Íslendingaþættir Tímans - 24.04.1976, Blaðsíða 12

Íslendingaþættir Tímans - 24.04.1976, Blaðsíða 12
Hallgrímur Jakobsson söngkennari Sem gamall kunningi Hallgrims sál- uga vil ég minnast hans með nokkrum orðum. Kynni okkar hófust haustið 1950, er ég æfði söng i kór undir hans stjórn fyrir fyrsta landsmót islenzkra esperantista. Við æfðum i söngsal Austurbæjarskólans. Við þennan skóla var Hallgrimur söngkennari i 30 ár, eða frá haustinu 1945. Viö sungum eingöngu á esperanto, m.a. Mi rajdis sola je vesper' en tre dezerta stcpo.undir laginu Ég reið um sumaraftan einn og Morgau mi sur fremda voj' við lagið Syngdu meðan sólin skin. Mér fannst Hallgrimur á- kaflega lifandi söngstjóri. Hann hafði einnig mikinn áhuga á framgangi al- þjóðamálsins esperanto. Við, sem sungum i kórnum, vorum eitthvað um tiu að tölu. Meðal þeirra má nefna Þorsteinn Þorsteinsson hreppstjóri Núpasveit Fæddur 24. júli 1909 Dáinn 20. febr. 1976. Þakkir eru mér efst i huga, þegar ég minnist mágs mins, Þorsteins bónda á Daðastöðum,sem núhefurlokiö göngu sinni hér hjá okkur. Hann var kvæntur Ólinu systur minni, er lifir mann sinn. Vegamöt — þau liggja svo viða. Þessi eru ein, er Þorsteinn hefur nú farið, og þau stærstu. En vegamótin heim að Daðastöðum eru mér einkar kær. Strax við fyrstu kynni þótti okkur tengdafólkinu vænt um Þorstein. Þegar við komum vestan af fjörðum til að heimsækja þau hjónin, og þær urðu ófaar ferðirnar norður til þeirra, voru þau ávallt á vegarnótunum til að taka á móti okkur, Þorsteinn og fjöl- skylda hans. Er heim var haldið, var aftur skilið viö vegamótin. Þá var oft söknuður i huga, en tilhugsunin uui næstu endurfundi vó það upp. Þorsteinn var einn af þessum hóg- væru mönnum, mjög góðum gáfum gæddur, viðlesinn og fróður, höfðingi i lund og drengur goður. Hlýtt var hand- tak hans og traust, svo og öll fram- koma hans. Mjög var gestkvæmt á Daðastöðum, og var sem þeim hjónum báðum væri mest ánægja aö sjá sem flest föik i kringum sig. Held ég að þeim hafi báðum verið hin islenzka gestrisni i blóð borin, þvi oft hefur 12 mikið verið að gera á svo stóru heimili. Mér finnst það táknrænt, að þegar ég lit til baka, finnst mér alltaf hafa verið sólskin þann tima, er við dvöld- um á Daðastöðum, en trúlega hefur verið jafn bjart yfir rigningardögun- um inni á heimili þeirra hjóna, sem var i senn myndarlegt og hlýlegt. Börnokkar hjónanna og einnig börn Kristinar systur minnar, voru um iangan eða skamman tima i sumar- dvöl að Daðastöðum. Var það ómetan- legt fyrir þau, miklu meira en orð fá lýst. Það er svo margt, sem ber að þakka. Fagurt er i Þingeyjarsýslum. Á Daðastöðum ól Þorsteinn allan aldur sinn. Sveitinni sinni unni hann, og hvergi hefði hann fremur kosið að ljúka sinum vinnudegi en einmitt þar, sem og lika varð. Hann var kallaður burt mitt i dagsins önn. Við eigum minningu um góðan dreng. Þar ber ekki skugga á. Við söknum hans, en við vegamótin hinum megin vonum viö að hann taki á móti okkur með hlýja handtakinu sinu. Systir min góð, þú sem mest hefur misst. Þér, börnum þinum, tengda- börnum og barnabörnum, sendum við öll okkar hlýjustu kveðjur. 1 guðsfriði. Kriða Pétursdöttir. Óskar Ingimarsson, hinn kunna tungu- málagarp, og Guðmund Pálsson, kennara við Melaskólann, er lézt i des- ember 1950, ungur að árum, afbragðs maður og kennari. Hallgrimur vissi, að söngurinn er mikið sameiningarafl. Hafði þá reynslu lir verklýðshreyfingunni, er hann studdi alla tið. Kom nú að þeirri stund, er við skyld- um koma fram. Mótið var haldið i Há- skóla Islands. Var það fjölsótt. Auk esperantista hvaðanæva að af landinu, voru allmargir gestir, meðal þeirra borgarstjórinn i Reykjavik, Gunnar Thoroddsen. Og við sungum við góðar undirtektir viðstaddra. Söngurinn lifg- aði upp mótið og sameinaði hugi manna. Mörgum árum eftir þetta lágu leiðir okkar Hallgrims saman. Við bjuggum i hinni svonefndu kennarablokk við Hjarðarhaga, hittumst oft. Við ávörp- uðum hvor annan á esperanto, spurð- um um liðan og áttum enda oft langar samræður á alþjóðamálinu. Sakna ég nú þess, að samfundir okkar verða ekki fleiri, þvi að fyrir utan það aö vera einlægur hugsjónamaður var Hallgrimur drengur gdður, ljúfur 1 viðmóti og hjartahlýr. Við störfuðum saman i esperantofé- laginu Auroro og héldum fundi i Nor- ræna húsinu. Ekki minnist ég þess, að Hallgrim hafi vantað þar á fundi okk- ar. Til þess var áhuginn á málefninu of rikur. Honum var esperanto meira en tæki til tjáningar, honum var það hug- sjón, mannkyninu til blessunar, frið- arboði og einingartákn. Ég þykist viss um, að Hallgrims verði minnzt i blöðum af fleirum en mér. Ég minnist hans sem esperant- ista og vinar, en æviatriðin læt ég öðr- um eftir. Hallgrimur var einkar hlýr maður i kynningu, andlega frjór, vakandi og kenndi til i stormum sinna tiða. Frið- arsinni einlægur og jafnaðarmaður i hugsun. Mátti teljast róttækur eins og fleiri systkini hans... Nú kveð ég svo minn kæra vin, þakka honum kynninguna og votta að- standendum hans einlæga samúð mina. Auounn Bragi Sveinsson. islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.