Íslendingaþættir Tímans - 24.04.1976, Blaðsíða 8

Íslendingaþættir Tímans - 24.04.1976, Blaðsíða 8
Kristín Gnðfinnsdóttir Þann 27. des. sl. lézt i Borgarspital- anum i Reykjavik Kristín Guöfinns- dóttir frá Laugabóli viö tsafjaröar- djúp. Hún var fædd þar vestra, 12. júli 1893, ein af sex börnum hjónanna Eggertinu Benjaminsdóttur og Guö- finns Kárasonar, og ólst þar upp fyrstu æviárin unzhún fluttist meö foreldrum sinum til Bolungarvikur upp úr alda- mótum og siöan alfariö til Reykja- vikur 1920. Hér starfaöi hún siöan um áratugi, allt fram á elliár, lengstaf sem iðnverkakona i Málningarverk- smiðjunni Hörpu, eöa i nærfellt þrjátiu ár á sama vinnustað og kom aldrei minútu of seint. Um slikt munu fá dæmi meðal yngri kynslóöa i landinu, sama i hvaða starfstétt það er, en ber þess vitni að hún hafi veriö alin upp viö iðni og samvizkusemi, sem reyndar voru eöliskostir hennar f vöggugjöf. Segja má, aö lifshlaup hennar hafi ekki verið ýkja viðburöarrikt'; hún dvaldist á fáum stöðum, var ein hinna hljóðlátu og starfandi kvenna i landinu. Roskin að aldri giftist hún Agústi Jónssyni skósmið, árið 1944, og Sauðárkróki F. 16.9. 1886 D. 6.3. 1976. Hann var eins og annar pabbi minn, allar stundir hlýr og trausti væddur. Spozkur oft hann spýtti i vaskinn sinn, án sparidúka var hann samt full- klæddur. ,,Nú, ert þú komin, elsku stelpan min?” Jafnt ung sem gömul kenndi ég þessa hlýju og fögnuöurinn fyllti huga minn, ég fann ég mátti koma brátt að nýju. Fjölskyggn augu fróöleik margan sjá og fagmannshöndin list og sköpun sanna. áttu þau fallegt heimili, en sambúð þeirra varö skammvinn, þvi Agúst lézt aðeins tveim árum siðar. Henni varð ekki afkomenda auðið. Mér mun liða seint úr minni þegar ég sá Kristinu fyrst. Það var á Hann er og var og verður okkur hjá, sem vermireitsins trú á hæfni manna. Þeir hverfa ört af yrirborði lands, sem æsku mina glæddu lifi og speki. An kvaða reyndu að koma’enni til manns. — Þeim kennist ei, þótt botninn stundum leki. En frækorn margt er falið lengi i jörð unz fær það vökvan hlýrra gróðrarstrauma. Þó aldrei verði aö öllu fyllt i skörð, mun erfðafestan vinda sina tauma. Guðrún B. Helgadóttir Austurhlið. sólbjörtum degi iágústmánuði 1931, ég var sjö ára gamall. Daginn eftir af- mælið mitt, I júli, hafði ég slysazt til að hlaupa fyrir reiðhjól og fótbrotnað, ég varð að liggja i mánuð. — Sá timi fannst mér þeim mun lengur að liða sem veður var dag hvern unaðsfagurt, sólskin, hlýja og logn, og allt stóð i blóma. Ég var bundinn við rúmið mitt, fóturinn i spelkum, en dyrnar voru látnar standa opnar út i garðinn svo ég fengi dálitinn keim af sumarbliðunni. Ég heyrði I fjarska raddir jafnaldra minna sem gátu leikið sér. Allt i einu stendur þessi ókunna kona á stofugólfinu einn dag, klædd siðri kápu með belti, öðrum fremur hávaxin og bein, brosir til min ástúðlega og gengur að rúminu þar sem ég lá. Hún var komin að færa mér stóran poka fullan af berjum, og i hinni hendinni var hún með annan poka þar sem var eitthvað annað gott sem kunni að gleðja litinn dreng sem lá veikur. Þessu gleymi ég aldrei. Fyrstu kynni min af Kristinu voru dæmigerð um það, sem ég vissi enn betur þegar lengra leið, að hún var fjölskyldu minni allri. Ég vissi þó ekki fyrr en áratugum siöar, að einmitt á þessum árum kreppu, at- vinnuleysis og sjúkdóma i fjölskyld- unni, að þá var það Kristin Guöfinns- dóttir sem átti sinn þátt i að halda lifi i mér og minum. Aldrei minntist hún á það sjálf, slikt hefði verið óhugsandi, ogaldreireyndist ég maður til að sýna henni þakklæti mitt i nokkru, eins og vert hefði verið. Þakklætið er engu aö siður fyrir hendi, þó að seint sé. Kristin var i fjölskyldunni alla tiö eins og eitthvað traust og öruggt, tryggðum bundið og allt aö þvi ófor- gengilegt; það vissu allir að þar gat ekkert fengið neinu umbreytt nema dauðinn. A hverri stund þegar fagnað var, þá fagnaði hún innilegast allra. Aratugum saman hefur hún veriö, svo dæmi sé nefnt, ómissandi þáttur i jóla- haldi á heimili föður mins. Slik kona markar þau spor og setur þann svip, að manni hættir til að gera ráð fyrir henni sem óumbreytanlegri stað- reynd, óháðri miskunnarleysi timans. A siðastliðnum jólum var þó skipt um ; þá var hún ekki nærri, heldur beið þess ein Isjúkrastofu sinni sem okkur öllum er búiö. Á þriöja degi jóla var ævi hennar öll. 1 huga minum stendur Kristin Guð- finnsdóttir sem dæmigerð kona af þeim skóla þar sem dugnaður, heiðar- leiki, skyldurækni, góðvilji og tryggð skipta öllu máli. Slikrar konu er hollt og gott aö minnast. Við andlát hennar er i huga minum ofar öllu innilegt þakklæti. Elias Mar Ingimundur Bjarnason 8 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.