Íslendingaþættir Tímans - 24.04.1976, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 24.04.1976, Blaðsíða 1
ÍSLENDINGAÞÆTTIR m Laugardagur 24. april 1976 —15. tbl. 9.árg. No. 249. TIMANS Kristinn Guðmundsson Mosfelli Kristínn Guömundsson bóndi á Mos- felli f Mosfellssveit andaðist á sjúkra- húsi i Reykjavik 23. marz 1976. Með honum er horfinn svipmikill og einarð- “r heiðursmaður, sem i engu mátti vamm sitt vita. Kristinn var fæddur að Skerðings- stöðum i Hvammssveit i Dalasýslu 17. aprfl 1893. Foreldrar hans voru Guð- tóundur Guðmundsson bóndi þar og kona hans Sigurlaug Snorradóttir. Ungur missti Kristínn foreldra sina °g varö þvi snemma að treysta á eigin atorku og forsjá. Eftir lát foreldra sinna fluttist Kristínn til séra Asgeirs Asgeirssonar * Hvammi, en næstu ár eftir fermingu övaldi hann lengst af i BUðardal hjá Soga kaupmanni Sigurðssyni. Arið 1911 hóf Kristinn nám við húnaðarskólanum að Hvanneyri. Nám sitt stundaði Kristinn af kappi og alúð °gmun þá þegarhafa ákveðið að helga starfskrafta sina landbúnaði. Að lokinni dvöl að Hvanneyri réöst Kristinn til Búnaðarsambands Borg- firðinga, en formaður þess var þá Hjörtur Snorrason móöurbróðir Krist- ins. Næstu árin stundaði Kristínn jarð- ræktarstörf á vegum Búnaðarsam- handsins i flestum sveitum Borgar- fjarðar. Vinnuflokkar fóru þá bæ frá bæ með jarðyrkjuverkfæri og unnu nokkra haga á hverjum staö. Hestar voru þá eingöngu notaðir til þessara starfa og Svo að sjálfsögðu mannsaflið. Þótt Vérkfæri væru smávirk miðaö við það sem nú þekkist, var furða hve árang- úrinn varð mikill, enda mun hvergi hafa veriö dregið af sér við þessi störf. Vinnudagurinn var æriö langur og þar v*ð bættust oft erfiðir flutningar á verkfærum um vegleysur milli vinnu- staöa. A þessum árum mun sléttun túna hafa verið eins konar hugsjón eða draumur þess fólks sem alla ævi hafði þurft aö strita við heyskap i kargaþýfi þar sem varla var greiðfær blettur til að þurrka á flekk. Sléttun túnanna var bylting þeirra ára i búskap. Þaö mun samdóma álit þeirra er til þekktu að við plægingar og önnur jarð- ræktarstörf hafi Kristinn verið i senn harðduglegur, kappsfullur og vand- virkur. Meðan Kristinn dvaldi i Borgarfirði tók hann mjög virkan þátt i félagsmál- um héraðsins, var i stjórn Ungmenna- sambands Borgarf jaröar og' formaður þess um skeiö. Jafnframt þvi að stjórna jarð- ræktarframkvæmdum starfaði Kristinn að verklegri kennslu og leið- beiningum um jarðrækt. Nokkuð ritaði hann um þessi efni, einkum tamningu dráttarhesta, og notkun hesta við þessi störf. Ritgeröir þessar eru nú helztu heimildir um þennan þátt i sögu jarðræktar hér á landi. Arið 1920réöst Kristinn Guðmunds- son ráðsmaður til foreldra minna að Hólum i Hjaltadal. Þau ár sem hann dvaldi i Skagafirði vann hann nokkuö að jarðyrkjustörfum hjá bændum svipað og i Borgarfirði og leiðbeindi i þeim efnum. Frá þessum árum á Hólum á ég margar bernskuminningar tengdar Kristni. Alltaf var eitthvað aö gerast þar sem hann var, aðsópsmikill, stjómsamur og einbeittur. Samt gát- um við krakkarnir alltaf fengið hann i öllum önnunum til að sinna ýmis konar kvabbi okkar. Börnum gat hann aldrei neitað um neitt. Ég minnist þess að faðir minn hafði þau orð um störf Kristins á Hólum að trúrri mann hefði hann aldrei haft við vinnu. Hann lét sér jafn annt um hag búsins eins og hann ætti það sjálfur og þekkti ekki að hlifa sér. Að verkin gengju vel var honum fyrir öllu. Arið 1926 fluttist Kristinn aftur suöur og gerðist ráðsmaður hjá Thor Jensen á Lágafelli i Mosfellssveit, en á þeim árum var Thor Jensen að hefja stór- felldari ræktun á jörðum sinum i Mos- fellssveit en áður þekktisthér á landi. Slik umsvif á sviði jarðræktar voru mjögaðskapi Kristíns, enda mun hafa farið vel á með Thor og honum þau 10 ár sem Kristinn var ráðsmaður á Lágafelii og mat Thor störf hans mik- ils. Ég átti þvi láni að fagna að vinna allmörg sumur undir stjórn Kristins á Lágafelli. Heimilið var mannmargt og framkvæmdir miklar en regla og stjórnsemi öll til fyrirmyndar. Þótt til þess væri ætlazt að enginn lægi á liði sinu við vinnuna — myndi nú án efa nefnt vinnuharka — báru allir viröingu fyrir húsbóndanum fyrir sak- ir trúmennsku hans og réttsýni. Hjúa- sæld hans bar hinu sama vott. Þegar ég nú lit til baka tíl þessara löngu liðnu ára finnst mér dvölin á Lágafelli hafi i senn veriö hollur og

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.