Íslendingaþættir Tímans - 29.05.1976, Blaðsíða 2

Íslendingaþættir Tímans - 29.05.1976, Blaðsíða 2
Maríanna Sofia Mortensen Fædd 7. nóvember 1913. Dáin 5. desember 1973. Karl Jóhannes Mortensen Fæddur 4. september 1913. Dáinn 25. marz 1976. Það hefur ef til vill farið framhjá mörgum hér á landi, hversu margt á- gætisfólk hefur flutt til tslands frá Færeyjum og setzt hér að fyrir fullt og allt, sérstaklega á timabilinu 1950-1965 þegar mikill skortur var á vinnuafli hér i landi bæði til sjós og lands. 1 mörgum sjávarþorpum er álitleg- ur hópur af þessu fólki, sem hefur blandað blóði viö Islendinga. Sameig- inlegt með flest öllum Færeyingum sem hingað hafa flutzt er dugnaður, vinnugleði, heiöarleiki, hlýlegt viö- mót, einlæg Guðstrd og dugmiklir sjó- menn. Þaö er þvi óhætt að fullyrða að hing- að fluttir Færeyingar hafa haft bæt- andi áhrif á islenzkt þjóðlif og lagt drjúgan skerf i atvinnuuppbyggingu á mörgum stöðum hér á landi. Ölafsvlk fór ekki varhluta af þessum fólksflutningi frá Færeyjum, margar fjölskyldur settust hér aö, og hafa fall- iö vel i okkar samfélag. Hjónin sem ég vil minnast hér, eru meðal þeirra. — Marianna og Karl fluttust með fjöl- skyldu sina frá Vogi I Færeyjum til Ólafsvikur 1959 og áttu hér heima siö- an. Marianna Sofia fædd Mitjur fæddist 1 Vogi, Færeyjum 7. nóv. 1913. For- eldrar hennar voru Pétur og Anna Fredrikka Mitjur. Hún ólst upp I hópi 7 systkina. Pétur faöir hennar var virk- ur þátttakandi i heimatrúboði leik- manna i Færeyjum, sem prédikari, á heimilinu var þvi þjónustan við Guð á borði jafnt sem i orði einkennandi fyrir daglegt liferni, sem hafði varanleg á- hrif á uppeldi barnanna. Enda var öll- um sem kynnzt höfðu Mariönnu ljóst, að þar fór góð kona, i þeirri orðsins fyllstu merkingu, sem vildi öllum gott gera og hafði bætandi áhrif á umhverfi sitt. Karl Jóhannes Mortensen, fædd- ist i Trangisvogi I Færeyjum 4. sept. 1913,sonurhjónanna Kristins og Elinar Mariu Mortensen. Karl missti móður sina 6 ára, en elzta systir hans Maria, sú eina sem nú er á lifi af 5 systkinum búsett i Danmörku, gekk Karli I móð- urstað og veitti heimili föður hans for- stööu. 2 Fjölskylda hans fluttist að Vogi, og þar ólst Karl upp og varð Marianna fljótlega leiksystir hans og æskuvina. Karl lagði stund á iðnnám i Slippn- um i Vogi, fyrst málaraiðn siðan skipasmiði. I Slippnum starfaði hann lengst af meðan hann átti heima i Vogi. Aðaleinkenni hans var verklagni, ó- venjuleg starfsgleði, hollur að verki og ljúfur samstarfsmaður. Var hann sér- staklega vel látinn meðal vinnufélaga og eigenda Slipssins, sem sést bezt á þvi, að þegar hið sviplega dauðsfall hans fréttist i Vogi, var vinnu i Slippn- um aflýsti klukkustund, þannig heiör- uðu starfsfélagar hans minninguna um góðan og traustan félaga og vin, semátti svo sterk itök i hugum þeirra, lýsir þetta hvaö bezt mannkostum Karls Mortensen. Um árabil stundaði Karl kafara- störf, naut sin þá vel líkamsburöur hans og áræði. Karl Mortensen vann lengst af við byggingarvinnu hér i Ólafsvik, þeir sömu mannkostir hans sem var viðbrugðið I Færeyjum, fylgdu honum viö störf hans hér. Hann var eftirsóttur vinnukraftur.vel látinn af þeim sem hann vann hjá og sérstak- lega vinsæll af vinnufélögum. Liggur eftir hann stórt dagsverk hér i ólafs- vik. Ég veit ég mæli fyrir munn margra er ég þakka af alhug samstarf og samfylgd hans. Þau Karl og Marianna gengu i hjónaband 13. febr. 1936 og stofnuðu sitt fyrsta heimili i Vogi. Þar fæddust börn þeirra fjögur. Kaj, búsettur i Danmörk, Pétur Friðólf sjóm. i ólafs- vik giftur Kristinu Guðmundsdóttur, Elisabet gift Magnúsi Guömundssyni sjómanni i Ólafsvik og Paul verkam. giftur Sólveigu Aðalsteinsdóttur búsett i Ólafsvik. Eins og fyrr segir fluttust Karl og Marianna með fjölskyldu sina til Ólafsvikur 1959. Siðustu árin áttu þau heima að Ennisbraut 10. Heimili þeirra var ávallt til fyrirmyndar — snyrtimennska úti og inni — gestrisni svo að af bar enda vinmörg. Þar rikti hlýlegt viðmót og gleðibros, sem hændi að unga sem eldri. Hús þeirra var ávallt opiö öllum, ekki sizt ver- tiðarfólki frá Færeyjum, voru þeir margir sem fundu þar kærkomið skjól. Þótt börn þeirra heföu stofnað eigin heimili, voru dagleg tengsl við heimili foreldranna aldrei rofin — enda vöktu þau Karl og Marianna yfir velferð barna sinna og barnabarna. íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.