Íslendingaþættir Tímans - 24.04.1976, Blaðsíða 4

Íslendingaþættir Tímans - 24.04.1976, Blaðsíða 4
„Moldin er þin moldin er góð við börnin sin. Sólin og hún eru systur tvær, en sumum er moldin eins hjartakær, þvi andinn skynjar hið innra bál, sem eilifðin kveikti i hennar sál, og veit, að hún hefur alltaf átt hinn örláta, skapandi gróðurmátt og gleður þá, sem gleðina þrá gefur þeim öll sin blóm og strá allt — sem hún á.” Þannig hefst ljóð Daviðs Stefánsson- ar, sem hann kallar Mold. Mér kemur þetta ljóð i huga, þegar ég nú minnist vinar mins, bóndans á Mosfelli, Kristins Guðmundssonar, Ég hefi þekkt Kristin frá þvi ég fyrst man eftir mér. Hann var vinur foreldra minna i áratugi og þau mátu hann mjög mikils, fyrir þá áberandi kosti sem prýddu hann. 1 þessum fáu linum rek ég ekki ættir Kristins, en hann var Dalamaður. Heldur ætla ég ekki að segja stór- merkan ævikafla hans, þegar hann að loknu búfræðinámi á Hvanneyri gerð- ist mikill ræktunarmaður, ferðaðist um með hesta sina og plóg og braut land fyrir bændur. Heldur ekki ágæt afrek hans, þegar hann var ráðsmaður, fyrst á Hólum i Hjaltadal og svo stórbýlinu Lágafelli i Mosfellssveit hjá Thor Jensen. Þaðan af siöur ætla ég að reyna að draga upp mynd af félagsmálastörfum Kristins, en hann var formaður Ungmennasam- bands Borgarfjarðar um tima og for- maður Búnaðarsambands Kjalarness- þings i tæp 30 ár, og lengi átti hann sæti á Búnaðarþingi. Ég þykist þess full- viss aö margir þeirra sem með honum störfuðu, munu aö leiðarlokum minn- ast þessara lifsþátta hans. Þess vegna verða þessi fáu og fátæk- legu orð þvi ekki annaö en kveðjur frá vikapilti, sem þakklátur var forsjón- inni fyrir það að hann fékk að vera I sveit hjá Kristni, þessum sterka per- sónuleika. Ég hafði gott og gaman af að vera á mannmörgu heimili hans, vinna að al- gengum sveitastörfum, undir stjórn jafn skörulegs manns og Kristinn var. Já, hann var skörungur og kunni að stjórna stóru heimili af myndarskap og festu. Hann kunni lika að taka þátt i gleði okkar ungu piltanna, bæði i leik og starfi og við dáöum hann fyrir þá per- sónu, sem hann bar og fyrir þá reisn og þann þrótt, sem fylgdi honum. Þær eru ólikar gjafirnar sem við hljótum og við hagnýtum þær liklega á mismunandi hátt. Efalitið hugsa allir um það stundum, hvernig þessum eöa honum hafi farnazt og við dæmum oft, ef ekki upphátt, þá i hljóöi. Dómarnir verða venjulega mismunandi og það er eðlilegt svo ólik sem viö erum. En ég hef þá trú að dómarnir, sem Krist- inn á Mosfelli fær, verði ekki mjög ólikir. Drengskapur, dugnaður, kapp og fyrirhyggja hafa verið sterkir þætt- ir i lifi hans, hann var heilsteyptur og sjálfum sér samkvæmur. Hann sagði ekki eitt i dag og annað á morgun. Hann hafði ákveðnar fastmótaðar skoðanir, sem alla ævina gáfust hon- um vel, allt frá þvi hann var hnokki vestur i Búöardal, þar til hann sat aldraöur höfðingi að Mosfelli. Sumarið, sem ég var hjá Kristni á Mosfelli, fékk sira Hálfdán Helgason mig stundum lánaðan sem hestasvein, þegar hann reið á annexiur. Haföi ég gaman af þessum ferðum, bæði vegna þess hve alls staöar var vel á móti presti tekið og ekki siður fyrir það að Kristinn hestaði mig alltaf ágætlega i þessar ferðir. Hann vissi að ég hafði á þeim árum ánægju og áhuga á þvi að kom- ast áfram og valdi mér hesta sem hafði til þess. Kristinn hafði mjög gaman af hestum og marga fola tamdi hann. Þau sumur sem ég var hjá hon- um átti hann friðan hest, vel viljugan, gráan, sem hann nefndi Smára. Haraldur Húnfjörð, sem lengi var á Lágafelli, útvegaði honum Smára norðan úr Húnavatnssýslu. Þegar ég áðan skrapp á hestbak og klárinn minn fangreistur sveif á hrööu tölti, þá minntist ég Kristins og þess gráa. Það rifjaðist upp fyrir mér sú mikla reisn, sem af þeim ljómaði, þeg- ar Kristinn lét hvita gæðinginn sinn fara á kostum. Sú mynd er gömul en fersk I huga mér eftir marga áratugi. Og þannig stendur hann mér fyrir hugskotssjónum i dag, kraftmikill og heilsteyptur höfðingi, sem hafði lag á að bæta allt sem hann kom nærri, mætti þjóð vor eiga marga slika. Kristinn var bóndi, hann var ræktunarmaður og hann unni hinni gróandi mold. Siðasta erindiö i kvæöi Daviðs, Mold, hljóðar svo: „Moldin er þin. Moldin er trygg við börnin sin, sefar allan söknuð og harm og svæfir þig viö sinn móðurbarm. Grasiö hvislar sitt ljúfasta ljóð á leiöinu þfnu. Moldin er hljóð og hvildin góð.” Ekkju Kristins, Halldóru Jóhannes- dóttur, vinkonu minni og uppeldisdótt- ur þeirra, Helgu Þóröardóttur, sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Hjalti Pálsson f Vegir skiljast Það er lifsins saga. Nú þegar Kristinn Guömundsson á Mosfelli er horfinn héðan, og hefur verið lagður til hinztu hvildar að Lága- felli, langar mig til að minnast hans með nokkrum orðum. En þar sem ég veit að margir vinir hans og mér rit- fæarari munu skrifa um hann verða þessi orð min bæði fá og fátækieg. Kristinn var einn af aldamóta- kynslóðinni, sem svo hefur verið nefnd og mundi þvi timana tvenna, á upp- vaxtarárum hans var fátækt og úr- ræðaleysi allsráðandi og gott þótti ef menn höföu til hnifs og skeiöar. Fjöldi fólks hafði flúið landið I von um betri afkomu i Vesturheimi. En einmitt fólksflóttinn varö á vissan hátt til þess að hleypa kjarki og dug i þá sem eftir voru og fljótlega er sem rofi fyrir nýj- um degi. Bændaskólarnir voru stofnaðir um oguppúr 1880og þeir sem þangaö fóru lærðu ný vinnubrögð og kynntust nýjum tækjum og hvernig ætti að beita þeim við jarðrækt. Auk þess kom ný andleg hreyfing til sög- unnar á þessum árum. Ungmenna- félagshugsjónin barst til landsins og henni var tekiö opnum örmum af unga fólkinu og jafnvel sumt af eldra fólkinu hreifst með. Kristinn var svo heppinn að hann komst i bændaskólann á Hvanneyri og lærði þar bæði til munns og handa. Þetta var hans menntaskóli, en fram- haldsnámið tók hann i lifsins skóla og lauk báðum með mikilli sæmd. Að námi loknu lagði hann fljótlega hönd á plóginn I þessa orös fyllstu merkingu er hann gerðist plæginga- maöur um margra árabil á Norður- og Vesturlandi. Hann réöst af bjartsýni á þúfnakargann og óræktarmóana og breyttiþeim igræn tún. Þetta var unn- ið með hestaverkfærum, en Kristinn var mikill hestavinur og skildi þá og þeir hann. Það var aöail góðs plægingamanns. Ég mun ekki rekja hér nánar þessi störf Kristins þar sem svo vel vill til að hann hefur sjálfur sagt frá þeim nýlega i viðtali, sem birtist i einu dagblaöinu en um þá frá- sögn veröur ekki bætt hvorki af mér né öðrum. Annað aðaláhugamál Kristins á þessum árum var Ungmennafélags- skapurinn. Hann tók strax virkan þátt ifundum og framkvæmdum félaganna og stóð þar i fararbroddi meðan hann var i Borgarfirði, og var m.a. formað- ur Ungmennasambands Borgarfjai^ð- ar árið 1919. Þar læröi hann ræðumennsku sem siðan kom honum að góðum notum i allri þeirri félagsmálastarfsemi sem hann sinnti siðar á ævi. 4 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.