Íslendingaþættir Tímans - 21.08.1976, Blaðsíða 3

Íslendingaþættir Tímans - 21.08.1976, Blaðsíða 3
Ragnhildur Þórarinsdóttir frá Efrimýrum Fædd 21. okt. 1900 - Dáin 27. júli 1976. Mikils er endurminningin megnug. A þeim stundum er dauðinn gripur inn i gang tilverunnar hið næsta okkur og harmurinn sest að i hugskotinu þá er sem bregði blæ yfir hið liðna og endur- minningar flykkjast að. bá er mikils um vertef yfir þeim erslik birta að nái að lýsa upp það myrkur er seytlar inn i sálina. Éghygg lika að það sem mér er rikast i huga i dag, þegar amma min er tilmoldar borin, sé ekki sorg heldur þakklæti, þakklæti fyrir allar þær björtu minningar sem ég á um hana og eiga eftir að ylja mér um ókomin ár. Amma, Ragnhildur Þórarinsdóttir, fæddist að Jórvik i Hjaltastaðaþinghá 21. október árið 1900. Hún var næst elzt fimm barna þeirra Þórarins Jóns- sonar, bónda og sýslunefndarmanns, og konu hans Guðrúnar Magnúsdóttur og hlaut sitt uppeldi i foreldrahúsum. Nitján ára tók hún þá ákvörðun er mótaði ævi hennar i grundvallar- atriðum upp frá þvi. Hún hleypti heim- draganum og fór til náms að Kvenna- skólanum á Blönduósi, sem veitti ungum stúlkum hin beztu menntun á Þeirra tima visu. bann vetur kynntist hún afa minum, Bjarna 0. Frfmanns- syni, sem nú stendur frammi fyrir J» irri nöturlegu staðreynd að hans dyggasta stoð og stytta um tæplega sex áratuga skeið er burt kvödd úr þessum heimi. —En þess er égfullviss oð skynsemi hans og æðruleysi hjálpa honum til að sigrast á sárasta treganum og sætla hann við orðinn hlut. Eftir kvennaskólanámið vistaðist ernma að löðurgarði afa, Hvammi i Fangadal. bau felldu hugi saman og gengu i hjónaband 8. desember árið '921. beir sem til þekkja segja að þar hafi tarið sérlega glæsileg ung hjón. Timabiliðsem núfóri hönd var saga landnemans.sú saga sem hefur endur- 'akið sig óaflátanlega um aldir, saga •slenzka bómlans. bau festu kaup á litt ' æktaðri og il la hýslri jörð en viðlendri °g ix'fja þar búskap sinn. Hér stóðu 'ætur þeirra alla tið siðan, á Efri- úiýrum i Engihliðarhreppi. beim ungu hjónunum kann i fyrstu að hafa þótt berangurslegt landslagið islendingaþættir á jörðinni sinni i samanburði við hinar skjólsælu jarðir á grundunum með- fram Blöndu, en með samstilltum stórhug og elju auðnaðist þeim að breyta mýrinni i gróin tún, reisa myndarleg hús og gera þarna öndvegisjörð, sem varð að nokkru leyti er fram liðu stundir miðdepill sinnar sveitar. Það stafaði meðfram af þvi að afi gerðist forvigismaður sveitarinnar i félagslegum efnum og gegndiþvihlutverkium áratuga skeið, en þó hefði það útaf fyrir sig aldrei gert heimilið að þeirri miðstöð sem það var ef ömmu hefði ekki notið við. Hún rak heimilið af mikilli rausn og myndarskap sem hefði ekki verið ger- legur nema vegna þess að hún var i rikum mæli gædd þeirri dyggð, sem húsmóður á stóru heimili er flestum dyggðum nauðsynlegri, en það er nýtni og ráðdeildarsemi. Stjórnunar- hæfileikar hennar nutu sin vel bæði innan húss og utan og létt var að vinna undir hennar stjórn. Ég hygg að hvergi sé á afa hallað þótt ég segi að stjórn búsins hafi oft verið i hennar höndum og ákvarðana hennar hafi viða gætt utan húss. Það stafaði af þvi hve mikill timi fór oft og einatt i óeigingjarnt starf hans á félagslegum vettvangi, sem stundum jaðraði við að færiútfyrir þaumörk erheppileg gátu talizt. Ekki má þó skilja þetta svo, að henni hafi verið raun að þessu hlut- verki, heldur var hún upp með sér af aukastörfumbónda sins og lét þviekki sinn hlut eftir liggja, til þess að hann mætti sinna þeim sem bezt. Var honum og alltaf mikill styrkur i trausti þvi og virðingu sem hún bar til hans. Heimili þeirra að Efrimýrum var lengst af mannmargt. Þeim varð þó ekki nema einnar dóttur auði§, en að auki ólu þau upp að verulegu leyti fjögur börn og komu þeim til manns. Til viðbótar var svo fjöldi vinnufólks, þar til er þau komust á efri ár. Siðustu búskaparár þeirra urðu þeim einkar mótdræg. Þau fóru ekki varhluta af þeirrihlálegu staðreynd að öldin gerist æ fráhverfari lifshugsjón þeirra og annarra slikra landnema. Vélamenningin og pappirsbáknið soga alla inn i sinar viðjar, fólkið flykkist úr sveitunum til þéttbýlisins og loks er svo komið að eftir standa gömul þreytt hjón, sem reyna eftir mætti að vera hugsjón sinni trú, unz öll siik viðleitni virðist einber timaskekkja á öld klukkunnar og kapphlaupsins ógur- lega. Hérer þó við engan að sakast þvi allir eru börn sins tima. Stöðugt varð erfiðara að fá vinnufólk og heilsan tók að gefa sig hjá ömmu. Þvi var ekki um annað að gera en bregða búi og svo hlutaðist til að þau fluttu fyrir tveimur árum suður til Keflavikur til að geta eytt ævikvöldinu i samvistum við dóttur sina og fjölskyldu hennar. Okkur öllum var j»ð fagnaðarefni i sjálfu sér, að það eitt skyggði á, að þar með var lifstré þeirra rifiö upp með rótum og sett niður viðsfjarri átthögunum. Sú varð raunin á að afa gekk betur að aðlagast hinum breyttu aðstæðum, en það var eins og smá dofnaði yfir henniþegar hún hafði minna umleikis, þótt þau væru búin að koma sér upp hlýlegu heimili i Keflavik. bar hefur skert heilsa hennar eflaust valdið mestu þótt nærkomnir yrðu þess litt varir. Hún var fáorð um allt shkt og þvi fannst okkur brottför hennar vera með skyndilegum hætti. Af eðlilegum ástæðum man ég ömmu mina ekki fyrren hún var orðin nokkuð við aldur. Hún er sögð hafa veriö afar falleg sem ung stúlka og þess mátti vel sjá stað fram á hinsta dag. Hún var litil vexti en hnellin og kvik i hreyfingum, handsmá og fót- nett. Hún var ennibreið og sviphrein og yfir andliti hennar var alltaf mjög bjart. Vitnaði það vel um lund hennar sem var hlý og góðviljuð. Henni lá gott orð til fólks og var hún varkár i dómum og fullyrðingum. Hún var glaðsinna og man ég vel að hún átti það til að bregða á leik og ærslast með okkur krökkunum, enda hændi hún mjög að sér börn. En lag hennar á að laða málleysing jana að sér var þó enn meira. Var þar sama hvaða dýr áttu i hlut. Hún fór ekki svo erinda sinna utan húss að henni fylgdi ekki hin sundurleitasta skrúðfylking góðvina, þar fóru kálfurinn og heimaalningur- inn, hundar og kettir og stundum jafn- vel púddurnar hennar. Hjálpsemi var mjög áberandi þáttur i fari hennar, hún lét sinn hlut ekki eftir liggja hvarsem hún kom við. Hún starfaði mikið að félagsmálum kyn- systra sinna, eins og þau voru i pottinn búin áður en rauðsokkar komu til. Hennar starf á þeim vettvangi fólst 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.