileikum, sem eflaust hefðu skipað honum ofarlega á bekk i leik- Andrés Guðmundsson Andrés var fæddur að Munaðarnesi i Arneshreppi þann 11. september 1898. Foreldrar hans voru hjónin Guðmund- ur Þorkelsson frá Ófeigsfirði og kona hans Vilborg ólafsdóttir frá Norður- firöi. Þau bjuggu að Munaðarnesi árin 1889 til 1906, en fluttu þá að Felli i sömu sveit og bjuggu þar upp frá þvi til dauðadags. Guðmundur Þorkelsson varalbróðir óla i Ingólfsfirði og visast um ætt hans til þess, sem um hann er rakið hér að framan i þættinum um Sumarliða Ólason. Guðmundur á Felli var um margt likur óla bróður sinum. Glettnin og gamansemin var kynfylgja beggja, en gamanmál Guðmundar þóttu hrjúfari og háværri en hjá Óla bróður hans. Glettust þeir bræður oft og fuku þá kviðlingar milli þeirra, sem óðum eru aö týnast og týndir. Allt var þetta i góðu og i léttum dúr. Guðmundur var menningu okkar, ef hann hefði átt þess kost að ganga þá braut. En svo varð ekki. Þetta var hans fyrsta og siðasta hlutverk á þessu sviði. Um eða innan við tvitugt kenndi Sumarliði þess sjúkdóms, sem þjáði hann mjög um langt skeið. Var það ill- kynjaður asmi. Löngum var hann svo móður, að hann gat ekki andað nema með þjáningum. Mest sótti þetta á hann um nætur. Var það mörg nóttin sem þetta varnaði honum svefns með öllu. Ekki gátu læknar hjálpað honum svo að gagni kæmi. Siðar kom I ljós að þetta stafaði af ofnæmi, sem hann hafði fyrir vissum efnum og gróðri. Eftir að það varð ljóst varð liðan hans öll önnur og mátti hann kallast heilsu- góður siðustu tvo áratugina. Tvö sið- ustu árin var hann þó farinn að kenna lasleika og draga við sig vinnu, enda kominn yfir sjötugt. I apríl s.l. fékk hann heilablæðingu og var fluttur á Borgarspitalann. Þar andaðist hann 28. júni og var til moldar borinn þann 8. júll, að viðstöddu fjölmenni. Vanda- menn, ættingjar og vinir kvöddu þar góðan dreng hinztu kveðju með inni- legri þökk fyrir samfylgd hans. Mörg- um mun hafa verið ofarlega i huga framhald þeirra orða er ég i upphafi vitnaði til: „En orstlr deyr aldregi hveim sér góðan getur.” hraustmenni mikið og dugnaðarmað- ur. 1 æsku lagði hann sig litt eftir lestri en meir eftir vinnu. Var hann þó vel greindur maður, lærði mikið i rimum og sögum, sem kveðnar voru og lesn- ar. Hann var góður heimilisfaðir og nágranni, enda vei látinn af öllum. Vilborg, móðir Andrésar var dóttir Vilborgar ömmu minnar og fyrri manns hennar, Ólafs Andréssonar á Munaðarnesi. Ólafur Andrésson varð skammlifur og giftist þá amma min aftur Gisla Gislasyni I Norðurfirði. Attu þau tvö börn, Sesselju móður mina og okkar mörgu systkina, og Ólaf Andrés, sem drukknaði i fiskiróðri af bát Benjamins Jóhannessonar á Krossnesi, 20 ára gamall, mikill efnis- maður. Hörmuðu ættingjar lát hans lengi og greri þar seint um. Vilborg á Felli var orðlögð gæða- kona og bæði voru þau hjón vinsæl og vel látin. Þau eignuðust mörg börn, tápmikil, glaðvær og myndarleg. Af 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.