Íslendingaþættir Tímans - 17.07.1976, Síða 5

Íslendingaþættir Tímans - 17.07.1976, Síða 5
1938, geröist kennari viö Austurbæjar- skólann 1945 og kenndi siöan söng viö þá stofnun til dauöadags. Þá var hann stjórnandi Karlakórs verkamanna I Reykjavik um 7 ára skeiö(1933-’40) og Karlakórs Dagsbrúnar 1946-’48. Einn- ig tók hann alloft aö sér aö æfa söng- flokka félaga og skóla fyrir árshátiöir og afmælisfagnaöi. Tónsmiöar stund- aöi Hallgrimur einnig, samdi m.a. hátiöakantötu, er frumflutt var á 25 ára afmæli Austurbæjarskólans áriö 1955. Hefur þaö verk alloft siöan veriö flutt á samkomum I skólanum undir stjórn hans. Þegar Hallgrimur hóf starf i Austur- bæjarskólanum, haföi ég kennt þar um 14 ára skeiö. Tókust þá þegar meö okk- ur kynni, er þróuöust upp i vináttu. Þau bönd treystust og viö þaö, aö elstu synir okkar sátu saman I bekk I barna- skóla og menntaskóla, luku stúdents- prófi saman og stunduöu siöan nám viö sama háskóla erlendis. Þetta m.a. skapaöi þau tengsl milli heimilanna, er eigi hafa rofnaö siöan. Ariö 1937 kvæntist Hallgrimur á- gætri konu Margréti Arnadóttur, ætt- aöri úr Rangárþingi, er I dag fylgir manni sinum til grafar. Af fimm börn um þeirra eru fjögur á lifi, atgervis- og myndarfólk. Meö Hallgrimi er genginn góöur drengur, skemmtilegur félagi og ein- lægur unnandi Islenskrar náttúru, tón- listar og sögu. Hann var einn þeirra manna, er til æviloka hélt óskertum þeim hæfileika, sem hverju heilbrigu barni er i blóö borinn, en of margir glata slöar, aö undrast þau furöuverk náttúrunnar og llfsins er blasa viö, hvar sem fæti er stigiö á grund og alda gjálfrar viö stein. Kennarar Austurbæjarskólans kveöja Hallgrlm Jakobsson meö sökn- uöi, þakka áratuga samstarf og senda ekkju hans, börnum þeirra og barna- börnum hugheilar samúöarkveöjur. Siguröur Runólfsson. t Hallgrlmur Jakobsson haföi lengi veriö einn af fremstu liösmönnum rót- tækrar verkalýöshreyfingar I Reykja- vík I menningarmálum, einkum er varöaöi söng og aöra tónmennt. Hann haföi samiö m.a. baráttusöngva sem uröu vinsælir og túlkuöu ööru betur sóknarhug alþýöu I erfiöri llfsbaráttu þessara tima. „Fánasöngurinn” — Kvaö viö uppreisnarlag, viö texta Jóns Rafnssonar og „Til átaka” viö texta Stefáns ögmundssonar svo nefndir séu tveir þessara baráttusöngva, munu standa sem óbrotgjarnir minnisvaröar Islendingaþættir um baráttuvilja alþýöunnar á kreppu- árunum. Þá haföi Hallgrimur einnig um langt árabil stjórnaö Karlakór verkamanna, sem var sterkur þáttur I félags- og menningarbaráttu verkalýöshreyfing- arinnar og túlkaöi undir stjórn hans glóö og eldmóö baráttusöngvanna. Síöar stjórnaöi Hallgrlmur einnig Karlakór Dagsbrúnar. Sá er þetta ritar varnýkominnnoröan úr ólafsfiröi til þess aö afla sér auk- innar menntunar I tónlist, ef veröa mætti aö hann gæti meö aukinni kunn- áttu m .a. oröiö aö einhver ju liöi I þeirri öílagaglimu, sem framundan var og enn er ólokiö. Þetta voru dagar Kefla- vlkursamningsins haustiö 1946. Þá mættumst viö Hallgrlmur Jakobsson. Það kom fljótt I ljós þegar viö fórum aö bera saman bækur okkar, að ekki skorti sameiginleg áhugamál. Upp frá þvl áttum viö einatt gnægtir sllkra málefna. Almennur söngur, sem alltaf haföi veriö rlkur þáttur I félagsllfi alþýöu, dvlnaöi mjög á strlðsárunum. Þetta fannst mörgum mönnum I verkalýös- hreyfingunni vera menningarleg aft- urför og vildu leita ráöa til úrbóta. Þá var hafinn undirbúningur aö útgáfu söngvasafns. Þaö kom I hlut okkar Hallgrlms ab annast framkvæmdir, og Alþýðusam- bandið gaf út söngvasafnið „tslands- ljóö” haustiö 1948. „Söngllf er aflvaki þjóöllfs. Af strengjum hörpunnar stökkva gneist- ar frelsisins. Fyrir mætti sigursöngv- anna brestur okiö. Ráði söngurinn húsum, mun þjóöin ráða landi.” Þann- ig endaði Þorsteinn skáld Valdimars- son forspjall sem hann reit fyrir ís- landsljóbum. Meö þeim oröum er lýst hugsun þeirra sem aö útgáfunni stóöu. Söngfélag Verkalýðssamtakanna var stofnaö I febrúar 1950. Hallgrlmur var stuöningsmaöur þess alla tlö meö- an það starfaði. A útmánuöum 1964 var Tónskólinn stofnaður meö þvl sérstaka markmiði að „efla almenna múslkþekkingu þjóöarinnar, ekki slst meöal þess fólks, sem aöeins getur varið takmörk- uöum tómstundum til þess aö auka þekkingu slna á þvl sviði”, eins og seg- ir I skipulagsskrá skólans. Hallgrimur haföi átt mikinn þátt I aö safna styrktarfélögum og undirbúa stofnun skólans aö ööru leyti. Hann var kosinn formaöur Styrktarfélags Tónskólans á stofnfundi þess og jafn- framt formaður skólaráðs Tónskólans. Upp frá þvl var hann jafnan edurkjör- inn til þessara starfa og gegndi þeim til slöasta dags. Hann beitti góöum gáfum sinum til þess aö leysa margan vanda sem aö bar, ekki slst á erfiðum frumbýlingsárum. Þaö er margt sem skólinn á honum aö þakka. Rlkur þáttur I skapgerð Hallgrlms Jakobssonar var aö leita hins sanna I hverju máli, og ég hygg aö hver við- leitni samferðarmanna hans til aö heyja sér aukna menntun hafi átt stuðning hans visan. Að lokum vil ég færa einlægum vini og starfsfélaga um 30 ára skeið þakkir, og eftirlifandi konu hans, Margréti Arnadóttur, og börnum þeirra samúö- arkvebjur. Sigursveinn Kristinsson. t Þaö var mikil fátækt á Grimstaða- holtinu I byrjun kreppunnar miklu og slöar, en lika þá voru Austurfjöllin af- skaplega falleg. Við sáum reykina stiga upp sunnan Vigdlsarvalla, vest- an viö Sveifluháls. 1 okkar augum var þetta mikil f jarlægð, viöerni, eiginlega ónumin lönd. Reyndin varö hinsvegar sú aö viö þrömmuöum eftir slóöum, sem fótspor manna og dýra höföu greipt I helluhraunin á göngu sinni um aldir. En ævintýriö brást okkur ekki. Aö ganga lynggróna hliö. Sjá allt I fyrsta sinn. Furöa sig á blómi, furöa sig á steini, fiörildi eöa fugli. Enginn okkar sá undriö eins ungum augum og Hallgrimur Jakobsson. Enginn okkar dáöi þaö meira. Ég minnist þess vel eitt sinn á feröa- lagi aö deilt var um töku fágætra eggja, sem ekki voru til I safni. Ég man hversu traustan málsvará fuglinn átti þar sem „Blmi” var. Hann haföi snemma óvenju per- sónulegt og sjálfstætt mat á fyrirbær um og málefnum. Það var oftlviöræöu eins og hann varpaöi á loft spegli.Þar sáum viö mynd málefnis og hlutar I sérstöku ljósi, hreinni birtu, ekki mistrihagsmunalegra viöhorfa. Engin tilhneiging til að fegra sér I vil. Þvert á móti, ef mynd hans sjálfs brá fyrir þá fylgdi gjarnan klmin athugasemd eöa glaöur bjartur hlátur hans. Og sætt- andi var hann jafnan ef bliku dró á loft I kappsfullri umræðu. Asamt félagshyggju og lærdómsiöju átti músikin jafnan öndvegissæti á æskuheimili Hallgrlms Jakobssonar. Sjálfur byrjaöi hann snemma aö leika á hljóöfæri og semja lög. Ég man þau bæöi meö og án orba, ýmist myndir æsku og heiöra daga eöa eggjuð vopn til baráttunnar þegar „kvaö viö upp- reisnar lag”. Þessi stuttu kveðjuorð gera engin skil þvl mikla verki, sem Hallgrímur Jakobsson vann Islenskum verkalýö 5

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.