Íslendingaþættir Tímans - 24.04.1976, Blaðsíða 14

Íslendingaþættir Tímans - 24.04.1976, Blaðsíða 14
sem þá var stofnuð. Fjölgaði enn starfsfólki og aðstoðarfólk kom og fór. Flest þetta fólk hóf sin byrjunarstörf með Sigrfði og vann svo meira eða minna undir hennar eftirliti. Kom reglusemi og nákvæmni Sigriðar þar að góðum notum, og strangleiki henn- ar lika, þegar svo bar undir. Sumarið 1974 varð Sigriður að hætta að vinna sökum veikinda. Hafði hún þá unnið viö gerlarannsóknirnar i 30 ár og vissulega átt mikinn þátt i þvi að móta geriadeildina, sem nú var orðin all- stór. Var það mikill skaði fyrir deild- ina, þegar Sigriðar missti við. Sigriður Erlendsdóttir var fædd i Reykjavik 30. marz 1919. Foreldrar hennar voru Þuriður Brynjólfsdóttir og Erlendur Guðmundsson, verka- maður, bæði ættuð úr Grimsnesi. Eignuðust þau tvö börn, Brynjólf, sem er á lifi, og Sigriði. Erlendur lézt 1928, en Þuriður i hárri elli 1973. Sigriður lauk burtfararprófi frá Verzlunarskóla Islands vorið 1936. Vann hún siðan skrifstofustörf i Reykjavik þangað til hún kom til At- vinnudeildarinnar. Sigriður hafði mjög góða greind og skildi hún jafnan fljótt, hvað máli skipti i þvi sem hún var að gera. Tel ég að rannsóknastörf hafi verið henni mjög að skapi. 1 janúar 1959 veiktist Sigriöur alvar- lega, en náði sér þó að mestu aftur og hóf fljótlega vinnu á ný. Störí sin leysti hún enn sem fyrr af hendi með ágæt- um, enda þótt þrekið væri ekki hið sama og áður. Og enn biðu Sigriöar þung örlög. Haustið 1966 missti hún unnusta sinn, Jakob Jónsson, bifreiðastjóra. Sigrið- ur bar harm sinn i hljóði, en sýnilegt varað við allt þetta mótlæti hafði, sem vonlegt var, dregið nokkurn skugga á þann glaðlega svip sem hún annars bar. Siöastliðiö hálft annað ár hefur Sigriöur háð vonlitla baráttu við kvalafullan sjúkdóm, ýmist i heima- húsum eða i sjúkrahúsi, þar til hún andaðist i Landspitalanum þ. 12. jan. sl. Með Sigriði Erlendsdóttur er gengin ein af þessum sterku stoðum, sem ó- missandi eru á hverjum vinnustað. öryggi og festa og virðing fyrir sinu starfi. Þessa eiginleika átti hún. En hún var lika glöð á góðri stund og átti alltaf mikinn þátt i þeirri glaðværð, sem skapaðisti hópi vinnufélaga, þeg- ar fólk gerði sér dagamun. Mun henn- ar saknað þar ekki siður en annars staðar. Sjálfur á ég Sigriði meira að þakka en aðrir i okkar stofnun, þar sem hún hefur verið mér ómetanleg aðstoö i þau 30 ár, sem við höfum unnið saman. Vinum hennar og vandamönn- um votta ég samúð mina. Sigurður Pétursson. Víðir Stefánsson húsasmiður, Egilsstöðum Fæddur 18/5 1943 Dáinn 22/12 1975 Ég hef verið að biða eftir þvi, að ein- hver skrifaði minningargrein um Viði Stefánsson. Sú bið hefur ekki boriö árangur til þessa. Þó að ég hafi nú tek- ið mér penna i hönd i þeim tilgangi að festa nokkrar minningar á blað, þá verða það aðeins fátækleg og hvers- dagsleg orð. Þegarmaður á bezta aldri hnigur að velli fyrir sigð dauöans, verður manni alltaf hverft við, og minningarnar flykkjast að. Viðir Stefánsson var fæddur i Mjóa- nesi i Vallahreppi 18/5 1943. Foreldrar hans eru hjónin Sveinbjörg Péturs- dóttir af Völlum og Stefán Eyjólfsson frá Brú á Jökuldal. Búa þau i Mjóanesi i félagi við Reyni son sinn og Þórdisi Björgvinsdóttur konu hans. Vi'ðir var tviburi. Bróðir hans Pálmi, nú búsettur á Sauðárkróki kvæntur Sigriöi Flosadóttur frá Miðbæ I Norð- firði. Þeir bræður voru mjög sam- rýmdir og likir i sjón. önnur systkini Viðis heitins eru: Reynir bóndi i Mjóa- nesi, Sigurlaug húsfr. Fáskrúðsfirði og Þuriður húsfreyja Reykjavik. öll myndarleg og vel gefin. Viðir var vel meðalmaður á hæö, friður sýnum og karlmannlegur. Prýðilega greindur og fjölhæfur. Að loknu skyldunámi fór hann i Eiðaskóla og lauk þar námi með ágætri einkunn. A Eiðum kynntist hann eftirlifandi konu sinni Rósu Kristinu Björnsdóttur frá Birkihlið i Skriðdal. Indæl kona og fyrirmyndar húsmóðir og móðir. Þau giftu sig 1962. Fyrsta veturinn dvöldu þau i Birkihlið og tóku heim barnaskóla sveitarinnar og önnuðust kennslu. Næsta vetur voru þau i Þing- múla með skólann. Kenndi Viðir, en Rósa var ráðskona. Það mun hafa hvarflað að Viði að fara i kennara- skóla og afla sér réttinda, en af þvi varð þó ekki. Næstu ár dvöldu þau bæði á Pall- ormsstað og Egilsstöðum. A Egils- stöðum vann Viðir hjá Brúnás og fór á samning hjá þvi fyrirtæki. Samhliða tók hann iðnskóla og útskrifaðist húsa- smiöur. Hann vann áfram hjá Brúnás meðan heilsan pntist. Ariö 1967 flutti Viðir með f jölskyldu sina i' hálfbyggt hús á Egilsstöðum, sem hann lauk við algjörlega i fri- stundum og var þar öllu vel fyrir kom- ið og snyrtilega. Hefur unga konan ekki látið sinn hlut eftir liggja. Ég held að þau hafi verið ákaflega samhent. Viðir var ágætur söngmaður. Hef ég heyrt eftir Magnúsi Magnússyni söng- kennara á Egilsstööum að Viðir hafi verið bezti nemandi sem hann hafi haft. Viðir var lika músikalskur og lék i lúðrasveit Egilsstaða. Þau Viðir og Rósa eignuðust fimm myndarleg og vel gefin börn. Þau eru talin upp i aldursröð: Hulda Björg, Stefán Valur, Björn Svanur, Þórunn Fjóla og Helena Birkis. A siöastliðnum vetri kenndi Viðir sjúkdóms þess er reyndist ólæknandi. Hann andaðist á Land- spitalanum i Reykjavik 22. desember, aðeins 32 ára. Hann var jarðsunginn frá Egilsstaða kirkju á gamlársdag að viðstöddu miklu fjölmenni. Viö hjónin vottum eftirlifandi konu hans og börnum, foreldrum systkinum og öörum vandamönnum okkar dýpstu samUð. Blessuð sé minning Viðis Stefáns- sonar. Stefán Bjarnason Flögu 14 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.