Íslendingaþættir Tímans - 09.11.1974, Blaðsíða 7

Íslendingaþættir Tímans - 09.11.1974, Blaðsíða 7
Einar Bjarnason Stóra-Steinsvaði Hinn 26. júli sl. andaðist á sjúkra- húsinu á Egilsstöðum, eftir langvar- andi veikindi, Einar Bjarnason bóndi á Stóra-Steinsvaði i Hjaltastaðarþinghá. Vegna allnáinna kynna um langt árabil langar mig að minnast hans með nokkrum orðum. Fæddur var hann á Hallfreðar- stöðum i Hróarstungu 26/9 árið 1900. Foreldrar hans voru hjónin Steinvor Guðmundsdóttir og Bjarni Bjarnason. Voru þau þá vinnuhjú Jakobs Benediktssonar fyrrum prests að Hjaltastað, Miklabæ i Skagafirði og víðar. Höfðu þau komið með séra Jakobi norðan úr Skagafirði. Ættir þeirra voru norður þar, og kann ég þær ekki að rekja. Fárra vikna gamall var Einar tekinn i fóstur af Þóru Vilhjálmsdóttur á Straumi. Bjó hún þar ásamt bræðrum sinum nokkur ár eftir það. En siðar dvaldist hann með fóstru sinni á ýmsum stöðum i Tungu og HjaltastaðarþinghS. Hin siðustu ár sin dvaldist svo fóstra Einars i skjóli hans, þar sem hann var á vistum. Lét hann sér mjög annt um hana til siðustu stundar. Þegar Einar hafði aldur til gerðist hann vinnumaður. Meðal annars var hann 10 ár hjá Benedikt Kröyer á Stóra-Bakka og nokkur ár hjá séra Sigurjóni Jónssyni á Kirkjubæ. En þar kynntist hann konu sinni Sesselju Kristjönu Einarsdóttur frá Hrjót i Hjaltastaðarþinghá. Foreldrar hennar voru Einar Guðmundsson Oddssonar bónda i Kálfsnesgeröi og konu hans Onnu Bjargar Sigurðardóttur (af ætt Þorsteins Jökuls á Brú á Jökuldal), og kona hans Kristbjörg Kristjánsdóttir „Vopna” (af ætt Hákarla-Bjarna) og konu hans Sesselju Oddsdóttur Jóns sonar á Hreiðarsstöðum i Fellum. Uxu þar 9 systkin úr grasi, þar af 8 systur, er þóttu afbragð annarra kvenna á sinni tið. Er margt aíkoemenda þeirra um Hérað, og viðar á landinu. Þau Einar og Kristjana gengu i hjónaband vorið 1933, og byrjuðu búskap á Stóra-Steinsvaði sama ár. Bjuggu þau þar siðan til ársins 1973 er þau létu bú sitt og jörð i hendur syni sinum Stefáni Hilmari.En með honum veitir Kristjana nú búinu forstöðu. Þeim Einari og Kristjönu varð 8 barna auðið. Eru þau þessi, talin i aldursröð: Þóra, gift Birni Ágústssyni bónda á Móbergi, Bjarni kvæntur Þorbjörgu Henny Eiriksdóttur, búsettri i Egils- staöakauptúni, Einar Kristberg, kvæntur Daldisi Ingvarsdóttur, bóndi Hlégarði, Stefán Hilmar, ókvæntur bóndi á Stóra-Steinsvaði, Ástrún, sjúkraliði ógift, nú heima á Stóra- Steinsvaði. Eysteinn kvæntur Magneu Jónsdóttur, bóndi á Tjarnarlandi. Sesselja, gift Baldri Guðlaugssyni, búsett á Borgarfirði eystra. Steinvör, gift Magnússyni Guðmundssyni, búsett i Egilsstaðakauptúni. Astrún og Eysteinn eru tviburar og ennfremur Sesselja og Steinvör. Eru börnin öll hiö mesta dugnaðar- og myndarfólk og góðir Þjóðfélagsþegnar. Manni sinum reyndist Kristjana hinn besti lifsföru- nautur, enda mörgum eðliskostum búin, bókhneigð og hög á hendur. Tunguhreppur var eigandi Stóra- Steinsvaðs. Var þar jafnan tvibýli áður fyrr. En stuttu eftir að þau hjónin fluttu þangað, keyptu þau jörðina. Er hún landmikil og góð sauðfjárjörð. Er þar jarðsælt á vetrum um Skarðsás og Steinsvaðsfell, — sem er rismikill klettarani og sést viða að-, auk annarra svæða. Hin fyrstu búskaparár sin, og fram til þess er Mjólkursamlag K.H.B. var stofnaö 1959, bjuggu þau hjónin aðal- lega við sauðfé. Var það harðgert og beitarþolið. En þegar markaður fékkst fyrir mjólk, hófu þau jafnframt fram- leiðslu hennar til sölu. Eins og á öðrum jöröum kölluðu kröfur tímans á marg- vislegar framkvæmdir. Ibúðarhús var byggt áriö 1947, er það úr steinsteypu. önnur hús voru aukin og endurbætt eftir þörfum, og fyrir fáum árum var byggt stórt og vandað fjárhús og hlaða. Rætkun var aukin smátt og smátt hin fyrstu ár, enda þá ekki völ á stórvirkum tækjum, en þegar þau komu var hafizt handa i stærri stíl. Er nú túnið stórt orðið. Hafði Einar jafnan mikið yndi af ræktun alls konar. Á unglingsárum Einars fór ungmennafélags-hreyfingin eldi um hugi ungs fólks i landinu, Hreifst hann af hugsjónum hennar, og tðk virkan þátt i félagsstarfinu i sinni sveit, — Tungunni-, og var formaður ung- mennafélagsins þar um skeið. Var hann jafnan siðan mjög félagslyndur og virkuraðili i félagsmálum, þar sem hann átti búsetu. 1 Hjaltastaðarþinghá átti hann sæti i stjórn búnaðarfélags um árabil. Varadeildarstjóri Hjaltastaðardeildar K.H.B. var hann frá stofnun deildar- innar 1938-1954, og deildarstjóri frá þeim tima til 1965. Sat hann fjölmarga aðalfundi kaupfélagsins, og tók virkan þátt i fundarstörfum, enda vel máli farinn. 1 hreppsnefnd Hjaltastaðar- hrepps átti hann sæti i 12 ár. Þó hér sé ekki um tæmandi upptalningu að ræða, sýnir þetta að sveitungar hans báru traust til hans, og vildu hlýta forsjá hans I ýmsum efnum. Ekki naut Einar annarrar menntunar i æsku, en venjulegs fermingarundirbúnings. En Isléndingaþættir 7

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.