Íslendingaþættir Tímans - 29.05.1976, Blaðsíða 12

Íslendingaþættir Tímans - 29.05.1976, Blaðsíða 12
Sigurgeir Guðmundur Askelsson Vinarkveðja Fy rir nærri ári siðan, andaðist hér i Reykjavik Sigurgeir G. Askelsson. W)tt síðbúiö sé, þá vil ég minnast hans, með faeinum linum. Sigurgeir fæddist 22. mai 1902, að Bassastöðum i Kaldrananeshreppi. Var hann barn vorsins og Ijóssins og hið einstæða nafn á fæðingarbæ hans, kom fram i lifi hans alla tið, tónviss og söngelskur maður. Foreldrar hans voru hjónin Guðriður Jönsdóttir og Áskell Pálsson. Þau eignuðust 22 börn. Á fyrsta ári var honum komið i fóst- ur að Bæ á Selströnd. En þar bjuggu Jóhann Jónsson móðurbróðir hans og kona Jóhanns, Guðriin Guðmundsdótt- ir. Með þeim ólsthann upp til fullorð- insára. Ungur að árum nam Sigurgeir söðlasmiði. Jafnframt stundaöi hann öll algeng störf, til lands og sjávar, er til féllu. Þegar Sigurgeir var 25 ára, 25. marz 1926, giftist hann eftirlifandi konu sinni Ólöfu Gestsdóttur frá Hafnarhólmi. Stóö heimili þeirra á ýmsum stöðum i St randasýslu. 1941 eru þau komin til Keykjavikur og stóð heimili þeirra hér i borg æ siöan. Þau eignuðust 5 börn, 3 drengi og 2 stíilkur. 3 barnanna lifðu föður sinn: Jóhanna Guðrtin, Helena gift Bæringi Guðvarðarsyni og Garðar kvæntur Önnu Mariu og er hún norskrar ættar. Þau hjón urðu fyrir þeirri sáru sorg aö missa tvo drengi sina á voveiflegan hátt, af slysförum. Guðmundur Mars um borð i togaranum Fylki og Garðar Hólm er varð fyrir bil, 6 ára að aldri. bessum sáru raunum mættu hjónin með trUarstaðfestu hins kristna manns. Sigurgeir var léttur i spori og léttur i lund, vel limaður og byggður af Guðs hendi. Fyrirmyndar maður til orðs og æðis. Areiðanlegur og vildi i engu vamm sitt vita. Stundvis, háttvis og kurteis. Hann var mjög söngelskur, eins og áður er að vikið, átti sjálfur vandað harmonium, lék á það, sér og sinum til ánægju. Afbragðs heimilis- faðir, alltaf veitandi. Siðustu árin bjó hann með fjölskyldu sinni að Miðtúni 88 hér i borg, vönduðu einbýlishúsi. Árið 1955 verða afgerandi þáttaskil i lifi Sigurgeirs. Hann eignast trUarlegt afturhvarf. Það varðog reynsla Ólafar um svipað leyti. Þau eignuðust lifið og lifandi trU á JesUm Krist. Sama ár ánægjulegar samverustundir. Við biðjum henni Guðs blessunar á nýjum leiðum. Eirfkur Sigurðsson 19. mai, sl. var frænka min, Sólveig Einarsdóttir, jarðsett frá BUstaða- kirkju. Andlát hennar bar að með snöggum hætti. HUn hafði að visu kennt lasleika um skeið, en gerði ekki mikið Ur þvi. Henni var ekki tamt að kvarta. HUn lézt á lokadaginn 11. mai. Sólveig var af austfirzkum uppruna, fædd 29. ágUst 1905. Foreldrar hennar voru Einar Sölva- son, bóndi i Fjaröarseli i Seyðisfirði og seinni kona hans, Bergljót Einars- dóttir. Þau eignuðust 6 börn: Sigriöi, Margréti, Einar, VigfUs, Halldóru og Sólveigu. A lifi eru Margrét og Einar, bUsett á Egilsstöðum. Um 12 ára aldur fór Sólveig Ur foreldrahUsum til Sigriðar Jensdóttur og Eyjólfs Jónssonar aö Sóivangi i Seyðisfjaröarkaupstað. Fyrst hjálpaöi hUn til við heimilisstörf og siðan vann hUn á ljósmyndastofu Eyjólfs, þar til hUn giftist Hannesi J. MagnUssyni, skólastjóra og rithöfundi, þann 5,sept- 12 ember 1929. Hann er látinn fyrir nokkrum árum. Þau eignuðust 5 börn. Elzta barn þeirra, Sigrlður Jakobina, dó aðeins fjögurra ára að aldri. Hin börnin eru: Hrefna, Heimir, Sigriður Jakobina og Gerður. Sólveig og Hannes bjuggu flest bU- skaparár sin á Akureyri. Hann var þar lengi skólastjóri og þar uxu börnin Ur grasi á menningarheimili, þar sem góðvild og drenglund voru i heiðri höfð. Siðar fluttu þau svo til Reykja- vikur. Þar eignuðust þau notalegt heimili. Þangað komu börn þeirra, tengdabörn og barnabörn, eftirlæti ömmu og afa. Ég kynntist Soilu frænku strax i bernsku. Móðir min, Ingibjörg Einars- dóttir og Solla voru hálfsysUir. Þær ölust ekki upp saman, en mjög var kært meö þeim. Það voru greiöar skipaferðir milli Noröfjarðar og Seyöisfjarðar i þá daga og Solla frænka heimsótti okkur oft. Þegar ég staldra við og hugsa til þessara daga, finnst mér, að þaö hafi alltaf verið sölskin. I einum sólargeislanum stendur æskurjóö og falleg stUlka á upphlut. Það er Solla frænka. Þá var heldur ekki amalegt aö lara í lysti- reisu til Seyðisfjarðar, heimsækja langömmu og frændfólkið og fá aö bUa hjá Sollu frænku á Sólvangi, sem var mjög skemmtilegt og glæsilegt heimili. Svo giftist Solla Hannesi. Hann var þá kennari á FáskrUðsfirði. Ég var óguriega feimin viö hann fyrst i stað, en það lagaðist fljótt, þvi að hann var einstaklega barngöður og traustvekj- andi. Ekki losnaði Solla við mig, þó að hUn flytti til Akureyrar. Ég bjó hjá þeim i góðu yfirlæti fyrsta veturinn minn i M.A. Ég er þakklát fyrir öll okkar kynni fyrr og siðar. Solla frænka var starfsöm kona og henni leiddist aldrei. HUn var umhyggjusöm móðir og amma og góður vinurbarna sinna. Þeirra missir er mikill, en minningin björt. Við systkinin sendum börnum henn- ar, fjölskyldum þeirra, Margréti, Einari og öðrum vandamönnum inni- legar samUðarkveðjur. Blessuð sóiin vermi ykkur öll. Ragna Jónsdóttir. Isiendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.