Íslendingaþættir Tímans - 20.03.1976, Blaðsíða 13

Íslendingaþættir Tímans - 20.03.1976, Blaðsíða 13
þeirra i Hrtitafirði. Þau hjón voru ákaflega vel kynnt og þeim var ein- staklega lagið að laöa að sér fólk. Það var oft gestkvæmt á heimili þeirra og glatt á hjalla. Þeim var það báðum eðlilegt og lagið að skapa i kringum sig léttan og hugljúfan blæ. Þau bjuggu á þessum árum við fremur þröng húsa- kynni en gestir þeirra fundu aldrei til þess. Hjá þeim var gestrisni i háveg- um höfð eins og bezt gerist, heimíli og viðmót hlýtt og bjart. Ekki er óliklegt að vinnudagur húsmóðurinnar hafi oft af þessum sökum orðið nokkuð langur. Eins og áður er getið fluttu þau hjón i Kópavogskaupstað árið 1954. Böðvar gerist strax starfsmaður bæjarins og hefur verið það siðan. Efnahagur þeirra batnaði mjög við þessa breyt- ingu og má segja að þau hafi haft það gott og liðið á allan hátt vel á HHðar- vegi 7 og var það margt fleira en bætt- ur efnahagur sem studdi að því. Börn þeirra þrju bjuggu þarna lika og lengst af I næsta nágrenni. Það var þvi stutt að fara til eftirlits og umhyggju vegna barnabarna og mun amman hafa átt mörg sporin i þeim erindum. Eftir að barnabörnin komust á legg varð þeim tiðförult til ömmu sinnar og virtist hún una þvi bezt að hafa þau sem flest í kringum sig. Stuttu eftir að þau fluttu I Kópavog- inn fór Lóa að vinna við Kópavogshæl- ið og vann þar um 6 ára skeið. Þaðátti mjög yel við Lóu að umgangast þessi stóru börn og það snart hana djúpt hvað þetta fólk var umkomulaust og hjálparvana. Hún. veitti þvi alla þá nærgætni og umhyggjusemi er I henn- ar valdi stóð. Ég heyrði hana oft tala um vistfólkið þarna, enda á ég þar stúlku sem einu sinni var litil þo að nú sé hún orðin full- orðin að árum til en á annan hátt verð- ur þetta fólk aldrei fulloröið. Það sýnir kannski bezt árangursríkt starf henn- ar þarna á hælinu að sjá hve vistfólkið fagnaði henni innilega er það sá hana og það löngu eftir að hún hætti að starfa þar. Þau hjón Böðvar og Lóa eignuðust þrjú börn, Emilíu gifta Garðari Sig- fússynilögregluþjóni, Magnúsinu gifta Sigurgarðari Sturlusyni starfsmanni hjá Loftorku s/f. og Sigurjón strætis- vagnastjóra kvæntan Ólöfu Helgadótt- ur. Lóa bjó manni sinum og börnum gott heimili þar sem rlkti glaðværð og góður heimilisandi. Þar var allajafnan snyrtilegt og hreinlegt enda voru þau hjón samhent i þvi að Hða enga óreiöu I kringum sig. Það var Lóu mikið áfall er Gisli bróðir hennar missti heilsuna og varð aö dvelja langdvölum á sjúkrahúsi við erfiða sjúkdómslegu. Þau hjón voru íslendingaþættir Sextugur: Jónas Tryggvason Þann 21. febrúar s.l. var stórum áfanga náð I tónlistarmálum Húnvetn- inga með vigslu hins nýja „konsert- flygils", er afhentur var félagsheimil- inu á Blönduósi, að gjöf frá héraðsbú- um, með tónleikum. En þessa er getið hér, vegna þess að enginn einn maður átti meiri þátt i þvi, að útvega og gangast fyrir fjársöfnun til kaupa á þessu dýra hljóðfæri en Jónas Tryggvason á Blönduósi, en hann varð sextugur þann 9. febrúar s.l. Jtínas er Húnvetningur langt fram i ættir. Fæddur i Finnstungu i Bólstað- arhliðarhreppi árið 1916. Hann flutti til Blönduöss haustið 1959, þar sem hann byggði húsið Húnabraut 26 og vinnur hann þar að iðn sinni húsgagnabólstr- un ásamt húsgangaverzlun. Hann hefur um langan aldur látið að sér kveða i sönglífi hér i Hunaþingi, allt frá unglingsárunum er hann tók að syngja með karlakór Bólstaðarhliðar- hrepps. Siðar varð hann söngstjóri ktírsins um skeið. En siðan Jönas flutti til Blönduóss, hefir hann jafnan æft og spilað undir söng karlakóra, barna- kóra, auk einsöngvara, sem hér hafa komið fram. Auk þessa hefir hann stjórnað söng við hin ýmsu tækifæri. Undanfarin ár hefir hann annazt org- anistastarf við guðsþjónustur á Hér- aðshælinu á Blönduósi. Jónas var einn af stofnendum Tón- listarfélags A-Húnvetninga, er stofnað var árið 1970 og hefur setið i stjórn fé- lagsins frá stofnun þess. Er hann nú- verandi formaður félagsins. Aldrei hefir verið talað um þóknun fyrir þá miklu vinnu er Jónas hefir innt af hendi við hin margháttuðu söngstörf. Standa þvi Húnvetningar i mikilli þakkarskuld við þennan list- ræna hæfileikamann. Auk hinna miklu tónlistarhæfileika, er Jónas ágætlega skáldmæltur og hafa ljóð hans m.a. birzt i bókinni „Húnvetningaljóð." Frá honum kom ogljóðabókin „Harpan min ihylnum", árið 1950. Á heimili Jónasar og konu hans Þor- bjargar Bergþórsdóttur kennara, rikir jafnan mikil rausn og menningarandi. Ég veit, að Húnvetningar þakka Jón- asi Tryggvasyni fyrir margháttuð brautrýðjandastörf á sviði tónlistar og félagsmála i héraðinu um leið og þeir árna honum heilla og blessunar á þessum timamótum i lifi hans. Arni Sigurftsson , mjög samhent I þvi að létta honum stundirnar þar eftir þvi sem I þeirra valdi stóð. Margar urðu ferðirnar I þessu skyni. Lif þessarar látnu vinkonu minnar snérist fyrst og fremst um heimilið börnin og barnabörnin. Það var henn- ar heimur. Tómstundir sinar notaði hún til lesturs góðra bóka. Hún var að eðlisfari heimakær og gerði litið að þvi að fara frá heimilinu jafnvel þó að ástæður leyfðu. Hún'gerði litlar kröfur sjálfri sér til handa og i raun og veru var það þannig að hún var allt sitt lif meira og minna að fórna sér fyrir aðra. Hennar helzta áhugamál var að veita birtu og gleði inn i lif annarra og framkalla bros á barnsvör. Meðal annars vegna þessara eiginleika var lifsbraut hennar rósum stráð. Ég tel mér það til ávinnings að hafa haft aðstöðu til þess að fylgjast nokkuð náið með lifsferli hinnar látnu. Um hana á ég'bjartar minningar. Ég vænti þess að nii við vistaskiptin muni eigin- maður hennar, börn og barnabörn og aðrir aðstandendur orna sér við eld minninganna. Þar hlýtur að vera af miklu að taka. Jón Kristjánsson. 13

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.