Íslendingaþættir Tímans - 09.11.1974, Blaðsíða 10

Íslendingaþættir Tímans - 09.11.1974, Blaðsíða 10
þau I sjóslysi fyrir sunnan land fyrir nokkrum árum. Auk þess höfðu þau Stefán og Stefánía móðir hans tekið i fóstur Jón Hjálmarsson frá Grims- stöðum og alið upp til fullorðinsára. Eftir að Stefán fór frá Sölvanesi, bjó hann um tveggja ára bil á heldur slæmu jarðnæði, fyrst i Hvammkoti i Tungusveit, siðan á Mælihóli á Efri- byggð. Þá var mjög erfitt um heyöflun þeim bændum i Lýtingsstðahreppi, sem sátu á smákotum eða jarðarhlut- um. En Stefán Rósantsson var úr- ræðagóður umsvifamaður og guggnaði ekki, þegar á móti blés. Og nú bjargaði það búskap hans, að þvi er hann sjálf- ur sagði, að hann hafði keypt hluta af Þorljótsstöðum i Vesturdal, svonefnda Runu, sem er afburðagott sauðland, og þangað fram eftir rak Stefán fé sitt. Runu hátti hann alllengi, en seldi siðan. Arið 1939 fluttist Stefán með fjöl- skyldu sinni að Gilhaga, er hann þá hafði keypt, og bjó þar alla tið siðan. Efnahagur hans mun ekki hafa verið góður á þeim tima frekar en margra annarra eftir þá krepputima, sem á undan voru gengnir. Og i Gilhaga þurfti margt að starfa, byggja og rækta likt og annars staðar. Hófst Stefán fljótlega handa, fyrst hægt og sigandi, en nú er rekið á Gilhaga stór- bú og jörðin vel húsuð. Stefán tók miklu ástfóstri við Gilhaga og gekk lengi með þá hugmynd að fá þar heimagrafreit handa sér og sinum, svo vænt þótti honum um staðinn, en ekki komst sú hugmynd i framkvæmd, enda var tekið fyrir leyfi til slikra grafreita. Stefán Rósantsson hafði gott bú- mannsauga, var glöggur á skepnur, einkum þó fjárglöggur, en jafnframt bjó hann yfir rikri hneigð til verzlunar. Um alllangt skeið, eftir að hann hóf búskap i Gilhaga, keypti hann og seldi fjöldann allan af hrossum, einnig kind- ur á stundum. Ei gerði hann þetta i gróðaskyni, heldur virtist hann lifa og hrærast i viðskiptum. Hann naut trausts manna i peningamálum, sjálf- ur treysti hann öðrum vel i þeim sök- um og var gott að eiga verzlun við hann. Manna var hann óliklegastur til að bregðást nokkru þvi, sem honum var til trúað. A þessum árum kynntist Stefán að sjálfsögðu fjölda manns i Skagafirði og nálægum sýslum, og hef ég engan hitt, sem ekki lá gott orð til hans. Stefán var svo sumrum skipti varð- maður við Blöndu, og vegna þess og viðskiptaferða sinna var hann oft laus við heima, þegar fram i sótti. Hann hélt sig ekki að opinberum sveitarmál- um, kunni þó vel að koma fyrir sig orði á fundum og hafði gaman af að blanda 50 ára Eyjólfur Sámsstöðum Þann 11. mai siðastliðinn átti Eyjólfur Jónsson bóndi á Sámsstöðum i Dölum fimmtugsafmæli. Af þvi til- efni langar mig til að festa nokkrar linur á blað og með þvi þakka honum og fjölskyldu hans allri margra ára vináttu og skemmtileg kynni. Ég hef oft átt þar leið um hlöð á undanförnum árum og óviða mætt slikum höfðingsksap og vinsemd og er þó góðu vanur. Eyjólfur er fæddur á Sámsstöðum, þar bjuggu foreldrar hans allan sinn búskap, þau Jón Jósepsson og Magnússina Böðvarsdóttir, sem bæði eru á lifi en brugðu búskap fyrir fáum árum og búa nú hjá dóttur sinni og tengdasyni i Búðardal. Eyjólfur hóf búskap á Sámsstöðum árið 1949 og kvæntist þá ölöfu Sigurðardóttur frá Efri-Langey. Það hefur mér skilizt á honum að hann teldi sinn mesta búhnykk þó margt hafi vel tekizt, og margir munu honum sammála þar. Fyrstu árin bjuggu þau á 1/4 hluta jarðarinnar og þurfti að byggja öll hús. Þá mun vinnudagur oft hafa verið langur, engjaheyskapur stundaður langt til falls. Nú aldarfjórðungi siðar hefur mikil breyting orðið, mikill sigur geði við fólk. Hann var gæddur fjör- mikilli frásagnargáfu og sagði „kost og löst af landinu” eins og Herjólfur forðum. Stefán Rósantsson var ekki mikill að vallarsýn, tæpur meðalmaður á hæð, grannur, liðlegur I hreyfingum og svo léttur á fæti fram á efri ár, að fágætt mátti kalla. Ég hygg hann hafi verið nálægt sjötugu, þegar ég sá hann ásamt léttleikakrökkum eltast við óþekkar kindur, og fannst mér hann hafa þar yfirburði. Hann var reglu- maður, notaði aldrei tóbak, hafði hins vegar ekkert á móti þvi að sitja við glas af vini, en ávallt var það i hófi. Stefán var heilsugóður löngum, þó þvarr honum þrek hin allra siðustu ár. Hélt hann þá mest kyrru fyrir heima og naut ágætrar umönnunar konu sinnar. 1 vetur sem leið lá hann um tima á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki, fór þá heim, en lagðit aftur á sjúkra- húsið síðastliðið vor og andaðist þar hinn 19. mai. Hann var jarðsettur á Reykjum að viðstöddu miklu fjöl- menni. Framhald á 4. siðu. Jónsson unnizt. Jörðin er nú öll I eigu þeirra og sonarins Sigurðar. Tún hafa þanizt úr og vélar tekið við hlutverki hestanna, byggingar reistar og bættar. Þessi saga gerist að visu um allar sveitir en þetta fólk á skilið virðingu samfélags- ins. Það er að tryggja afkomu og Hf komandi kynslóða en hlýtur sjaldnast daglaun að kveldi. Um búskaparafrek skal ekki fleira rætt að sinni, þvi trú min er að þau muni mörg vinnast enn. Eins verður hér að geta, sem ég hygg að hafi verið mikill gleðigjafi i dagsins önn, en það eru samskipti hans við hestana. Þeir hafa jafnan verið margir og góðir I búi hans auk þess sem hann hefur mikið tamið fyrir aðra. Hann hefur nú lengi verið framámaður I félagsskap hestamanna I Dalasýslu og i stjórn Glaðs. Ég vil að lokum geta þess, að fjölmennur hópur skyldmenna og tengdafólks úr Reykjavik kom vestur til hans i hópferðabil þetta hlýja malkvöld auk sveitunga og annarra vina. Þetta sýnir bezt vinsældir hjón- anna Eyva og Lóu og þann heiður áttu þau skilið. Kvöldið og nóttina 11. mai verður ógleymanleg gestum þeirra. Timinn leið við söng og gleði en söngurinn er ættarfylgja Sámsstaðafólks, þá sem oft áður fátt um falska tóna I friða grænkandi fjalladalnum, sem skartaði sinu fegursta til heiðurs afmælisbarninu. Kjartan Ölafsson islendingaþættir 10

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.