Íslendingaþættir Tímans - 29.05.1976, Blaðsíða 10

Íslendingaþættir Tímans - 29.05.1976, Blaðsíða 10
Sólveig Einarsdóttir F. 29. ágúst 1905 D. 11. mal 1976 „Og hvar sem ég lít er ljósbros eitt I litlu stofunni er bjart og heitt, frá dagstritl hvilist þar höfuð þreytt i heimilisfriðarins riki.” Konan sem þessi minningarorð eru helguð, fórnaði aö mestu ævinni heimili sinu og undi sér best heima. Þar hlúði hún að börnum sinum og annaðist uppeldi þeirra. Móöurhlut- verkið var henni helgur dómur. Sólveig Einarsdóttir var fædd i Fjarðarseli i Seyðisfirði 29. ágúst 1905. Foreldrar hennar voru Einar Sölvason og Bergljót Einarsdóttir frá Geita- gerði. Um fermingaraldur fór hún til hjónanna Eyjólfs Jónssonar banka- stjóra, og Sigriðar Jensdóttur að Sólvangi i Seyðisfirði. Var hún þar fyrst við heimilisstörf en siöar að ljós- smásögur og að minnsta kosti tvær bækur undir dulnefninu Valur Vestan og árið 1959 kom út bók hans Blið varstu bernskutið, undurfalleg barna- bók, er lýsir I grunntóni æsku hans og uppvexti. Hann ritaði einnig nokkrar greinar um tónlistarmál og tonlistar- fræðslu. Hann samdi einnig sjálfur marga texta við danslög sin, og sýndu þeir að honum var létt um að rita jafnt i bundnu máli og óbundnu. Steingrim- ur var i orðsins fyllstu merkingu sjálfsmenntaöur listamaður á marg- vislegu sviði. Nú hin siðari ár átti Steingrimur heima á Húsavik ásamt siðari konu sinni, Guðbjörgu Þorbjamardóttur, ættaöri frá Bakkakoti I Borgarfiröi. A Húsavik starfaði hann viö Tónlistar- skólann sem skólastj, en áöur var hann skólastjóri Tónlistarskólans á Fáskrúðsfirði og kirkjuorganisti þar um nokkurt skeið. Starfssaga Steingrims hér á Patreksfirði verður ekki rakin til hlit- ar i þessum minningahugleiðingum rninum, en það var merkt og mikið starf, sem hann lagði fram, oftast litt eða ólaunað, viö kirkju staðarins, kirkjukór, og aðra félagslega starf- semi hér á staönum, og fyrir það allt eru þeir Patreksfirðingar er með hon- um störfuðu honum þakklátir. 10 Steingrimur átti við margvisleg vandamál aö striöa i lifi sinu eins og oft vill verða. Þar toguðust á tvö öfl, veikleikinn og styrkleikinn og á tima var vart hægt að sjá hvort aflið yrði hinu sterkara, en styrkleikinn bar þó sigur af hólmi. í bréfi til min rakti Steingrimur þessa baráttu sina, og var sigurglaður að vonum. Þar lét hann fögur orð um það falla, að kona sin, Guðbjörg hefði átt þar sterkustu að- stoðina, enda væri hún kærleiksrikur förunautur og reyndust það orð að sönnu i erfiöri sjúkralegu hans, þegar Guðbjörg fylgdi honum eftir til Reykjavikur til að geta létt honum siðustu stundirnar. Steingrimur er genginn á fund feöra sinna. Starfi hans i þessu lifi er lokið. i heimkynnum almættisins mun hann eiga endurfund við ömmuna góðu, er hann lýsir svo fagurlega i bók sinni, Bliö varstu bemskutið, og alla aðra ástvini sina, og i samfylgd þeirra mun hanneigafyrstujólinheima. Aölokum votta ég og fjölskylda min börnum Steingrims, tengdabörnum og eigin- konu hans, Guðbjörgu, okkar dýpstu samúö og biðjum þeim blessunar guðs. Steingrimi sé þökk fyrir samfylgdina, vináttu hans og viðmót. Agúst H. Pétursson. myndasmiði i mörg ár við ljósmynda- stofu, sem Eyjólfur rak þar með öðrum verkefnum sinum. Mikið ást- riki var með Sólveigu og hjónunum i Sólvangi og börnum þeirra og var þar hennar heimili uns hún fluttist burt af Seyðisfirði og gifti sig. Þann 5. september 1929 giftist hún á Seyðisfirði Hannesi J. Magnússyni, siðar skólastjóra, sem var þá kennari á Fáskrúðsfirði. Yfirgaf hún þá æsku- stöðvarnar á Seyðisfirði, sem voru henni alltaf kærar. En þau hjónin dvöldu aðeins eitt ár á Fáskrúðsfirði en fluttust til Akureyrar 1930, þar sem Hannes fékk kennara- stöðu. Þar varð heimili þeirra upp frá þvi, þar til þau fluttust til Reykjavikur fyrir tiu árum. Þar andaðist Hannes 18. febrúar 1972 eftir þungbær veik- indi. Annaöist Sólveig hann þá af frá- bærri alúð. Fráfall Sólveigar kom óvænt. Hún var hress fram á siðasta dag. En dauðinn gerir ekki alltaf boö á undan sér. Ég var nágranni þeirra hjónanna um tugi ára og samstarfsmaður Hannesar við skólastörf og i félags- málum. Ég var þvi vel kunnugur á heimili þeirra. Sambúð þeirra hjóna var alltaf mjög ástúðleg og heimili þeirra einkenndist af þvi, hve fjölskyldan var samtaka I daglegu starfi. A þvi heimili rikti skilningur og friður milli barna og for- eldra. Sólveig annaðist börnin af mik- illi nærfærni og stuðlaði að þvi að maður hennar fengi næði til að vinna að störfum sinum við ritstörf og að uppeldismálum. An þess stuðnings hefði minna dagsverk legið eftir hann. Þeim hjónum varð fimm barna auðið, en elsta barn þeirra andaðist I æsku. Hin eru Hrefna gift Jean Jean- marie, búsett i New York, Heimir, lög- fræöingur kvæntur Birnu Björns- dóttur, búsettur i Reykjavífc, Sig- riður Jakobina gift Þorsteini Svörfuði Stefánssyni, lækni, nú búsett I Gauta- borg og Gerður gift Marteini Guðjóns- syni tæknifræðingi búsett i Reykjavik. 011 eru börn þeirra mannvænleg og höfðu þau hjónin mikið barnalán. Hafa þau verið mjög ræktarsöm við for- eldra sina. Ég sagði áöan að Sólveig hefði best unað sér heima einkum meðan börnin voru að alast upp. En eftir að hún kom islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.