Íslendingaþættir Tímans - 15.01.1977, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 15.01.1977, Blaðsíða 1
ÍSLENDINGAÞÆTTIR Laugardagur 15. janúar 1977 — 2. tbl. 10. árg. Nr. 278. TIMANS Guðmundur Pálsson bóndi á Húsafelli Guðmundur Pálsson frá Hjálms- stöðum, eins og hann var oftast nefndur af þeim sem þekktu hann frá bernsku, var fæddur 15, marz 1924, en andaðist hinn 30. ágúst 1976. Ég sem þessar linur rita, er Laug- dælingur eins og Guðmundur heitinn og þekktumst við náið alla tiö, enda var gamalgróin vinátta milli Hjálms- staða og Böðmóðsstaða. HUsbændur allir Laugdælingar og móðir Guð- mundar uppeldissystir fóður mins. Guðmundur var sonur hjónanna Rósu Eyjólfsdóttur og Páls Guð- mundssonar bónda á Hjálmsstöðum. Heimiliö var mannmargt, systkinin mörg og fóru þar fáir hjá garði án þess að lita við, enda kunnu húsbændur þvi bezt. Þar rikti mikil gestrisni, og fóru þaðan allir hressari og glaðari sina leið. A Hjálmsstaðaheimilinu var menningarblær og glaðværð. Þar var spilað á orgel og mikið sungið og lesið, enda stórt og gott bókasafn i stofu. Húsbóndinn skáld gott, og erfðu mörg barnana skáldgáfu föður sins, þar á meðal Guðmundur. Heimafólk skiptist a skoðunum og mál voru rökrædd. All- ir fengu að vera með. Við þennan heimilisanda ölst Guð- mundur upp. Hann var lengi fremur lágur vexti, en varð þó snemma knárri þeim, sem lengri voru. Hann var slik- ur iþróttamaður að þegar á barnsaldri gekk hann á höndum, ekki aðeins á jafnsléttu, heldur upp og niður bratta stiga. Auk þess fór hann hin flóknustu stökk með harla léttu móti. Guðmundur heitinn vandist fljótt venjulegum sveitastörfum. Hann hafði mikið yndi af sauðfé og var fjárglögg- ur með afbrigðum. Hestamaður var hann góður, og hafði frá upphafi áhuga á öllu er laut að gróðri og gróðurvernd. Þar sem hugur Guðmundar beindist einkum i þessar áttir, fór hann á búnaðarskólann á Hvanneyri 1944-1946 og lauk þaðan prófi við góðan orðstir. Þessu næst stundaði hann sjó- mennsku um nokkur ár, aöallega á togurum. En þótt hann yrði brátt hinn ágætasti sjómaður, undi hann ektyi alls konar á sjónum. Taugin var sterk, sem dró hann að gróðri jarðar og sveitinni. Hann nam skógrækt, fyrst hér heima, siðan i Noregi. Við skóg- rækt undi hann vel og nú eru viða fallegar hrislur, sem hann gróðursetti og kom á legg. Undirritaður er svo lánsamur að eiga nokkrar slikar. A þessum árum treystust vináttu- bönd okkar Guðmundar enn betur. Við hittumst oft og áttum margar góðar stundir saman, ýmist tveir, eða með öðrum glöðum vinum okkar, stundum með glas við hönd. Þá var Guömundur hrókur fagnaðar, söngvinn, ljóðelskur og gamansamur. Og ekki skemmdi það, að Guðmundur átti eins og fleiri i ættinni, gott með að kasta fram visu. Ég minnist fyrstu ferðar Guðmpnd- ar að Húsafelli. Við vorum mörg saman i langferðabil á skemmtiferða- lagi, og komum að Húsafelli snemma morguns, litið farin að sofa, þvi við höfðum lent á dansleik i hér- aðinu. Þarna i morgunsárið munu augu Guðmundar hafa opnazt fyrir fegurð þessa staðar, fegurö fjallanna, skógarins, Barnafoss o.fl. Hann hafði heyrt getið hellunnar frægu, og þegar honum var sýnd hún, faðmaði hann hana að sérog hóf á loft i kollhæð. Þetta atvik, sem mörg vitni voru aö, sýnir hvert karlmenni Guð- mundur var. Trúlega mun Guðmund ekki hafa grunað þá, að hans biðu mýkri faðm- lög að Húsafelli. En siðar kynntist hann einu heimasætu staðarins, As- triði Þorsteinsdóttur, sem þá var við hjúkrunarnám. Að loknu prófi hennar giftu þau sig og hófu búskap að Húsa- felli 1957. Þarna urðu að sjálfsögðu þáttaskil i lifi Guðmundar. Hér naut hann sin af lifi og sál. Nóg var að starfa, hjónin samhent um allt sem gera þurfti til að koma sér upp stórbúi. Ærnar urðu fljótlega mörg hundruð og hver kind valin. Nú kom sér vel reynsla Guð- mundar frá æskuárunum i meðferö sauðfjár, og yndi hans af þvi. Þau höfðu auk sauðfjár bæði kýr og hesta, svo búið var býsna stórt. Brátt byggðu þau hjón stórt og mjög gott ibúðarhús og hófu umfangsmikla túnrækt og gerðu sér allt far um að bæta og prýða jörðina i hvivetna, enda stóðu þau i meiri og minni framkvæmdum allan sinn búskap. Börn þeirra Guðmundar eru fjögur, Guðrún, Páll, Þorsteinn og Rósa. Guðmundur hlaut strax vinsemd og virðingu nágranna sinna og voru hon- um fljótlega falin ýmis trúnaðarstörf. Mjög gestkvæmt varð á heimilinu, þvi húsbændum var báðum sýnt um að láta gestum sin liða vel á alla lund.

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.