Íslendingaþættir Tímans - 20.03.1976, Blaðsíða 16

Íslendingaþættir Tímans - 20.03.1976, Blaðsíða 16
75 ára: Dr. Valdimar J. Eylands Hinn 3. nnarz átti dr. Valdimar J. Eylands 75 ára afmæli. Við jjau merku timamót i lifi þessa ágæta vinar mins koma fram i huga mér margar ljúfar minningar frá kynnum okkar i gegn- um áranna rás. Þessi kynni hófust fyrirrúmlega hálfri öld i heimahéraði beggja, Húnaþingi, en það rikti góður kunningsskapur á milli æskuheimila okkar. Sem barni var mér vel kunnugt um hans óslökkvandi námsáhuga i æsku, gáfur hans og frábæran dugnað við að brjóta sér leið til mennta, þrátt fyrir sára fátækt. Var ungu fólki gjarnan bent á þetta dæmi til fyrirmyndar og eftirbreytni. Árið 1913 stofnaði Ásgeir Magnússon alþýðuskóla á Hvammstanga og varð sá skóli undir stjórn þessa mæta manns, mörgum æskumanni hvöt og lyftistöng inn á menntabrautina. Einn þeirra var Valdimar. Hann nam við þennan skóla og fékk þar viðurkenn- ingu á góðum hæfileikum sinum. Það- an lá svo leiðin til frekara náms, bæði hér á landi og vestan hafs, en til Kanada fluttist hann árið 1922. í Vesturheimi lauk hann mennta- skólanámi og háskólaprófi i guðfræði og hefur siðan unnið á þeim akri hart- nær hálfa öld, — lengst af hjá Fyrsta lútherska söfnuðinum i Winnipeg þar sem hann var þjónandi prestur — já, höfuðklerkur, nk. biskup isl. þjóðar- brotsins vestan Atlantsála. Við upprifjun þessa þykir mér hlýða að geta þess, að Valdimar var minn fyrsti kennari. Hann mun þá hafa dvalizt vetrartima við heimanám á skólaárum sinum og þá jafnframt tek- izt á hendur að veita mér tilsögn. Á ég góðar minningar frá þessum stutta námstima minum á heimili hans og frá samvistum okkar þar. Það er svo árið 1947, eftir 25 ára úti- vist i fjarlægri heimsálfú, að sr. Valdi- mar kemur heim, ásamt fjölskyldu sinni, til ársdvalar að Otskálum, i skiptum við sr. Eirik Brynjólfsson, er þá hafði nýlega farið vestur um haf meö sina fjölskyldu og tekið þar við prestsstörfum sr. Valdimars i Winni- peg, til sömu timalengdar. Stóð Þjóö- kirkjan að þessum prestaskiptum, sem voru ætluð til að auka og efla kynnin meðal tslendinga vestan hafs og austan. Ég var þá kennari i Keílavik og hafði auk þess á hendi ritstjóni blaðs- ins Faxa, sem þá var einasta málgagn Suðurnesjabúa. Það kom i minn hlut að heimsækja hinn nýja klerk að Út- skálum, bjóða hann velkominn fyrir blaðsins hönd og kynna hann og fjöl- skyldu hans lesendum Faxa. Með hlið- sjón af fyrri kynnum okkar var ekki laust við að i huga mér blandaðist saman kviði og eftirvænting, er ég knúði dyra á prestssetrinu. Ég hafði raunar komið þar áður i svipuðum er- indum,þegar sr. Eirikur fór vestur, án þess að slik óþægindatilfinning angr- aði mig, en nú stóð ég þarna með þenn- an leiða böggul fyrir brjóstinu og beið þess sem verða vildi. En þessi vanlið- an varð skammæ, þvi mér var tekið opnum örmum, leiddur til stofu og veittur beini að fornisl. sið og meðan setið var að borðum, veitti presturinn greið svör við spurningum minum og eftirgrennslan um tslendinga i Vestur- heimi, siði þeirra, trú og lifsháttu og annað það er til fróðleiks gat orðið fyrir lesendur Faxa. Varð þessi hug- Ijúfa samverustund upphaf að nánum kynnum milli heimila okkar og þannig hyggégað sr. Valdimar hafi með sinni alúðlegu framkomu unnið traust og vináttu þeirra er til hans þurftu að leita. Hann átti auðvelt með að setja sig i spor viðmælenda sinna, ávalit skilningsgóður og samúðarrikur, jafnt i gleði og sorg. Útskálaprestakall var um þessar mundir með fjölmennustu prestaköll- um landsins, náði yfir Miðnes og Sand- gerði, Garðinn, Keflavik og Njarðvik- ur að viðhættum Kellavikurflugvelli. En mannlif þar var þá i hröðum vexti. Verkahringurinn var þvi stór og skyldustörf prestsins mikil og vanda- söm. Þar við bættist svo að þetta ár andaðist sóknarpresturinn i Grindavik sr. Brynjólfur Magnússon, og kom i hlut sr. Valdimars að vinna þar öll prestverk auk þess að sjá um kosningu eftirmanns sr. Brynjólfs i' prestakall- ið. Hér við bættist svo fyrirlestrahald i Rikisútvarpið á prestastefnum og við ýmis önnur hátiðleg tækifæri svo og erindi á samkomum margra félaga innan safnaðanna, þvi allir vildu hafa prestinn með og alls staðar var hann aufúsugestur, enda dáður ræðumaður og hrókur alls fagnaðar, mælskur og andrikur. Þessum orðum til áréttingar langar mig að segja frá skemmtilegu atviki sem varpar ljósi á ræðusnilld sr. Valdimars. Það mun hafa verið á ann- an i jólum þetta ár að hann á leið til messugerðar i Grindavik og Höfnum, renndi við hjá mér og bauð mér með i þessa ferð, sem ég fúslega þáði. Sann- ast sagna hafði ég það svona óbeint á tilfinningunni að prestinum þætti ekki vanþörf á að hressa dáli'tið upp á fremur slælega kirkjusókn mina þá að undanförnu. En hvað um það þá héld- um við fyrst til Grindavikur og þar predikaði sr. Valdimar i fullsetinni kirkju. Flutti hann -þar andrika og á- hrifamikla ræðu og talaði um ljósið og mikilleika þess i skammdegissorta mannlifsins. Ei sá ég hann lita i blað en orðin féllu eins og sjálfsköpuð af vörum hans og hugtóku svo kirkjugesti að hvorki heyrðist hósti né stuna með an á flutningi ræðunnar stóð. Og að messugerð lokinni, veitti ég sérstaka . athygli hve innilega prestinum var þökkuð koman þangað. Virtist mer ekkert skorta á menningarlega framkomu Grindvikinga þá — né sið- ar, hvað svo sem sjálfskipaðir menn- ingarvitar nútimans vilja þar til mála leggja. Á heimleiðinni messaði sr. Valdimar i Hafnarkirkju, einnig fyrir fullu húsi. Þar talaði presturinn um jólabarnið og kærleika guðs til mannanna. Var sú ræða, að þvi er mér virtist, einnig flutt blaðalaust, en framsett af sömu mál- snilldinni, þótt ræðuefnið væri allt annað. Einsog fyrrer að vikið stóð um þessar mundir yfir prestskosning þar i „kallinu", en þvi nefni ég þetta, að þarna viðhliðmér i kirkjunni sat gam- all maður sem ég kannaðist ekkert við, Tramhald á 14. siðu. 16

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.