Íslendingaþættir Tímans - 29.05.1976, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 29.05.1976, Blaðsíða 1
ÍSLENDINGAÞJETTIR Laugardagur 29. maí 1976 —19. tbl. 9. árg. Nr. 253 TIMANS Halldór Kristján Júlíusson fyrrv. sýslumaður ALDINN höfðingi, elzti stUdent lands- lns> er borinn til grafar i dag. Halld'or Kristjan JUlíusson var f®ddur á Breiðabólstað i Vesturhópi 29-10.1877, elzta barn hjónanna JUlius- ar hferaðslæknis Halldórssonar, Frið- r'kssonar yfirkennara við Mennta- ^kólann i Reykjavik og konu hans Ingi- níargar MagnUsdóttur Jbnssonar Prests á Grenjastað. Olst hann upp hjá foreldrum sinum i Klömbrum i Vesturhópi en var ekki Samall þegar hann fór að fara landveg Reykjavíkur og dvaldist þar á vetr- Urn hjá Halldóri afa sinum. Var hann ''jst 8 ára er hann fór fyrstu ferðina og Ph samferða námsmönnum. Sundriðu Pe*r ár á leiðinni, og sagði Halldór svo |rá að hann hefði ekki gert sér grein •yrir hvað var að gerast. Lenti hann i mörgum svaðilförum á þeirri leið oft sfoan. Halldór fór ungur i Latinuskól- ann 0g varg stUdent 1896, þegar skólinn varð 50 ára og má geta þess að Pá htskrifuðust 17stUdentarogaf þeim hfðu ii það að taka þátt i 100 ára af- m*li skólans 1946. Halldór var þó nU einn á lifi af þeim fríða hbpi, enda hafði hann orðið 80ára stUdent i vor. A Paini timum var mikið um berkla i skólanUm og sagðist Halldór mundu nata fengið berkla um fermingu, þá hafði hann heilt sumar verið mjög m®ðinn og veill. En hann komst siðan tljótlega yfir það, og má segja að eftir Phð hafi hann aldrei kennt sfer nokkurs meins og skorti nU hálft annað ár til ti- r®ðs. Halldór nam lögfræði við Hafnarhá- skóla og kynntist þar kenningum “randesar, sem höfðu mikil áhrif á hann æ siðan, og las heimspeki og margt 0g mikið á skólaárum sinum, annað en lögfræði. TilVitnanir i Schop- enhauer og fomrómverska höfunda hafði hann jafnan siðan á reiðum höndum. Hann lauk lögfræðiprófi i arsbyrjun 1905 og gerðist siðan fulltrUi hjá bæjarfögetanum i Reykjavik, unz hann var skipaður sýslumaður Strandamanna vorið 1909. Eftir það var hann sýslumaður þeirra við mikl- ar vinsældir unz hann lét af embætti i jUli 1939, og fluttist þá til Reykjavikur. Hann var skipaður setudómari i hinu fræga Hnífsdalsmáli 1927 og kom þar fram af sinni alkunnu röggsemi, einn- ig var hann nokkru fyrr setudbmari i kunnu Stokkseyrarmáli. Lögreglu- stjóri var hann skipaður á Alþingishá- tiðinni á Þingvöllum 1930, svo nokkuð sfetalið,og létjafnan mikið til sin taka. I því sambandi má rifja upp að faðir hans striddi móðurinni oft á þvi að er Halldór fæddist og henni var sagt að hUn hefði eignazt son, varð henni að orði: ,,Æ, ég vildi hann yrði ekki mein- laus”, enda þótti það nokkuð eftir ganga. Einbeitni og skörungsbragð Halldórs yfirkennara þótti einhvers vert. Halldór kvæntist 1907 Ingibjörgu Hjartardottur, hreppstjóra á Efra-NUpi i Miðfirði, og er sonur þeirra HjörUir menntaskólakennari, kvæntur Unni Arnadóttur. Halldór og Ingibjörg slitu samvistir. 1924 kvæntisthann i annað sinn og þá Láru Helgadóttur. Voru Helgi faðir hennar ogBjörn Jónsson ráðherra bræðrasyn- ir. Láramissti ung föður sinn, var þá tekin i fóstur af Þóru systur Halldórs og manni hennar Guðmundi Björns- syni sýslumanni, þá bUsettum á Pat- reksfirði. Lára dó árið 1971. Með Láru átti Halldór 6 börn, en þau eru: Pétur Emil JUlius, vfelstjóri, f. 26. febr. 1924 á Borðeyri, fyrst kvæntur Kristinu Simonardóttur, bifrstj. 1 Rvk, Simonarsonar, og siðar Þórunni Bene- diktsdóttur Gröndals verkfr. og forstj. Hamars hf. i Reykjavik. Ingibjörg, f. 8. des. 1926 á Borðeyri, gift Ingólfi Ey- feld Guðjönssyni, vfelamanni. Helgi Kristján járnsmiðameistari i Rvk. f. 17. april 1928 á Borðeyri, kvæntur Elisabetu Gunnlaugsdóttur. Þorgerður f. 29. des. 1929 á Borðeyri, gift Albert Beck sjómanni. Asgerður, f. 31. jan. 1935 á Borðeyri, gift Jóhannesi Guðjónssyni bónda á Furubrekku i Staðarsveit. Steingeröur,f. 14. mai 1940 i Reykja- vik, gift Emil Hávarði Bogasyni verslm. Sonur Halldórs og Þórhildar Eiriks- dóttur, bönda i Blöndudalshólum, Halldórssonar, var Eirikur f. 21. ág. 1903 i Khöfn, dáinn 13. des. 1941. Eirik- ur blst upp hjá foreldrum Halldórs. Kvæntur Hólmfriði Sveinbjarnardótt- ur. Barnabörn Halldórs eru 36 að tölu. Halldór Kr. Jbliusson var gleðimað- ur i vinahópi og höfðingi heim að sækja. Mörgum var minnisstætt að heyra hannsyngja „Gluntarna”, enda var hann góður söngmaður og stöðugt hinn glaði stádent áttatiu vetur. Eftir aldarlangt ferðalag fer að fækka samferðafólki. En margir eru þó, þegar Halldór Kr. JUliusson er kvaddur, sem minnast sterks persónu- leika og skarpra tilsvara, muna hreinan svip og glettniglampa undir Franíhald á 5. siðu.

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.