Íslendingaþættir Tímans - 09.11.1974, Blaðsíða 15

Íslendingaþættir Tímans - 09.11.1974, Blaðsíða 15
húnvetnskum sveitum i skógrækt, hefur hann lagt i þa ð mikla vinnu, unnið þar i öllum tómstundum sinum, sem hann hefur getað. Hann er búinn að setja þar niður yfir 40.000 trjá- plöntur af mismunandi tegundum. Beztan árangur hefur furan og birkið gefið, en jafnframt hefur lerkið reynzt vel. Arangurinn af skógrækt Jóns Pálssonar i Sauðanesi, er orðinn mikill. Hann hefur sýnt það og sannað að hægt er að rækta skóg i Húnaþingi með góðum árangri, þrátt fyrir það, að héraðið er skóglausasta sýsla landsins á liðandi stund. Jón Pálsson fékk langt frá þvi góðar undirtektir með ræktun sina i hún- vetnskum sveitum fyrst i stað. Fólk gerði jafnvel gys að starfi hans. En nú er þetta liðin tið, þegar séö er hver árangurinn er orðinn. Auðvitað mun hann koma enn betur i ljós á komandi árum. Margir sérfróðir menn hafa skoðað skógrækt Jóns i Sauðanesi, og lofað hana og árangur hans. En Jón Pálsson hefur lika unnið að fleiri ræktunarmálum. Hann hefur um árabil starfað i Garðyrkjufélagi Islands, sem er eitt elzta félag landsins. Hann var um tima varafor- maður þess, en er nú formaður. Félagið vinnur mjög merkilegt starf og veitir fólki margskonar leiðbeiningar um ræktun nytja- og matjurta. Það er fyrst og fremst félag áhugamanna, og er mótað og skipu- lagt til þess. Félagsmenn safna árlega fræi og skiptast siðan á fræi á hverju vori. Einnig flytur það inn blómlauka og selur félagsmönnum þá á kostnaðarverði. Það gefur llka út timarit um garðyrkjumál, og er það hið merkasta. Jón Pálsson er mjög vel að sér i grasafræði og kann ógrynnin öll af lat- neskum nöfnum á islenzkum jurtum. Hann er sannur unnandi Islenzks gróðurs af natni og umhyggju, jafn- framt af menntun og kunnáttu. Hann ræktar fjölskrúðugan og nytjamikinn garð við hús sitt, og hef ég grun um, að hann stundi þar tilraunir með gróður- setningu og ræktun jurta, jafnt til yndisauka og til matar, jurta, sem ekki hafa áður verið gróðursettar i islenzka mold. Æskuhugsjónir Jóns Pálssonar um ræktun landsins, friðun þess og verndun fyrir ofbeit og ofnytjun, hafa aldri fölnaö, fremur tendrast nýjum eldi við hverja athöfn, hvert starf og kynningu. Störf hans i þágu ræktunarmála eru orðin mikil, merki- leg og merk. Skógrækt hans i hinu islendingaþættir forna Sauðanesi norður við Laxá við botn Húnafjarðar, sýnir vel, að það er hægt að rækta skóg með góðum árangri i húnvetnskum héruðum. Hann vex þar jafnvel og á dögum Ingimundar gamla. Veður Dumbs- hafsinserhonum jafnholltog þá. Hann er þar jafn til nytja og á öðrum ströndum Hafsbotna. A komandi tímum verður lundur Jóns Pálssonar i Sauðanesi leiðarljós komandi kynslóðum i húnvetnskum sveitum i skógræktar- og öðrum ræktunar- málum héraðsins. Ég óska Jóni Pálssyni og fjölskyldu hans til hamingju á þessum merku timamótum. Ég vona, að hann eigi eftir að una mörgum stundum I lund- inum sinum fagra i Sauðanesi, gróður- setja þar margar trjáplöntur, sjá þær dafna og hækka, teygja sig móti sól og sumri, njóta norrænna skilyrða af fullum mætti. A komandi árum mun lundur hans minna aldna og óborna á ásjónu Kólkumýra og Asa, eins og hún var á árdögum byggðarinnar i land- inu. Jón Gíslason 75 ára Jóhanna Friðriksdóttir í Hvallátrum Þann 19. október siðastliðinn átti Jó- hanna Friðriksdóttir húsfreyja i Hval- látrum á Breiðafirði 75 ára afmæli. Hún er fædd I Traðarbúð i Staðar- sveit, dóttir hjónanna Friðriks Ágústs Kristmundssonar og Elinar Guðrúnar Jónasdóttur. Er Jóhanna var á 4. ári, fluttu for- eldrar hennar til Vesturheims. Fór hún þá til hjónanna Gisla Krist- jánssonar og Jóhönnu ólafsdóttur að Skógarnesi I Miklaholtshreppi og ólst þar upp til 16 ára aldurs, er hún fluttist i Hvallátur til dvalar þar vetrarlangt, en þangað flutti hún alfarin haustið 1918. Vorið 1920 giftist hún Aðalsteini Ólafssyni Bergssveinssonar bónda og bátasmiðs i Hvallátrum, en sambúð þeirra varð skammvinn, þvi að hann drukknaði i Breiðafirði vorið 1923. Eftir það dvelur Jóhanna á heimili Ólafs. En haustiö 1932 giftist hún seinni manni sinum og fóstursyni Ólafs, Jóni Danielssyni. Þau hófu búskap I Hvallátrum voriö 1937 og hafa búið þar siðan. Hér hefir verið farið fljótt yfir sögu og aðeins drepið á fáein atriði i ævi Jó- hönnu, enda verða þau ekki rakin I stuttri afmælisgrein. En þess skal aö lokum getiö, að hún á 6 börn og stóran hóp barnabarna. Heimilið I Hvallátrum hefir lengi veriö lofað fyrir höfðingsskap og gest- risni, og á húsfreyjan ekki sizt það lof skilið. Jóhanna er greind kona og glaðlynd og hefir ánægju af að taka á móti gest- um, sem aö garði ber, og ræöa við þá. Það er þvi auðskilið, að mönnum þykir gott að koma i Látur, eins og heimili þeirra hjóna er jafnan kallaö. Eins og gildir um islenzkan sveita- búskap almennt, krefst eyjabúskapur- inn stöðugrar árvekni og atorku, ef vel á að vera. Og vissulega hefir Jóhanna gengið fram i önn dagsins af dugnaði og ósér- hlifni, en jafnframt sýnt mönnum sem málleysingjum hjálpsemi og nær- gætni, svo að til fyrirmyndar er. Við þessi timamót I lifi Jóhönnu vil ég þakka henni fyrir magháttaða að- stoð og drengskap i minn garð. Og ég veit, að um land allt er fólk, sem hugs- ar til hennar meö hlýhug og þakklæti fyrir góð kynni og trygga vináttu og tekur heils hugar undir óskir minar og konu minnar henni til handa um farsæld og hamingju á ókomnum árum. Ólafur Danielsson. 15

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.