Íslendingaþættir Tímans - 22.11.1975, Blaðsíða 8

Íslendingaþættir Tímans - 22.11.1975, Blaðsíða 8
Einar Guðnason Hafnarfirði Fæddur 18. mai 1908, Páinn 19. september 1975. „Af eilifðar ljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort lif, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri ieiðir. Og upphiminn fegri’ en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir.” Einar Guðnason bifreiðastjóri hjá Rafveitu Hafnarfjarðar er látinn. Hann er fæddur i HafnaFfirði 18. maí 1908, sonur hjónanna Kristrúnar Einarsdóttur og Guðna Benediktsson- ar sjómanns, sem þar áttu heima. Foreldrar Kristrúnar voru Jóhanna örnólfsdóttir, ættuð af Vatnsleysu- strönd og Einar Einarsson frá Þverá á Slðu, en foreldrar Guðna þau Benedikt Jóhannesson frá Breiðabólsstað i Vesturhópi og Kristin Guðnadóttir. önnur börn þeirra Kristrúnar og Guðna voru Jóhanna Eina, sem látin er fyrir nokkrum árum, hún var gift Matthiasi Kjartanssyni i Kópavogi, Benedikt, sem kvæntur er Þuriði Guð- jónsdóttur búsettur i Hafnarfirði, og Laufey, gift Þorsteini Eyjólfssyni i Hafnarfirði. Þeir Einar og Benedikt voru tviburar. Guðni, faðir Einars, drukknaði árið 1912, er Geir fórst með allri áhöfn. Stóð þá Kristrún ein uppi með börnin sin 4 kornung, hið yngsta á öðru ári. Það væri þess vert að rekja hvernig hún lét hvergi bugast i þessu mótlæti, en kom börnum sinum til manns með mikilli prýði á þeim tim- um, sem félagsleg aðstoð á okkar mælikvarða var ekki fyrir hendi. Sú saga verður þó eigi sögð hér. Krist- rúnu bauðst að senda annan son sinn til fósturs að Kaldárholti i Holtum og varð það að ráði, að Einar fór þangað og ólst þar upp á mannmörgu heimili við venjuleg sveitastörf. 18 ára flyzt hann svo til Hafnarfjarðar og næstu árin stundaði hann ýmsa vinnu til sjós og lands, togarasjómennsku, kaupa- vinnu á sumrum og bifreiðaakstur.En siðustu 30 ár ævi sinnar var hann bif- reiðastjóri hjá Rafveitu Hafnarfjarð- ar, og hygg ég að i hugum margra Hafnfirðinga séu þeir Einar og raf- veitubillinn ein af sterku og sjálfsögðu 8 myndunum úr bæjarlifinu. Einar var samviskusamur starfsmaður, gekk glaður til verks og bar þvi á siðustu mánuðum, er heilsu hrakaði ugg i brjósti um, að hann yrði að ljúka starfsævi sinni fyrr en skyldi og una við minni umsvif I framtiðinni. Honum gafst það nú að falla frá mitt i dagsins önn og hygg ég að þau málalok hafa verið honum mjög að skapi. Einar naut ekki skólamenntunar umfram venjulega barnafræðslu þeirra tima. Mun þó hugur hans hafa staðið til frekara náms þótt aðstæður leyfðu eigi, enda var hann bráðgreind- ur. Hann bætti sér þetta upp eftir föng- um með sjálfsmenntun, las feiknin öll og átti sjálfur góðar bækur. Islend- ingasögur gat hann vitnað i hvar sem var og haft yfir heila kafla úr þeim af munni fram. Einnig hafði hann mikið yndiaf ljóðum lærði þau og var sjálfur ágætlega hagmæltur, þótt hann færi mjög dult með það. Einar var ekki maður sundurgerðar né prjáls og bar ekki tilfinningar sinar á torg. öll sýndarmennska var honum andstyggð. En hann var hinn ágætasti félagi og gulltryggur vinum sinum. Hann tók virkan þátt i starfi Bridgefé- lags Hafnarfjarðar og Stangaveiðifé- lags Hafnarfjarðar og veiðiskapur og íerðalög voru hans helzta yndi, enda var hann mikill náttúruunnandi. Fyrir nokkrum árum vorum við ferðafélag- ar norður Sprengisand og suður Kjöl. Þessi ferð er ekki sist ógleymanleg vegna samfylgdarinnar við Einar, sem þekkti örnefni, staði og sögu hvers áfanga og miðlaði okkur honum. Ég minnist hans i tjaldstað við Seyðisá, þar sem árnar Beljandi og'Þegjandi falla hvor sinu megin og ég get enn heyrt hann raula þar fyrir munni sér vfsuna: Langt til veggja heiðið hátt hugann eggja bröttu sporin. Hefði ég tveggja manna mátt mundi ég leggjast út á vorin. Einar giftist ekki og eignaðist ekki börn. En seint verður metin til fulls sú vinátta er hann sýndi sonum Laufeyj- ar systur sinnar, en á heimili hennar átti hann löngum athvarf. Siðar nutu sonarbörn hennar þessarar sömu um- hyggju. Það er margur vandinn stór i barnshuganum, þótt hinum fullorðnu þyki um hégóma að ræða. En alltaf var hægt að leita til Einars frænda, sem leysti eftir getu úr hverjum vanda, hvort sem vantaði spýtu I dúfnakofa eða hjójl undir bil. Marga áramótabrennuna hljóð hann með börnunum minum, er þau voru i bernsku, sonum minum kenndi hann að kasta fyrir silung og marga ferðina fóru þau i bilnum hans Einars frænda eða til að heimsækja hann. Aldrei minnist ég þess að óþolinmæði gætti hjá honum yfir öllu þeirra kvabbi og öll þeirra vandamál voru einnig hans. Fyrir alla vináttu hans við mig og mina vil ég að leiðarlokum þakka. ,,Og allt það bezta er um þig verður sagt I einni setning: Þú varst góður maður.” Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir. islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.