Íslendingaþættir Tímans - 20.03.1976, Blaðsíða 4

Íslendingaþættir Tímans - 20.03.1976, Blaðsíða 4
voru Guðni, bóndi þar, Einarsson, bónda á Valdasteinsstöðum i Hrúta- firði, Guðnasonar, Einarssonar frá Kjalvararstöðum i Reykholtsdal, og kona hans,Guðrún Jónsdóttir, bónda i Hvituhlið i Óspakseyrarhreppi, Jóns- sonar. Er séra Einar var á þriðja ári, missti hann móður sina, og er hann var þrettán ára gamall, andaðist faðir hans. Þannig þurfti hann sem barn að reyna sára sorg og ástvinamissi. Eftir lát móður sinnar, var honum komið i fóstur að Fjarðarhorni i Hrútafirði til Guðmundar Ogmundssonar, bónda þar,og Kristinar, systur hans. Þarólst hanniupp á myndar- og menningar- heimili og naut i rikum mæli ástríkis þeirra og handleiðslu. Bar hann jafnan til þeirra mikinn kærleiks- og ræktar- hug og reyndist þeim i hvivetna góður fóstursonur. Þegar heilsa þeirra syst- kina bdaði og aldur færðist yfir, tók hann þau á heimili sitt. Áttu þau hjá honum öruggt og hlýtt skjól á ævi- kvöldinu og hvila bæði i Reykholts- kirkjugarði. Snemma kom i ljós, að séra Einar var góðum gáfum gæddur og með af- brigðum fróðleiksfús og bókhneigður. Honum var þvi komið til mennta. Hann stundaði nám i Gagnfræða- skólanum á Akureyri og lauk þaðan prófi árið 1921. Hann tók stúdentspróf utan skóla við Menntaskólann i Reykjavik árið 1924. Þá stundaði hann kennslu i' eitt ár, en hóf siðan nám i guðfræði, svo sem margir skólafélag- ar hans. En það er með eindæmum, hversu margir úr stúdentaárgangin- um frá 1924 stunduðu guðfræðinám og urðu prestar. Höfðu þeir mikil áhrif i kirkjulifi þjóðarinnar á öðrum þriðjungi þessarar aldar og reyndar lengur. Séra Einar lauk guðfræðiprófi frá Háskóla Islands vorið 1929. Næsta vetur var hann við kennslustörf i Reykjavik, en vorið 1930 urðu þýðingarmestu hvörfin i lifi hans, er hann var settur prestur i Reykholts- prestakalli og vigður i Dómkirkjunni i Reykjavik hinn 18. mai það ár. Árið eftir fékk hann veitingu fyrir Reyk- holti og þjónaði þvi æ siðan við miklar og vaxandi vinsældir til 1. nóvember 1972, er hann fékk lausn frá embætti fyrir aldurs sakir. Auk Reykholts- prestakalls hafði hann um skeið á hendi aukaþjónustu i Hjaröarholts- og Norðtungusóknum i Stafholtspresta- kalli og Bæjar- og Lundarsóknum i Hvanneyrarprestakalli. Þá var hann prófastur i Borgarfjarðarprófasts- dæmi frá 1966-1972 og gegndi fyrstur manna prófastsstörfum i héraði eftir sameiningu Mýra- og Borgarfjarðar- prófastsdæma árið 1970. Auk prestsþjónustunnar var séra 4 Einar kennari við Héraðsskólann i Reykholti frá stofnun hans árið 1931 og til ársins 1966, eða i 35 ár. Aðal- kennslugrein hans var saga, en auk þess kenndi hann nokkuð islenzku, dönsku og landafræði. Hann var góður og vel metinn kennari, sem nemendur virtu og dáðu og báru mikið traust til. Þá skal þess getið, að hann annaðist helgistundir i skólanum á hverjum morgni hvern virkan dag, þar sem hann flutti hugleiðingu og bæn eða las upp, bæði Guðs orð og annað, sem var fagurt og mannbætandi. 1 skólanum var jafnan sérstök stund i upphafi hvers skóladags, þar sem sunginn var sálmur og ættjarðarljóð, lesið upp eða flutt hugleiðing og beðið fyrir starfi dagsins. Þessar stundir höfðu góð áhrif og voru uppbyggilegar og hollar hinum ungu nemendum á viökvæmu aldurs- og þroskaskeiði. Slikar stundir hafa tvimælalaust mikið uppeldislegt gildi og stuðla að mannrækt og mann- bótum. Þeir skólar fara þvi mikils á mis, sem aldrei eiga helga og kyrra stund til tilbeiðslu og ihugunar. Eftir að séra Einar lét af kennslu- störfum við Reykholtsskóla, gerðist hann formaður skólanefndar og var jafnframt prófdómari við skólann sið- ustuárin. Þá var hann fyrsti formaður skólanefndar Kleppjárnsreykjaskóla og var um langt skeið formaður Fræðsluráðs Borgarf jarðarsýslu. Fleiri trúnaðarstörf voru falin forsjá hans.sem hér verða ekki upp talin. En öll þessi störf leysti hann af hendi af alúð og ljúfmennsku, fórnfýsi og góð- vild. Arið, sem séra Einar lét af embætti, var hann sæmdur riddarakrossi hinn- ar isl. Fálkaorðu fyrir giftudrjúg og blessunarrik störf sin að skóla-, kirkju- og menningarmálum. Var sú viðurkenning mjög að verðleikum veitt og gladdi hans góða og barnslega hjarta. Hinn 1. júli árið 1933 kvæntist séra Einar eítirlifandi eiginkonu sinni, frú önnu Bjarnadóttur, dóttur hins kunna og mikilhæfa fiskifræðings og yfir- kennara, dr. Bjarna Sæmundssonar, og konu hans, Steinunnar önnu Sveinsdóttur frá Búðum. Frú Anna er fjölmenntuð og gáfuð kona og i hópi mikilhæfustn og ágætustu kvenna þessa lands. Hún var honum ómetan- leggæfa og styrkur og mesta hamingj- an i lifi hans. Alla tið voru þau hjónin mjög samrýmd og hamingjusöm. Heimili þeirra var mikiö menningar- og rausnarheimili, þar sem jafnan var mjög gestkvæmt. Þar var öllum jafn vel og ástúðlega tekiö, jafnt kotungn- um smáa sem konungum norrænna þjóða. Það fundu allir, sem til prests- hjónanna komu, að þó að stofurnar væru litlar, þá var gestrisnin einstök, viðmótið hlýtt, hjartarúmið mikið og sál húsbændanna stór og vitur. Þau hjónin eignuðust fimm börn, þrjár dætur og tvo syni. Tvær dæturn- ar misstu þau kornungar, en hin börn- in þrjúeru á lifi. Eru þau vel menntuð, gott fólk og traust, og hafa tekið i arf gáfur og mannkosti foreldra sinna. Þau eru: 1. Bjarni, viðskiptafræðingur, bæjar- stjóri á Akureyri, kvæntur Gislinu Friðbjörnsdóttur úr Reykjavik. 2. Steinunn Anna, menntaskólakenn- ari, gift Heimi Þorleifssyni, kennara og sagnfræðingi. 3. Guðmundur, viðskiptafræðingur, deildarstjóri i fjármálaráðuneytinu, kvæntur Dóru Sigurðardóttur úr Reykjavik. III Séra Einar Guðnason var óvenju- lega hlýr maöur i öllu viðmóti og við- kynningu. Ef ég ætti að lýsa honum með tveimur orðum, þá væru það orð- in hlýjaog mildi.Hlýjan og mildin ein- kenndu hann sem mann, prest og sálu- sorgara og sem kennara. Handtakið var ávallt hlýtt, svipurinn mildur og vitnaði um göfgi og drenglyndi. Augun voru blið og hrein og brosið bjart og bróðurlegt. Þrátt fyrir það var honum gefin fremur ör lund, og stundum gat honum hitnað i hamsi. ,,Og þó var hann barn, sem beygði sin kné, þar sem blómið greri og tárið hné, sem elskaði sálnanna innstu vé og allt, sem að þar var falið, og alltaf fann til, þar sem andvarpsté, og eitthvað var beygt og kalið.” Séra Einar Guðnason var gæddur rikri samúð með öllum, sem áttu bágt. öllu hinu smáa og veika. Hann vildi græða mein manna og þerra tárin, hvar sem hann vissi þau hniga. Hann var bænheitur maður. Bænin var hon- um ekki aðeins lykill að Drottins náð, heldur einnig og um leið lykill að lækn- ingu og lausn sjúkdóma og sorga margra sóknarbarna hans og vina. A þvi sviði vann hann merkileg störf. einkum hin siðari ár prestsþjónustu sinnar. Eiga margir honum mikla þökk að gjalda, er þeirrar þjónustu nutu. Hann var einlægur trúmaður og kærleiksrikur mannvinur, sem bar góðvild og bróðurhug til allra. Þetta vissu og reyndu sóknarbörn hans: Þess vegna þótti þeim vænt um hann og sýndu honum virðingu og traust. Safnaðarfólk hans gat treyst þvi, að i '.sóknarpresti sinum átti það hlýjan islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.