Íslendingaþættir Tímans - 24.04.1976, Síða 9

Íslendingaþættir Tímans - 24.04.1976, Síða 9
ANDRÉS GÍSLASON frá Hamri Fæddur 20. april 1888. Dáinn 5. mars 1976 Andrés Gislason var fæddur i for- eldrahúsum á Hamri i MUlasveit 20. april 1888, sonur hjónanna Sigurlinu Jónsdóttur og Gisla Andréssonar. Þau hjón eignuöust sex börn, fjórar dætur og tvo syni, áður hafði Gisli eignast dóttur og var húm fimm árum eldri en Andrés, sem elztur var hjónabands- barnanna. Dóttirin, sem Björg Gisla- dóttir hét ólst að mestu leyti upp hjá föður sinum og Sigurlinu sem gekk henni i nóður staö. Kom það þvi af sjálfu sér I hlut systurinnar að gæta bróðurins og leiða hann fyrstu fetin, sem sjálfsagt hefur styrkt þeirra syst- kinabönd og entist vinátta þeirra til æviloka. Ekkibýstég viðaðuppeldi Andrésar Gislasonar hafi verið að mörgu frá- brugðið þvi sem gerðist i sveit i þá daga, nema ef vera kynni að hann hafi óvenju ungur þurft að stæla krafta sina við öflun bjargar i bú foreldra sinna, þvi jarðnæði búsins var mjög litið, ræktun engin og húsakostur litill og ófullkominn. Þurfti þvi jöfnum höndum að nýta sjávarafla, sumar, haust og vor eftir þvi sem tiöarfar og geta leyfði, auk allra þeirra ferða sem fara varðá mjög litlum og misjafnlega sjófærum, opnum árabátum milli lands og eyja, þvi eins og kunnugt er voru allar eyjar á Breiðafirði sem byggilegar þóttu, byggðar og i sumum þeirra tvi- og þribýli. Flatey var að sjálfsögðu menningarsetur þvi þar voru verzlanir, útgerð, læknir, prestur, kirkja, bókasafn, skóli og gistihús (vertshús) og þegar bezt lét bjuggu þar yfir tvöhundruð manns. Var þvi bændum i Múlahreppi nauðsyn að geta með litlum fyrirvara brugðið sér til Flateyjar i verzlunar- prests- og lækniserindum á hvaða tima árs sem var. Þetta var það umhverfi sem Andrés Gislason mótaðist. af i upp- vexti sinum ásamt þeim tiöaranda sem þá var rikjandi aö gera fyrst og fremst kröfur til sjálfs sins varðandi afkomusina, treysta á landið og trúa á guð. Enda mun þessi hugsunarháttur hafa ráöið miklu um það hvernig Andrési tókst aö yfirstiga þá mörgu ■slendingaþættir erfiöleika sem að honum steðjuðu á lifsleiðinni. Arið 1917 um vorið tók Andrés við búi af föður sinum, sem þá var orðinn gamall og raunamæddur maður. Hinn illræmdi vágestur kallaður hvitidauði hafði höggvið óbætanleg skörð i fjöl- skylduna, þrjár systurnar Maria Guðrún og Kristin dánar, allar innan við tvitugtogeinnig móöirin Sigurlina. Eina alsystirin sem liföi, Þórdis var flutt alfarin til Kanada. Bróðirinn Davið farinn að heiman og hafði ekki sloppið að öllu við fyrrnefnd veikindi. Andrés stóð nú einn eftir af systkinun- um við hlið föður sins, var á bezta aldri og hafði sloppið við likamleg átök við vágestinn, en geta má sér til um hve hörð hans innri barátta hefur verið er hann hjálparvanastóð i þvi sem á und- an var gengið og hef ég heyrt til þess tekiö hve hart hann lagöi að sér I veik- indum systra og móður sinnar heima og heiman með ferðalögum og vökum nótteftirnótt.Endakomnú fram hans óbilandi viljastyrkur, trúin á lífið.átt- hagatryggöin og skyldan við föður sinn. Hann kaus þann kostinn að hopa hvergi og láta jafnt yfir báða ganga. Réðst nú til þeirra fullorðin kona, PetrinaEinarsdóttir, var hún þá orðin ekkja og dvaldist hún hjá þeim næstu árin. Vorið 1919 réði Andrés til sin unga og glæsilega stúlku, Guðnýju Gests- dóttur, bjó hún þá i Flatey með móður sinni Guðnýju Guöbjartsdóttur. Þær mægður voru ættaðar af Barðaströnd og hafði Guðný yngri, næstu 5 árin áður dvaliztá prestsetrinu Brjánslæk hjá þeim sæmdarhjónum séra Bjarna Slmonarsyni og konu hans Kristinu Jónsdóttur, fór það orð af að Guðný hafi á þessum tima á prests- setrinu lært húshald og matargerð langt umfram það sem almennt gerðist um ungar stúlkur á þeim tima, enda átti það eftir að veröa henni mikils virði siðar við sitt stóra heimilishald. Um haustið fæddist Guðnýju sonur sem hún skiröi Hauk Breiðfjörðog var hann Guðmundsson. 29. febrúar 1920 gengu þau Guðný og Andrés I hjóna- band og gekk þá Andrés Hauki i fööur stað. Þegarfréttistum giftingu þeirra, er mér sagt að sumum ungum mönn- um á Baröaströnd og i Flatey hafi fundizt Guðný fara langt yfir skammt I þvi að velja sér mannsefni og svipað mun álit ungra stúlkna I Múlasveit hafa verið varðandi Andrés. Haustið 1920 eignuðust Andrés og Guðný sitt fyrsta barn, var það sonur og ski'rður Gisli, börn þeirra áttu eftir að verða fleiri og á næstu 17 árum eignuðust þau 14 börn og fara nöfn þeirra hér á eftir i réttri röð: Gisli, Guðbjartur, Gestur, Sigurbergur, Kristin, Andrés Berglin, Guðrún Jó- hanna, Páll Straumberg, Sigriður„ Bjarni Kristinn, Jón, Ingibjörg Sigur- hildur, Eggert, Garöar og Björg. Ingibjörg náði ekki að þroskastéðli- lega, komstaldreiúrrúmi og dóll ára gömul. Af þvi sem hér er aö framan sagt, sést að sterkan vilja og mikinn dugnað hefur þurft til að sjá þessu stóra heimili farborða. Andrés sagði mér að um það leyti sem hann tók við búinu hefði hvergi verið til sléttur blettur i túninu á Hamri og með þVi að slá I þvi allt sem hægt var hafi fengizt rétt um eitt kýrfóður af töðu og hefði hann þvi kostað kapps um að slétta það sem hægt var og finnst mér undr- um sæta hve mikla vinnu og natni hann hefur lagt i að ryðja burt grjóti og bera mold á grjóthólá, einnig grafa niður stórgrýti svo þar sem áður voru urðir og kargaþýfi má nú lita bylgjandi túngresi. Um það leyti sem Andrés fór frá Hamri mátti ná þar 12 kýrfóðra heyskap. Það mun hafa verið sumariö 1929 sem ég sá Andrés Gislason i fyrsta sinn, er mér það mjög minnisstætt. Var ég þá 10 ára hnokki I kaupstaöar- ferð meö foreldrum minum og frænd- fólki, var þetta min fyrsta ferð til Flat- eyjar og bar ýmislegt nýstarlegt fyrir augu min i þeirri ferð, meðal annars sá ég tvo menn vera að koma fyrir varningi i litlum bát, var annar mann- anna að mér fannst gamall og meö al- skegg, hinn fannst mér hvorki ungur né gamall, en hann var stór og þétt- vaxinn svo að ég hafði ekki séö annan eins og ekki minnkaði áhugi minn er ég sá þá velta steinoliutunnu (bumb- tunnu) niður mjög holótta og hallandi bryggju, sem báturinn lá við. Stóri 9

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.