Íslendingaþættir Tímans - 21.08.1976, Síða 7

Íslendingaþættir Tímans - 21.08.1976, Síða 7
Hrefna Böðvarsdóttir F. 26. nóv. 1906 D. 8. júli 1976 Hrefna Böðvarsdóttir var dóttir Böðvars Magnússonar og Ingunnar Eyjólfsdóttur er bjuggu á Laugar- vatni. Hún ólst upp i stórum systkina- hóp, en systurnar voru 11 er upp komust og 1 bróðir. Það mun þvi oft hafa verið glatt á hjalla á heimilinu: heimilisfólkið margt eins og þá tiðk- aðist og svo þessi stóri og liflegi barna- hópur. Ég ólst upp hjá afa mlnum og ömmu, Böðvari og Ingunni, og kynnt- ist þvi Hrefnu vel. Hún var glaðsinna og skemmtileg, hafði góðan frá- sagnarhæfileika, var fróð um menn og málefni og gat þvi miðlað öðrum af þekkingu sinni. Ég minnist þess sér- staklega, þegar við stóðum við þvotta- balana, að þá sagði Hrefna mér heilu sögurnar, sem hún hafði þá verið aö lesa og mundi þá svo vel söguþráðinn og sagði svo vel frá, aö ég þurfti ekki að lesa þær bækur á eftir. Hrefna var góðum gáfum gædd og fjölhæf. Það var alveg sama hvað hún tók sér fyrir hendur, þaö lék allt I höndunum á henni. Hún vann skrif- stofustörf, var við sima- og póstaf- greiðslu, var einn vetur barnakennari og þar að auki var hún saumakona af guðs náð. Margar flikurnar saumaði hún um ævina. Skólaganga Hrefnu var ekki löng. Ung þreytti hún inntökupróf i Kvenna- skólann i Reykjavik og settist 13. bekk, og tók gott próf um vorið. Það nám hagnýtti hún sér vel bæði til munns og handa. Hrefna lék á orgel og var mörg ár organisti við Miðdalskirkju. Þaö var þvi mikið spilað og sungiö á Laugar- vatnsheimilinu, þar sem systurnar skiptust á um að spila undir sönginn. Minnist ég margra ánægjustunda frá þeim tlma, er ég var þar á meðal þeirra. I júni 1944 giftist Hrefna mikilhæfum manni, Stefáni Ingvarssyni, bónda I Laugardalshólum, og bjuggu þau þar, þar til að hann lézt 12. nóvember 1963. Hrefna eignaðist 3 börn, þau eru: Böðvar Ingi, trésmlðameistari kvæntur Halldóru Guðmundsdóttur, Friðgeir Smári, bóndi Laugardals- hólum, kvæntur Elinborgu Guðmunds- dóttur, Kristin, húsmæðrakennari, gift Gunnari Kjartanssyni, mjólkur- fræðingi, Selfossi. Arið 1967 fluttist Hrefna til Reykja- víkur. Var hún þá orðin heilsulítil, en þó alltaf hress og kát. Hún var lögð inn á Borgarspitalann I nóvember 1975, þaðan fór hún til dóttur sinnar og tengdasonar á Selfossi og dvaldi þar, þar til hún varð að leggjast inn á sjúkrahúsið á Selfossi. Hrefna vissi vel að hverju stefndi og var búin að sætta sig við að hverfa héðan úr heimi. Hún gerði sér grein fyrir þvi, að nú var það aðeins náð guðs i Jesú Kristi, sem var til bjargar, þvi að „sælir eru þeir, sem i Drottni deyja.” Jesús Kristur er eina hellu- bjargið. Hrefna min, hafðu þökk fyrir allt og allt. Ég bið Guð að blessa alla ástvini Hrefnu og votta þeim samúð mina. Aslaug Stefánsdóttir. t Hrefna Böðvarsdóttir Guð þig leiði góða kona gegnum myrkur dauöans hér. Hann þér gefur sigur svona að sækja fram til lifs hjá sér. Leiða þig til ljóssins hæða ljúfa vini hitta þar, finna hjá þeim gæzku gæða Guði og þér til blessunar. Jón Þorsteinsson. Þeir, sem skrifa minningar- eða afmælisgreinar í íslendingaþætti, eru eindregið hvattir til þess að skila vélrituðum handritum, ef mögulegt er. \ islendingaþættir 7

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.