Íslendingaþættir Tímans - 29.05.1976, Blaðsíða 14

Íslendingaþættir Tímans - 29.05.1976, Blaðsíða 14
Hjónin í Gullbringu Sigurbjörg Hjörleifsdóttir °g Guömundur Guðmundsson Sigurbjörg Hjörleifsdóttir f. 10.3. 1898 d. 21.10. 1975 Guömundur Guðmundsson f. 29.8. 1886 d. 11.2. 1966. Gullbringa hét smábýli i landi Tjarnar i Svarfaðardal. Fyrst mun þar hafa verið bú á 18. öld, en frá þvi um 1820 var þar samfelld búseta fram undir miðbik þessarar aldar. Kotið hlaut fagurt nafn i skirninni, og vissulega er staðurinn lika fagur I brekkunni upp undir fjallsrótum fyrir ofan Tjörn. Þar er prýðilega viðsýnt eftir þvi sem um getur verið að ræða i sveit girtri háfjöllum. Þaðan sér vel yfir byggðina i niðursveitinni og fram i Skiðadal. 1 norðri blasir við Dalvlk i 5 km fjarlægð og siðan Eyjafjörður og Grlmseyjarsund, en nokkru innar Hrisey og Látrafjöllin handan fjarö- arins. Á bak við bæinn er brött fjallshliðin algróin grasi og lyngi i fjölbreyttu landslagi. A vétrum er þessi hliö löng- um þakin samfelidri snjóbreiðu, en á sumrum er hún angandi lifheimur dýra og jurta . Með þessu eru vist upptaldir helztu kostir Gullbringu. Sem bújörð var hún meðal allra aumustu kota i mjög kot- auðugri sveit. Túnið 2-3 ha, var mest- allt i brattlendi, en þar fyrir utan voru slægjur á reitingsengjum, sumpart þýfðum, annars staðar rökum. Allur heyskapurinn nam kannski 250 hest- burðum ef vel var skafiö. Siðustu ábúendur i Gullbringu voru hjónin, sem þetta greinarkorn er helgað, þau Sigurbjörg Hjörleifsdóttir og Guömundur Guðmundsson, en þar bjuggu þau i 19 ár, 1928-1947. Sigurbjörg Stefania var svarfdælsk, fædd á Ingvörum hér i sveit. Foreldrar hennar voru hjónin Rósa Jóhanns- dóttir og Hjörleifur Jóhannsson, sem þá voru þar til heimilis. Hjónin I Gullbringu Vorið 1906 fluttist fjölskyldan út i Knappsstaði i Stiflu i Fljótum. Á 20. afmælisdegi sinum, 10. marz 1918 gift- ist Sigurbjörg ungum manni úr sveit- inni, Guðmundi Guðmundssyni. Sr. Jónmundur Halldórsson, þá prestur á Barði I Fljótum, gaf ungu hjónin saman. Guðmundur var fæddur i Háakoti i Stiflu, sonur hjónanna Guðrúnar Jóna- tansdóttur og Guðmundar Pálssonar prests á Knappsstöðum. Fyrstu 4 hjónabandsárin bjuggu þau Guðmundur og Sigurbjörg á Knapps- stöðum I sambýli við foreldra hennar. En árið 1922 fluttu þau sig um set aö Húnsstöðum, sem var litið býli utan við Knappsstaði i skjóli við Stifluhól- ana. Feröamaöurinn,sem ekur alfaraleið um Stifluna nú, fer hjá garöi á Húns- stööum án þess að gruna að þar hafi verið bújörð. Bæjarhúsin liggja að miklu leyti grafin undir þjóðveginum, túnbleöillinn er hluti af Knappsstaða- túni, en engjafitjarnar meðfram hóln- um, sem voru fyrrum höfuðprýði jarð- arinnar, liggja á botni hins fagra en dýru verði keypta Stifluvatns. A þessum stað bjuggu þau hjónin i 6 ár. Ekki mun þeim hafa safnazt auður i bú á Fljótaárunum, enda ábýlin harla smá. En reyndar áskotnaðist þeim samt nokkuð, sem telja má betra en ekkert: 6 börn, þrjú af hvoru kyni, auk stúlku, sem dó úr kighósta á fyrsta ári. Vorið 1928 gerðist nokkuð, sem átti eftir að gera lif okkar barnanna hérna i hverfinu sýnu auöugra og skemmti- legra en áöur. 1 Gullbringu, sem allt frá aldamót- um og lengur hafði að mestu verið barnlaus bær, fluttist þessi stóra fjöl- skylda utan úr Fljótum. Einn góöan veðurdag um vorið var allt orðið ið- andi I börnum i kringum Gullbringu- 14 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.