Íslendingaþættir Tímans - 09.11.1974, Blaðsíða 5

Íslendingaþættir Tímans - 09.11.1974, Blaðsíða 5
Hjörleifur Brynjólfsson frá Starmýri Fæddur 9. júll 1888 Dáinn 28. ágúst 1974 Gamall vinur, góöur félagi og leik- bróöir, og siöar sambýlismaður um mörg ár, Hjörleifur Brynjólfsson frá Starmýri er látinn. Hann lézt á heimili dóttur sinnar, Ingibjargar og manns hennar Björns Eirikssonar I Norð- fjaröarkaupstaö 28.8.1974 68 ára gam- all. Þegar Hjörleifur var á fertugsaldri mundi það hafa þótt ótrúleg spá, að honum yrði svo langs lifs auðið og jafnvel læknar létu orö falla um að fyr- ir hann yrði tæplega um langlifi að ræða. En lifsorka Hjörleifs var sterk og mótstöðuaflið mikið, bæði til likama og sálar, er það sameinaðist gegn hinum hættulega sjúkdómi, sem þjáði hann um 2ja ára timabil á bezta skeiði ævinnar, en þá lá hann sjúkur á heilsuhæli. En lifsorkan og einlægur trúarstyrkur vann að mestu fullan sig- ur á sjúkdómnum. Ekki þar með sagt að læknisráð og aðgerðir hafi ekki haft einhver bætandi áhrif á endurbata. Og eftir það gekk hann sem full- hraustur maður að hverju starfi og hlifði sér aldrei, frekar hið gagnstæða, fram á elliár. Að Hjörleifi stóðu sterkir stofnar i ættir fram, t.d. frá Torfa Pálssyni bónda i Stóra-Sandfelli sem kallaður var stúdent. Dóttir hans var Guðlaug kona Árna Glslasonar I Höfn i Borgar- firði eystra. Þeirra sonur Hjörleifur sterki, sonur hans var Guðmundur á Starmýri faðir Guðleifs móður Hjör- leifs á Starmýri og bar hann nafn lang- afa sins. Kona Hjörleifs sterka var Björg Jónsdóttir frá Torfastöðum i Jökulsárhlið. Var hún systir Þóreyjar konu Jóns vefara (vefaraætt). Sonur Torfa á Sandfelli var Högni bóndi á Stóra-Sandfelli, þeirra dóttir ölöf kona séra Gunnlaugs Þórðarsonar á Hallormsstað, þeirra dóttir Guðrún, giftist suður i Aiftafjörð Einari As- mundssyni frá Hnaukum Arasonar og Kristinar Jónsdóttur frá Borgum i Hornafirði. Sonur Einars og Guðrúnar var Jón bóndi að Geithellum og viðar. Kona hans Hildur Brynjólfsdóttir frá Hlið i Lóni, Eirikssonar prests að Hofi i Álftafirði Rafnkelssonar, og voru þau foreldrar Brynjólfs á Starmýri. Þannig rekjast saman ættir þeirra hjóna Brynjólfs og Guðleifar að fjórða og fimmta frá Torfa á Sandfelli. En kona Torfa var Clöf Einarsdóttir pr. að Prestbakka á Siðu Bjarnasonar. Ég rek ekki þessar ættir þeirra hjóna Brynjólfs og Guðleifar meira hér, en að þeim stóðu merkar og traustar ætt- ir hér i eystra og ýmissa aðkomu- presta sem hér dvöldu um lengri eða skemmri tima, svo sem séra Eyjólfs Teitssonar og konu hans Ingigerðar, séra Jóns Jónssonar frá Lyngum, en kona hans var Guðný Jónsdóttir Stein- grimssonar á Prestbakka á Síðu. Hjörleifur Brynjólfsson, var fæddur í júni árið 1888 að Starmýri I Alfta- firði. Foreldrar hans voru sem áður er getið, Brynjólfur Jónsson og Guöleif Guðmundsdóttir. Börn þeirra urðu mörg, komust 10 til fullorðins ára og einhver létust i æsku. Fjögur þeirra, sem lifðu, ólust upp að heiman. Það voru Guðjón, Jörundur, Ragnheiður og Stefania, en heima Sigurður, Hildur, Hjörleifur, Jóhánna, Sigriður og Þórunnborg. 11 ára gamall fór Hjör- leifur að heiman og lenti hann þá sem smali til séra Jóns Finnbogasonar að Hofi og var það hans fyrsta búskaparár. Þar dvaldi hann næstu fimm árin. Eftir það var hann I vinnu- mennsku á ýmsum bæjum i sveitinni. Hjörleifur var mikill dugnaðarmaöur og áhugasamur i öllu starfi að hverju sem hann gekk, hvort sem hann vann fyrir sjálfan sig eða aðra. Hann var mjög skýr i hugsun og fylgdist vel með öllum opinberum málum, og yfirleitt, og ekki gjart að láta hlut sinn, þótt i kappræðum lenti. Hann var glaðvær og orðheppinn. Hjörleifur kvæntist 1934 og um leið 2 systkini hans og giftust þau þrenn systkin saman. Börn Brynjólfs og Guðleifar og Jóns Björnssonar og Vilborgar, sem þá bjuggu líka á Star- mýri. Það sem giftist saman var Hjörleifur og Guðrún Jónsdóttir, Stefania og Þórarinn Jónsson, Sig- urður Brynjólfsson og Kristin Jóns- dóttir. Af þeim eru á llfi Þórarinn og Stefania að Asi i Hverag. og Kristín að Elliheimilinu Grund I Reykjavik. Hjörleifur byrjaði búskap iyi3 á Starmýri og bjó þar í 23 ár. Þau eignuðust tvö börn, stúlku, sem Ingi- björg heitir f. árið 1915, er húsfeyja á Noröfirði, mikil myndarkona og vel gefin, gift Birni Eiríkssyni frá Dags- brún, eiga þrjú börn vaxin og dreng, sem hét Vilhjálmur f. 1916, léít á Laugarvatnsskóla, var þar nemandi. Guðrúnu konu sina missti Hjörleifur 1938, en hún dó að Vífilsstöðum. Hér geisaði á timabili hins illræmda berklaveiki og lagði margan um aldur fram I gröfina sérstaklega yngra fólk, og urðu á mörgum heimilum sorgleg umskipti. En sumir báru þess menjar ævilangt. Eftir lát Guðrúnar konu sinnar hélt Hjörleifur við heimilinu að mestu með aðstoð Ingibjargar dóttur sinnar á meðan hún dvaldi heima. Hann leysti upp heimilið, þegar hún fór og hætti. Hann vann á ýmsum bæjum i sveitinni nokkur ár á eftir, þar til hann flutti til dóttur sinnar á Norðfjörð um 1950, og dvaldi á heimili hennar og þeirra hjóna þar til yfir lauk. Nú sendi ég Hjörleifi að lokum mina innilegustu kveðju yfir landa- mærin og alúðar þakklæti fyrir löng og góð kynni, bæði frá uppvaxtarárum okkar og sambýlisárin á Starmýri. Að endingu votta ég Ingibjörgu dóttur hans og hennar nánustu mina innileg- ustu samúðarkveðju. Hann var jarðsunginn frá Norðfjarðarkirkju 6. september siðastliðinn. Guðmundur Eyjólfsson frá Þvottá. t Minnisvert þjóðhátiðarsumar er lið- iö, þegar ég tek mér penna i hönd til að minnast nokkrum orðum vinar mins Hjörleifs Brynjólfssonar, sem lézt 28. ágúst s.l., rúmlega 86 ára að aldri. Hann var fæddur 9. júli 1888 að Starmýri i Álftafirði. Foreldrar hans voru Brynjólfur Jónsson og Guðleif Guðmundsdóttir, sem bjuggu á islendingaþættir 5

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.