Íslendingaþættir Tímans - 09.11.1974, Blaðsíða 6

Íslendingaþættir Tímans - 09.11.1974, Blaðsíða 6
Starmýri. Brynjólfur var sonur Jóns bónda á Geithellum og Hildar Brynj- ólfsdóttur úr Lóni i Austur Skaftafells- sýslu. Brynjólfur og Guðleif eignuðust 13 börn og komust 10 til fullorðins ára. Hjörleifur dvaldi hjá foreldrum sinum til 11 ára aldurs, en fór þá að Hofi i Alftafirði til séra Jóns Finnssonar og var þar i fimm ár. Hjörleifur minntist oft séra Jóns sem eins hins mesta mannkostamanns, sem hann hefði kynnzt. Arið 1914 kvæntist Hjörleifur Guð- rúnu Jónsdóttur frá Starmýri. Þau bjuggu sinn búskap þar og eignuðust tvö börn: Vilhjálm, sem dó úr inflh- ensku árið 1936, þá nemandi við hér- aðsskólann á Laugarvatni, og Ingibjörgu. Hún giftist austur til Norð- fjarðar Birni Eiríkssyni frá Dagsbrún. Hjörleifur missti konu slna árið 1927, en bjó áfram á Starmýri með móður sinni og börnum til ársins 1935. Næstu árin var hann við landbúnaðarstörf á ýmsum stöðum. Um tima var hann heimilismaöur I Skálholti hjá bróöur sinum Jörundi Brynjólfssyni, f.v. Al- þingisforseta. Arið 1950 flutti Hjörleifur alfarinn til Neskaupstaðar og bjó þar hjá dóttur sinni og tengdasyni I Nýbúð. Mörg seinustu árin var Hjörleifur viö rúmið. Bjó hann við bezta atlæti og umönnun þeirra hjóna og barnabarna. Gerðu þau allt, sem þau gátu til þess aö gamla manninum liði sem bezt. 1 herbergi hans var vandað bókasafn, sem hann átti. Hann las mikið og hafði hið mesta yndi af að sýna bækur sinar og tala um þær. Hjörleifur verður öllum, sem honum kynntust, minnisstæður. Hann var um margt sérstakur maður, vel gefinn og glöggur. Hann var skýr i máli og ákveðinn. Hann hafði brennandi áhuga á þjóðmálum og fylgdist mjög vel með þeim til hinztu stundar. Ég hef ekki kynnzt mörgum, sem voru betur heima á þvi sviöi, enda las hann mikið og fylgdist vel með fréttum. Þegar ég kem næst I Nýbúð mun ég sakna þessa vinar mins. Þaö var jafn- an hressandi að hitta hann að máli. Hann spurði margs og var þyrstur i fróðleik og ræðinn. Hann var einlægur framsóknar- maður og tók jafnan svari fiokksins, ef á hann var hallaö. Fyrir kosningarnar i vor fylgdist hann vel með öllu. Þegar ég kvaddi hann þá , sem varð okkar seinasti fundur, sagöi Hjörleifur: ,,Ef þiö haldið ykkar þrem þingmönnum hér i Austurlandskjördæmi þá veröur Hjörsi kátur.” Hann varö kátur og vona ég að þannig hafi hann kvatt þennan heim. JÓEL JÓNSSON frá Efri Holtum f. 31. okt. 1916 d. 12. sept. 1974. Það mun jafnan vera svo, þó að við vitum að einhver vinur okkar á við vanheilsu að striða, þá kemur andláts- fregnin okkur á óvart og svo var hér. En við vinir og fyrrum nágrannar Jóels höfðum margs að minnast frá fyrriárum. Jóel ólst upp i Efri-Holtum við Eyjafjöll hjá foreldrum sinum Guðbjörgu Jónsdóttur og Jóni Jónas- syni ásamt tveimur indælum systrum, Þuriði og Ágústu. Börnin döfnuðu og urðu aðlaðandi og elskulegt fólk, sem öllum þótti vænt um. Jóel varð dugnaðar maður og drengur góður og aðalstoð foreldranna meðan þau bjuggu i sveitinni og lengur þó. Hann var einnig mjög hjálplegur frænku sinni sem var heilsutæp og einmana um árabil. Raunbetri og liprari mann, en Jóel var ekki hægt að hugsa sér,' hann vildi allt fyrir alla gera. Já, það er margs að minnast frá veru okkar i sveitinni. Þarna var stutt milli bæja og nágrenni gott. Það var þvi mikill samgangur og margt fólk á bæjum i þá daga. Það var þvi oft glatt á hjalla, þegar fólk hittist, og alltaf var gaman og gott að koma að Efri-Holt- um, þar sem eins og viðar var gest- risni I hávegum höfð, fólkið glaövært, ekki sizt húsfreyjan. Það kom þvi að sjálfu sér, að þetta fólk eignaðist marga vini. Um árabil var það regla hjá okkur, að koma saman um eða eftir ára- mótin, og hafa eins konar kvöldvöku áður en farið var i verið. Þá var spilað, sungiö, dansað, farið i leiki og lesið Hjörleifur var maður vel liðinn trúr i öllum störfum og vandaður. Hann var i öllu heiðvirður og ærlegur maður. Það ætla ég vist, að Hjörleifur horfði fram á veginn, til betra og fegurra lifs. Slikra manna er jafnan gott að minnast. Tómas Arnason upp. Og blessaðir foreldrar okkar tóku þessu öllu vel, þótt það kostaði vöku- nótt, eða allt að þvi. Þau höfðu jafnvel ánægju af þessu lika, og man ég, þegar þetta var heima að þá tók pabbi þátt i söngnum lika og naut þess. Þá þekktist ekkert kynslóðabil og blessuð mamma hitaði kaffi og bar fram góðgerðir handa okkur. Eins var þessu farið á hinum bæjunum. Það var hliðrað til,svo að við gætum glaðst á þessari kveðjustund, áður en unga fólkið fór til vers. Og nú er Jóel aftur kominn heim i heiöardalinn, — kominn heim i leit að ró. Eitt er vist, góði vinur Jóel, við mun- um þig. Sál þin er umvafin kærleika frá okkur æskuvinum þinum, með hjartans þökk fyrir órofa tryggð og vináttu, sem þú auðsýndir okkur alla tið, guð blessi þig. Fyrir hönd æskuvina. M.J. 6 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.