Íslendingaþættir Tímans - 29.05.1976, Blaðsíða 9

Íslendingaþættir Tímans - 29.05.1976, Blaðsíða 9
sömu sveit og ólst þar upp fram yfir fermingaraldur. Þar hófust fyrstu kynni hans af mtrsik er hann nam undirstöðuatriði i orgelleik hjk Ragnhildi Finnsdóttur i Bæ, hinni ágætustu konu og vafalaust göður kennari ef miðað er viö erfiða aðstöðu i sveit. Ragnhildur var döttir fræða- þularins Finns Jónssonar, bónda á Kjörseyri.— Bær var á þessum árum talinn til hinna betri heimila i byggðarlaginu og hefur vafalaust mótað nokkuö skaphöfn, lifsviðhorf og átthagatryggð Steingrims, og ber bók hans: Blið varstu, bernskutið, þess merki. Næstu árin eykur Steingrimur söng- mennt sina að mun, enda er hann aðeins um tvitugt er hann flytur til Patreksfjarðar ogtekur við organista- starfi og söngstjórn i þorpinu. A Patreksfirði kynntist hann fyrri konu sinni, Guðrtinu H. Þórarinsdóttur, er var heimilinu góð htisfreyja, eiginkona og möðir, en hhn lfezt frá eiginmanni og 6börnum eftir rlimlega tuttugu ára hjbnaband, Þau misseri urðu Steingrimi hörö og ströng og næstum óbærileg. Hvort mun ekki sönggyðjan sjálf að einhverju leyti hafa komið hér til skjalanna og snortiö hann læknandi sprota sinum. Tónar hennar eru viðfeðmir og næmleiki hennar til áhrifa nemur jafnt hátindi geislandi gleði og dýpstu myrkva örvæntingar. Vegir söngs og hljóma stóðu enn opnir. Og samferöSteingrims og siöari konu hans, Guðbjargar Þorbjarnar- dbttur, skiptu sköpum til framhalds á lifsstarfi hans, menningarstarfi hans á söngsins leið og trU hans á lifiö, markmið þess og gildi. Gull prófast P eldi, mennirnir einnig. Aö sigra i eldraun er sigur lifsins. Ekki veit feg hversu margir nemend- ur nutu leiðsagnar Steingrims á 35 ára ferli hans á sviöi söngs og tónlistar- kennslu, en það komu ötalin hundruö, sennilega nokkur þlisund. En hitt veit ág með vissu, að sá gjafi gleöi og menningar hefur íyst margar ævi- stundir þessa stóra hóps og ræktað geisla i huga og tilfinningalifi flestra, er þar koma við sögu. Kynni min og Steingrims voru lengst af Ur fjarlægð. Þrátt fyrir það sannaði hann i þeim kynnum fjölhæfar gáfur manns er að mestu leyti i sjálfs- menntun þroskaði huglendur sinar. Meðal annars var hann ritfær i bezta lagi. Hefði hann kosið þaö lifsstarf aö helga sig pennanum sem rithöfundur eða ljóðskáld, eöa jafnvel hvort- tveggja, er ég þess viss að hann hefði unnið sér viröingarsess á skáldabekk þjóðarinnar. Æskuverk hans þrjá i óbundnu máli og einstök kvæði, sanna efniviðinn. En gyöja söngsins varö •slendingaþættir sterkari. Tviklofið lifsstarf var honum ekki að skapi. Þrátt fyrir timafrek störf sem organisti, söngstjóri og skólastjöri tónlistarskóla átti tónskáldið alltaf stundir aflögu til skapandi tónverka ymissa tegunda, arfur, er hann skilur þjóöinni eftir að leiöarlokum. Aðeins eitt hefti sönglaga kom át eftir hann, á siöasta ári. Dagdraumar er nafn þess. Og dagdraumar voru á vissan hátt eigind Steingrims. Sumir kærustu draumar hans rættust. Engir fá allar vonir uppfylitar. Andlát manns á traustasta þroskaaldri merkir draum- rof i mannheimum. Draumar og draumsynir gefa lifinu gildi. Þá birtir fyrir augum, þá verða vandamálin auðleyst, tilveran ljóðræn og björt, söngur lifsins heillandi og tær. Siðustu tönkveðju til min samdi Steingrimur við litla stofuorgelið mitt á Jónsmessunótt árið 1974. Það var fullbliið um morguninn er feg kom á fætur. Frumrit þess var gjöf hans til min á björtum sölskinsdegi, minnis- stæðar minjar um heilhuga vin, er tileinkar gömlum manni i Dölum vestur hugverk sitt i tönum. — Þökk fyrir allt. Hallgrimur frá Ljárskóguir F. 12. júní 1919 D. 20. april 1976 Vinur minn Steingrlmur M. Sigfús- son, organisti, andaðist i Reykjavík þann 20. þ.m. eftir mjög erfiða sjúk- dómslegu. Hvildin hefir þvi oröið hon- um likn i þraut. Steingrimur var fæddur að Stóru-Hvalsá i Bæjarhreppi i Stranda- sýslu 12. júni 1919. Foreldrar hans voru Kristin Guömundsdóttir og Sig- fús Sigfússon er þar bjuggu. Steingrimur var á miðjum aldri sinna systkina en þau voru mörg. 1 samfylgd foreldra sinna var hann til 3 ára aldurs, en þá fór hann i fóstur aö Bæ i sömu sveit til systkinanna Guðlaugar, Guðrúnar og Jóns Jónsbarna er þar bjuggu, og ólst þar upp sin bemskuár. Þessum timamótum æví sinnar lýsir Steingrfmur skemmtilega i bók sinni Blíö varstu bemskutið, er út kom hjá Leiftri 1959. A þessu æskuheimili sinu mun hann hafa orðið fyrir fyrstu tengslum sinum við tónlist, er siðar varð rikur þáttur i lifi hans og starfi alla tið. Innan við tvitugsaldur kom Steingrimur hingað til Patreksfjarðar. Mun það að ein- hverju leyti hafa verið fyrir áeggjan Einars Sturlaugssonar, er þá var sóknarprestur hér á Patreksfirði. Samhliða þvi aö hann þá hóf nám i málaraiðn og lauk þvi námi, geröist hann organisti hérviö Patreksfjarðar- kirkju, oggegndi þvi starfi allt til þess tima aö hann fluttist héðan 1961. Hinn 1. október 1938 kvæntist Steingrimur fyrri konu sinni Guðrúnu Þórarinsdóttur frá Patreksfirði, og bjuggu þau sin samfylgdarár hér á staðnum allt þar tii hún lést hinn 10. nóv. 1959. Guðrún var væn og elskuleg kona, er féll frá langt fyrir aldur fram frá 6 börnum þeirra hjóna, er flest voru á erfiðu aldursskeiði, og þvi mikill miss- ir góðrar og umhyggjusamrar móöur og konu, manni og börnum. Þau Guðrún og Steingrimur áttu saman 8 börn. Tvö þeirra létust nýfædd, en þau sem eftir lifa eru: Elma búsett að Hafralæk Aðaldal, gift Asgeiri Þórhallssyni, Magni, Patreks- firði, kvæntur Sigriði Gisladóttur. Sig- fús Reykjavik, kvæntur Björgu Benja- minsdóttur. Sjöfn, Reykjavik, gift Daniel Guðmundssyni. Jóhann, Akureyri, kvæntur önnu Þorgilsdótt- ur. Olafur, Patreksfirði, kvæntur Kol- finnu Guðmundsdóttur. Eins og að likum lætur var verald- legt rikidæmi ekki ráðandi afl á heimili þeirra hjóna, en það var hlý- legt að koma til þeirra, og þau áttu flesta að vinum, er náið kynntust þeim. Barnahópurinn var stór og oft erfiðar aðstæður sem þau bjuggu við, húsnæðislega og á annan veg Hér að framan hefi ég sett I ramma sögu vinar minn Steingrims, um uppruna hans og starfssögu meðan hann dvaldist hér á Patreksfirði, en inni I þessum ramma er miklu stærri mynd af manninum sjálfum, en henni verða ekki gerð nein tæmandi skil i þessum linum, þótt ég leitist við aðeins nánar. Ég kynntist Steingrimi mjög fljótt og náiðeftir að ég gerðistbúsettur hér á Patreksfirði 1951. Ég fann fljótt að i manninum bjó merkur og margbreyti- legur persónuleiki. Steingrimur var greindur vel, og margfróður þrátt fyrir takmarkaða skólagöngu, og á sjálfsmenntunarbraut sinni náði hann langt á mörgum sviöum. Hann var næmur á islenska tungu og ritaði fagurt og skemmtilegt mál. Hann hafði einnig gott vald yfir Norðurlandamálum og ensku. Fyrir þessa sjálfsmenntun sina vissi hann margt, og jók þekkingu sina með lestri góðra, menningarlegra bókmennta. Steingrimur var hrifnæmur og þvi var það tónlistin á sinum margbreytilegu sviðum, er hreyf hann mest og mun hafa átt hug hans sterkast til hins síðasta,enda lagði hann mikiðfram til þeirra mála með lögum sinum, bæöi á sviði kirkjulegra tónsmiða, almennra sönglaga og léttra danslaga og mun á þvi sviði vera til mikið safn, er ekki hefur áður komiö fram fyrir almenn- ingssjónir. Um nokkurt skeið ritaði Steingrimur 9

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.