Íslendingaþættir Tímans - 20.03.1976, Blaðsíða 5

Íslendingaþættir Tímans - 20.03.1976, Blaðsíða 5
Hugur vor bindist þér, himneska mynd, sem háfjallið ljómar, þess rót og þess tind, sem oft lézt i fólksins framtiðarverki eitt frækorn smátt eiga voldugan þátt. Láttu vor frækorn lifna og dafna, láttu þau vaxa og eining þeim safna. Skapaðu úr klakanum læk og lind og lifsflóð úr jökulsins serki. Glæddu i brjóstunum bróðerni og sátt, bræddu úr heiftinni kærleikans mátt. Hreinsaðu landið með heilnæmum anda, en horfðu i náðá allt kúgað og lágt. Ljómaðu i hjörtunum ljóssins merki, hjá landslýð, hjá valdsmanni og klerki. bróðurog hollvin, andlegan leiðtoga og föður, sem var stór þáttur i hamingju þess, var með þvi i gleði þess og sorg, bar birtu kærleika og trúar inn i lif þess og sýndi þvi ávallt hlýju og mildi. Hlýja og mildi, fegurð og birta ein- kenndu öll prestsverk hans, sem hann framkvæmdi smekklega og af mikilli nærfærni og einlægu hjarta. Hlýja og mildi, kærleikur, trú og von voru sterkustu þættirnir i prédikunum hansog öðrum ræðum. Vissulega voru margir mælskari og meiri ræðumenn en hann, en hann talaði i kirkjunni um trú og von á tungu, sem hjörtun skildu. Hann talaði frá hjarta til hjartna. Hjörtu mannanna lásu mál hans og skildu. Séra Einar gaf jafnan mikið af sjálf- um sér, sinni miklu þekkingu og trú og sinu góða og hlýja hjarta. 1 návist hans 'e>ð öllum vel. Þar nutu menn ávallt m>killar fræðslu og uppbyggingar, uvort heldur var á heimili hans eða i kirkju. Frá honum fóru menn fróðari °g betri og hreinni i hjarta. IV Hegar ritað er um séra Einar Huðnason látinn, þá er svo ótal margs a& minnastog margt að þakka. Ég ber H' hans meiri þakkarhug en flestra annarra manna, sem ég hef kynnzt i lifinu. Ég og við fermingarbörnin hans minnumst hans með þakklæti sem elskulegs fermingarföður, er lagði biýja hönd sina á höfuð okkar við altari kirkjunnar a fermingardaginn, m*lti til okkar mildum og föðurlegum orðum og hafði yfir ritningarorðin, kem hann hafði valið, okkur til leið- beiningar i lifinu. — Ég minnist hans sem hins vinsæla, réttsýna og dreng- ynda kennara, scm þótti vænt um nemendur sina, var félagi þeirra og v>nur, miðlaði þeim af sinum mikla róðleik og sýndi þeim inn i menningu °8 heim horfinna kynslóða. ^gminnistmeðmikilli þökk margra an®gjustunda á heimili hans og sam- siúrfs og samfunda við hann. Slikar stundir voru ávallt bjartar og hlýjar ngnaðarstundir. % minnist séra Einars sem mikil- ®fs og mikilsmetins starfsbróður og Clnnig Sem hins sivökula og fórnfúsa Samstarfsmanns i skólanefnd Héraðs- shólans i Keykholti. Ég minnist hans sem hins elskulega og ágæta prófasts ér i Borgarfirði. Prófastsstörfunum i»eimdi hann af sömu ljúfmennskunni, ýjunni og mildinni eins og öðrum °rlum,sem honum voru falin i lifinu. Hegar hann stjórnaöi sinum siðasta 'éraöslundi i Keykholtskirkju árið '2. lauk hann setnihgarræðu sinni nieð þessum orðum Einars Benedikts- sonar; íslendingaþættir Þessi orð skáldsins voru eins og töl- uð út úr hans eigin hjarta. Þau vildi hann gera að sinum Wðum, sinni'bæn og von. Hann vildi, að við mennirnir mættum bindast hinni himnesku mynd, Guði ljóssins og kærleikans. A þessum fundi lét hann einnig 1 ljós þá von, að það mætti hlýna um alla menn, alla, sem vildu reyna að koma góðum málum fram, þvi sem væri gott fyrir lif og eilifð. Sjálfur vann hann og fórn- aði i þágu hins góða og var ávallt hlýtt um hann og bjart yfir honum. Þegar séra Einar Guðnason flutti sina kveðjuguðsþjónustu i Reykholts- kirkju sunnudaginn 5. nóvember 1972, þá man ég, að hann lagði út af og hafði sem yfirskrift þessi orð Heilagrar ritn- ingar: „Lofaður sé Guð, er eigi visaði bæn minni á bug, né dró miskunn sina i hlé við mig.” Með þessum orðum vildi hann þakka Guði, sem hafði bænheyrt hann og gefið honum mátt og miskunn starfsárin mörgu og góðu i Reykholti. Glaður og þakklátur horfði hann yfir liðinn starfsdag, og vongóður beið hann ævikvöldsins, fullviss um föður- vernd Guðs. V. Séra Einar Guðnason andaðist i Landspitalanum i Reykjavik að kvöldi hins 14. janúar. Jarðarför hans fór fram frá Reykholtskirkju laugardag- inn 24. janúar að viðstöddu mjög miklu fjölmenni, en daginn áður var kveðju- athöfn i Dómkirkjunni i Reykjavik, og var þar einnig mikið fjölmenni við- statt. Á útfarardegi hans var mikil kyrrð og friður yfir Reykholti. Þrátt fyrir kulda vetrar og snævi þakta jörð, þá var lognið svo mikið, að islenzki fán- inn, sem dreginn var i hálfa stöng á liötinni við skólann, blakti ekki. Það rikti blær djúprar alvöru og einlægs saknaðar yfir kveðjustundinni, þegar þessi góði maður og göfugmenni var lagður til hinztu hvildar. Mér komu i hug orð skáldsins um annan vinsælan prest og prófast i Reykholti: Drúpir nú i raunum Reykholtsdalur orpinn fönnum yfir öðlings liki. Svifur svartblár og sorgarþrunginn heljarbakkinn yfir hvitri storð. Grætur þar hver góður göfugmennis brostið i brjósti bróður hjarta. Syrgir söfnuður, syrgir hérað, harmar ættjörð einn af óskmögum. , Séra Einar Guðnason var vissulega einn af óskmögum fslands, en fyrst og fremst var hann óskmögur Reykholts og Borgarfjarðar. Að Reykholti kom hann ungur. Þar vildi hann una ævi sinnar daga . Og þar vann hann allt sitt merka og góða lifsstarf. Hann þjónaði Reykholti lengur en nokkur annar prestur siðast liðin þrjú hundruð ár, og alit frá siðaskiptum munu aðeins tveir prestar hafa setið staðinn lengur en hann. t Reykholti þjónaði hann þeim tveimur þáttum, sem áttu sterkust itök i lifi hans. Það voru trúin og sag- an. í hans huga voru trúin og sagan tvær systur, tvær mikilvægustu greinarnar i lifi mannkyns. Hann var tvimælalaust einn af sögufróðustu mönnum þessa lands. Og það var ómetanlegt fyrir sögustaðinn Reykholt að eiga slikum sagnfræðingi á að skipa. Séra Einars Guðnasonar mun verða minnzt i sögu Reykholts sem þess manns, er átti sinn mikla og blessunarrika þátt i þvi að hefja stað- inn upp sem mennta- og skólasetur. Það verður naumast um það deilt, hversu mikil gæfa það var Héraðs- skólanum i Reykholti, að séra Einar og hans ágæta, vel menntaða og glæsi- 5

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.