Íslendingaþættir Tímans - 22.11.1975, Blaðsíða 7

Íslendingaþættir Tímans - 22.11.1975, Blaðsíða 7
Kristrún Magnúsdóttir frá Glerár- skógum i Dalasýslu og Eggert bóndi i Skálholtsvik i Strandasýslu, kona hans er Þórgerður Sigurjónsdóttir, sem þar er fædd og uppalin. Allt er þetta hið myndarlegasta fólk og nýtir þjóð- félagsþegnar. Guðmundur var mikill að vallarsýn og gjörvulegur maður. Hann var með sterkustu mönnum i héraðinu, eins og sjá má af þvi að hann tók upp og bar hina frægu kviahellu á Húsafelli þegar hann var átján ára gamall. En þvi miður naut Guðmundur ekki krafta sinna eins og efni stóðu til. Um miðjan aldur varð hann fyrir þeim illu örlög- um að missa heilsuna og varð aldrei sami maður aftur. En verklagni hans var hin sama. Honum var sérstaklega lagið að smiða úr járni. Smiðaði hann skeifur og annað það, sem til búsins þurfti og fórst það allt prýðilega ur hendi. Hefði sjálfsagt orðið góður iðnaðarmaður ef hann hefði lagt út á þá braut. Voru þau öll systkin miklar og lagnar verkmanneskjur, sem verið hafði faðir þeirra og móðir. Guðmundur unni landinu, jörðinni. Þegar á unga aldrei gerðist hann mik- ill jarðræktarmaður. Bera túnin á jörð hans vitni um vandvirkni. Lagði hann metnað sinn i að jörðin væri vel unnin og flögin slétt og með réttum halla. Hann mun hafa verið með þeim fyrstu, er unnu á dráttarvélunum gömlu með járnhjólunum við jarðrækt. Voru það nokkur vor og haust, sem hann stund- aði þá vinnu á ýmsum bæjum i Borg- arfirði. Honum lét sá starfi vel, bæði sem jarðræktarmanni og vélstjóra. Hann hafði gott vit á vélum og meðferð þeirra. Það er heldur ekki ofmælt að Guðmundur hafi verið mikill land- græðslumaður. Guðmundur var að eðlisfari hlé- drægur maður. Það varð því ekki hlut- skipti hans að starfa að opinberum málum samfélagsins utan þátttöku hans á yngri árum i ungmennafélagi sveitarinnar, er hánn unni sveitinni og þeim jarðvegi, er hann var sprottinn úr. Hann naut heimilisins og sinnar góðu konu, sem var honum ómetanleg- ur styrkur i veikindum hans og erfið- leikum lifsins, þrátt fyrir það, þó að hún á sama tima gengi ekki heil til skógar. Hún stóð gegn öllu andstreymi með óbilandi kjarki og viljaþreki. Ahtthagatryggðin hefur oft orðið sterkari en löngun i gull og gersemar. Gylliboð kaupstaðalifsins freistuðu aldrei Guðmundar. Hann stóð á meðan stætt var við sitt hlutskipti og vel það. Færi betur að fleiri væru slik- ir. Þökk sé honum fyrir það. Mér er það sérstaklega i huga hversu handtak Guðmundar var þétt islendingaþættir Júlíus Jónsson Hítarnesi Að kveðjustundu komið er, það klökknar hugurinn. Þinn lifsins vegur lokast hér. Við lofum sigurinn. Þú áttir jafnan heilan hug, og hollust gaístu ráð. Hjá þér fann enginn brest né bug um baráttunnar láð. Og börnin áttu öruggt skjól og yl við barminn þinn. Með litla hönd i hönd um hól fór hollur ráðgjafinn. Nú eru færðar þakkir þér við þessa kveðjustund, og minningarnar mætas't þér, en móða byrgir sund. Ó, Drottinn Guð, við þökkum þér, sem þreyttum veittir fró. Að njóta hvildarinnar er hjá alföðurnum nóg. Laugardaginn 23. ágústfylgdum viö, ættingjar og vinir, Juliusi Jónssyni frá Hitarnesi til grafar, en hann lézt að heimilisinu 16.sama mánuð, þá nýlega niræður, eða 23. júli 1975. Er ég nú að leiðarlokum lit til baka og rifja upp brot úr ævi hans, er úr vönduaðráða.svo margt væri hægt að segja, en hér verður aðeins um smá- brot að ræða. Hans ætt og uppruna þekkja margir, svo og hvaða persónu hann hafði að geyma. Hann var ekki svona i dag og öðruvisi á morgun, nei, hann lét sam- og innilegt þar sem hann stóð á hlaðinu og bauð gesti velkomna eða árnaði þeim fararheilla með sinni sterklegu hönd og sérstöku áherzlu. Nú hefur hann verið kvaddur hinztu kveðjunni. Guðmundur var kvaddur af miklu fjölmenni, sveitingum, vinum, frænd- um og skylduliði i bezta veðri þriðju- daginn 2. sept. sl. frá Reykholtskirkju. Blessuð sé minning hans. Guðjón Bj. Guðlaugsson Efstasundi 30. tiðina ekki rugla sig i riminu. Hann ávann sér lika traust samferðamanna sinna með orðheldni sinni og heiðar- leik, sem ekki brást, svo ég viti. Minnist ég þess, að eitt sinn seldi hann ungum manni hest, en leið hon- um um greiðslu til ákveðins tima. En það dróst nokkuð lengur en um var tal- að, að peningarnir kæmu. Sendi hann þá þessum unga viðskiptavini sinum eftirfarandi visu. Hitti hún beint i mark, þvi að greiðslan kom i næsta pósti. Visan er svona: Það er brýnust bending min, og ber þig sizt i vanda. Láttu ei tinast loforð þin lofaðu þeim að standa. Þannig lét þessi mikli hugmaður lip- urð og skynsemi ráða. Hann sáði trausti og uppskar traust. Hér fór lika mikill gæfumaður, sem byggði upp sitt stóra heimili. Hann byrjaði með tvær hendur tómar, en skilaði miklu dags- verki i hendur næstu kynslóðar. Mætti ég eiga ósk til handa afkom- endum hans, þá yrði hún sú, að þeir hefðu hann sér til fyrirmyndar i stund- visi, reglusemi, heiðarleika og frjáls- mannlegri íramkomu. Þá væri vel. Nú ert þú þá kvaddur af f jölmörgum vinum þinum og ættingjum með virö- ing og þökk.

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.