Íslendingaþættir Tímans - 24.04.1976, Blaðsíða 15

Íslendingaþættir Tímans - 24.04.1976, Blaðsíða 15
Haraldur Jónsson Ingólfi á Eyrarbakka Nokkur minningarorð Enn á ný hefur dauðinn höggvið skarð i þá rösku sveit drengja sem sjóinn sækja á islandi. Manna sem hiklaust má segja að standi i fremstu viglinu við að afla þjóðinni þeirra verðmæta sem afkoma hennar byggist á. Einn þessara vösku drengja var Haraldur Jónsson Ingólfi á Eyrar- bakna. Hann var fæddur á Eyrar- bakka 3. april 1955oghefði þviorðið 21 árs 3. april i ár ef honum hefði enzt aldur til. En árafjöldinn segir okkur ekki allt. Listaskáldið góöa kvað svo: „Margur tvitugur meir hefur lifaö, svefnugum segg er sjötugur hjarði”. En þótt árin yrðu ekki mörg, mátti sjá að manns- efni var þar á ferð. Dugnaður samfara rikri ábyrgðartilfinningu, sem kom dálitið á óvart á þessum timum þegar margur unglingurinn lifir aðeins fyrir liðandi stund. Hann hafði þegar fest kaupá góðu húsi hérá Eyrarbakka, og tryggt það að unnusta hans og litli son- urinn gætu búiö þar örugg, hvað sem kynni að henda, þetta er aðeins litið dæmi, en lýsir honum vel." Við sem kynntust Haraldi og áttum vináttuhans, þökkum Guði fyrir góöan dreng, hann var sannur vinur vina sinna, góður sonur sinum foreldrum. öllum þótti okkur vænt um hann, mannkostir hans voru okkur vinum hans mikils viröi. Hann var ekki fyrir að sýnast og öll uppgerð og sýndar- mennska var honum fjarlæg. Missir ástvina hans er mikill og sár, ekki sizt unnustu og litla syninum sem ekki fékk að njóta pabba lengur. En minningin mun lifa áfram i hjörtum þeirra, og á þá minningu ber engan skugga. Kæri vinur, orð Guðs, Biblian, kennir okkur, að öll munum við hittast aftur eftir langt eða stutt augnablik. Og Biblian segir ennfremur: Sælir eru syrgjendur, þvi að þeir munu huggað- ir verða. 1 þeirri trú og með þökk til Guðs sem gaf þig, kveðjum viö þig um stund. Þú áttir stutta sögu en göfuga. Guðriöur og Helgi Ilofsstööum. 0 Vilhelmína minnast með örfáum orðum. Báðum fylgdi þeim hressandi andblær hlýju ,og glaðværöar. Eðvald var hraust- menni með afbrigðum, og teinréttur var hann allt til hins siöasta eins og eikin hans Stephans G. Vilhelmina var kona, sem allra traust átti, hún var ekki allra viðhlæjandi vinur, en hjartað var hlýtt, handtakiö heitt, lundin létt. í þeim hjónum átti islenzk alþýða trausta og góða fulltrúa, stórbrotin og rammislenzk voru þau bæði. Þegar verkalýðshreyfingin var að brjóta sér braut mitt i skugga kreppunnar, skiidi Eðvald Sigurjónsson timans kall og hann varð fyrsti formaður Verka- mannfélags Reyðarfjaröarhrepps og lengi siðan I forystusveit þess. Það var engin tilviljun, að slik kempa sem Eðvald var, væri kjörinn formaður, það hefur faðir minn, sem manna mest vann að stofnun félags- ins, sagt mér. Þar var sá, er menn treystu til forystu, þó framgjarn væri hann ekki, menn vissu að hann myndi hvergi hopa. Og þá var að mörgu að hyggja, marga stjómarfundi þurfti að halda og alltaf stóö hús þeirra hjóna opið og húsfreyjan tók mönnum opnum örmum, um ágang var aldrei talað. Hún gerði sér engu siður en maður hennar góða og glögga grein fyrir nauðsyn þeirrar baráttu, sem háð var. Eðvaldi kynntistég sem sérstaklega félagslyndum manni, hrók alls fagn- aðar, söngmaður var hann með af- brigðum og sönggleði hans mikil og sönn. Fyrir Reyðarfjarðarkirkju starfaöi hann mikið og margt, en hann var bæði safnaðarfulitrúi og i sóknar- nefnd i fleiri ár. Vilhelmina naut þess einnig að blanda geöi við aðra. Hún var stofn- andi Kvenfélags Reyöarfjarðar, starf- aði þar mikið og var kjörin heiðurs- félagi þess. Annars var hún kona starfsins á heimilinu. Fyrstu kynni min af henni voru þau, að mamma sendi mig með band til hennar til að fá hana til að prjóna, en hún átti góða prjónavél og prjónaöi mikið fyrir aðra. Ég man enn, hve hlýlega og elsku- lega hún tók á móti mér og inn varð ég aö koma úr kuldanum, þó það gerði ég aldreisem ókunnugur. Sú fyrsta mynd hinnar hjartahlýju og traustu konu fékk aldrei á sig fölskva. Vel vissi ég það, að margt var fyrir náungann gert án endurgjalds, einkum, ef sá átti erfitt. Hugsjón jafnaðarstefnunnar átti verðuga fulltrúa i þeim hjónum, og þau sýndu það i verki. Bæði voru þau hjónin prýðilega greind og vel aö sér um marga hluti. Ljóö voru uppáhald beggja, einkum Eðvalds, sem löngum leitaði á vit fer- skeytlunnar sér til hugaryndis. Þau hjónin voru framúrskarandi barngóð, sjálf áttu þau ekki börn, en það hafa bróðurbörn Eðvalds sagt mér.að ástúðin i þeirra garð hafi verið slik, sem um eigin börn hefði verið að ræöa. Þeim fækkar nú óðum, Reyðfirð- ingunum, sem settu svip á byggðar- lagið, þegar ég var að alast upp sem barn. Og nú hafa hjónin i Bakkagerði bæði kvatt. Góð var lifssaga þeirra öll, dreng- skapur, tryggð og trúmennska var aðalsmerki beggja. Ég þakka þeim góöa samfylgd að leiðarlokum og sendi öllum þeirra aðstandendum og góðu vinum innilegar samúðarkveðjur og þá fylgir ekki siður þakkar- og saknaðarkveðja frá þeim foreldrum minum. Blessuðsé hin fölskvalausa minning þeirra Vilhelminu og Eðvalds. lielgi Seljan 15 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.