Íslendingaþættir Tímans - 20.03.1976, Blaðsíða 10

Íslendingaþættir Tímans - 20.03.1976, Blaðsíða 10
Sigríður Sigurðardóttir Sólheimatungu Fagurt er i Sólheimatungu i Borgar- firði á kyrru sumarkveldi, Norðuráin liðast spegilslétt og lygn milli viðáttu- mikilla, grösugra valllendisbakka, mjúkar linur landslags og býlin þekku blasa við sjónum — og i fjarska fjalla- hringurinn, tiginn og fagur. A þessum indæla stað, með sliku umhverfi, skipaði frú Sigriður Sigurðardóttir, húsmóöursessinn um áratugi. Hún var fædd 26. janúar 1892, dóttir hjónanna Sigurðar Magnússonar og Guðrúnar Tómasdóttur, en lengst bjuggu á Stóra-Fjalli i Borgarhreppi og ólst þar upp. Sigriður var við húsmæðranám i Danmörku og einnig lærði hún fata- saum i Reykjavik. Vann hún við saumaskap um nokkurra ára skeið frá heimili sinu á Stóra Fjalli og i Reykjavik. Arið 1926 giftist Sigriður Tómasi Jónassyni óðalsbonda i Sólheima- tungu. Varð þeim fjögurra barna auðið, sem öll eru á lifi — myndarlegt og vel gefið fólk. Sólheimatunga er i röð fremstu býla i hinu ágæta Borgarfjarðarhéraði, grösugar engjar og viðlendar og nú á siðari árum ræktun mikil og gagnsöm. Búskapur i stórum stil hefur ávallt verið rekinn i Sólheimatungu og fyrr á árum var þar jafnan margt fólk i heimili. Ljóst má þvi vera, að á hús- móðurinni hlutu að hvila mörg störf og margvisleg, en fullyrða má, að Sig- riður innti þau af hendi með miklum ágætum — af alúð og umhyggjusemi fyrir mönnum og máileysingjum. Ég veit, að lofsyrði voru Sigriði litt að skapi. Hún vildi vera ein en ekki sýnast. Hún var kona myndarleg mjög og hlaut athygii að vekja og vissulega var hún um margt einstök. 1'rygglyndi hennar og vinfesta var sem bjarg. Fyrir það þökkum við hjónin hjartanlega nú við leiðarlok. Mönnum finnst oft ei mikið til um hin kyrrlátu störf. Yfirstandandi hrað- stig öldin virðist tiðum ei meta þau að verðleikum. Þess er ei gætt sem skyldi, að undirstraumur þeirra er gjarnan mannlifsins legursta fyrir- I 10 bæri — hinn hljóði fórnandi máttur kærleikans. Sigriður i Sólheimatungu var stærst þar sem oftlitt bar á — i fórnfúsu kyrr- látu störfunum. Ennfremur i staðföstu trygglyndinu og kærleika til þeirra, er hjarta hennar stóðu næstir. Sigriður andaðist aðfaranótt 13. nóvember i Elli- og hjúkrunarheim- ilinu Grund, þar sem hún dvaldi tvö siðustu árin i skjóli mágs sins, Karls Sig. Jónassonar læknis. Útförin var gerð frá Dómkirkjunni 19. nóvember og i Stafholtskirkjugarði er jarðnesku dufti hennar búinn staður. Blessuð og þökkuð sé minning hennar. Bergur Björnsson. f Hinn 13. nóvember sl. andaöist hér i Reykjavik Sigriður Sigurðardóttir húsfreyja frá Sólheimatungu, Staf- holtstungum, Mýrasýslu. Hún var fædd 26. janúar 1892 að Ketilsstöðum, Hörðudal, Dalasýslu, dóttir Sigurðar Magnússonar og Guörúnar Tómas- dóttur, er bjuggu þar þá. Er Sigriður var tveggja ára gömui, fluttu foreldr- ar hennar búferlurp að Svignaskarði, Borgarhreppi, Mýrasýslu og bjuggu þar i nokkur ár. Um aldamótin fluttu þau enn, og þá á eignarjörð sina, Stórafjall i sömu sveit, og þar bjuggu þau, meðan þau stunduðu búskap. Þeim Siguröi og Guðrúnu varð fjög- urra barna auðið, tvö hin elstu, Einar og Sigriður fæddust að Ketilsstöðum, en hin tvö, Magnús og Guðrún, að Svignaskarði. Sigriður ólst upp hjá foreldrum sin- um við öll venjuleg sveitastörf þeirra tima,þar sem mannshöndin vann flest þau verk, sem vinna þurfti. Byrjuöu börnin strax að vinna og orkan leyfði og lá þá enginn á liði sinu, þvi störfin voru þess eðlis, að allir urðu að leggja fram krafta sina, meðan þeir entust. Skólamenntun á okkar mælikvarða var naumenfastmótaðar siðavenjur og lifandi tengsl við okkar forna arf reyndist hinum uppvaxandi systkina- hópi drjúgt veganesti. Foreldrar Sig- riðar þó einkum Guðrún móðir hennar, höfðu yndi af bóklestri og keyptu bæk- ur eftir þvi, sem efni og ástæður leyfðu. Var allgóður bókakostur á heimilinu er stundir liðu fram, og sennilega allmiklu meiri, en tíðkaöist almennt á sveitaheimilum um þær mundir. Skipuðu fornbókmenntir okk- ar þar öndvegi, en voru ekki stofu- prýði, heldur voru lesnar, lærðar og ræddar af lifandi áhuga. Þegar systkinahópurinn á Stóra-fjalli komst á fullorðinsárin, losnaði um böndin sem bundu þau viö æskuheimilið. Leituðu þau Magnús og Guðrún sér starfa i Reykjavik og sett- ust þar aö en Einar hóf búskap á jörð- inni. Sigriður stundaöi þá ýms störf, bæði i heimasveit sinni og annars stað- ar. M.a. sigldi hún til Danmerkur og dvaldi þar við nám. Arið 1926 urðu þáttaskil f lifi hennar, en það ár giftist hún Tdmasi Jónas- syni, bónda i Sólheimatungu. Sól- heimatunga er ein af kostamestu bú- jörðum i Borgarfirði og á þeim tima var þar þvi jafnan margt vandalaust vinnufólk áriö um kring, en fjölgaði mjög yfir heyskapartimann. Munu þá oft hafa verið um eða yfir 20 manns starfandi á heimilinu. Það hefur áreiðanlega veriö vandaverk íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.