Íslendingaþættir Tímans - 15.01.1977, Blaðsíða 2

Íslendingaþættir Tímans - 15.01.1977, Blaðsíða 2
A þessum árum átti ég dreng innan við fermingu, sem erfitt var að hafa aðgerðarlausan á götum Reykjavikur. Guðmundur tók af mér strákinn. Mér fannst likast þvi að ég væri að koma til hans böldnum fola i tamningu. En hvað skeði? Tamningin heppnaðist. Pilturinnsótti til þeirra hjóna sumarið eftir og næstu sumur og varð aldavin- ur þeirra. Siðan stöndum við feðgar i þakkarskuld við þau hjón. Guðmundur heitinn var harðfriskur maður. Skapmikill og ósérhlifinn við aila vinnu og vissu fáir afl hans. Okk- ur, sem kynnzt höfðum knáleik hans og hreysti frá bernsku, er þvi nokkar vorkunn, þótt viö ættum erfitt með að trúa og sætta okkur við, að slik hreysti bilaði meðan hann var enn á bezta aldri. Hann mun hafa verið innan viö fertugt, þegar hann tók að kenna þess heilsubrests, sem varð honum að aldurtila rúmlega fimmtugum. Svo hafði virzt sem framtiðin brosti við heimiliþeirraGuðmundar og Astu. Erfiðleikar frumbýlingsáranna að mestu að baki, búið blómlegt, jörðin þeirra gjöful og glæsileg, börnin efni- leg. Kappinn vildi heldur ekki gefast upp fyrr en i fulla hnefana. Það var fyrst eftir stór og þung heilsufarsleg áföll,að þau brugðu búi árið 1972. Guð- mundur hafði þá oftar en einu sinni komizt fast að landamærunum og er raunar fullvist talið að Astriður hafi a.m.k. I eitt skiptið forðað bónda sin- um frá bráðum dauða með snarræði sinu, kjarki og kunnáttu. Þau hjónin keyptu ibúð i Reykjavik, og hafa börnin öll gengið þar til mennta siðan. Guðmundur fékk nokkra heilsu og gekk að ýmsum störf- um hér syðra á vetrum. En hug hans og hjarta áttu sem fyrr konan, börnin og Húsafell. Með vorfuglunum kom Guðmundur að HUsafelli hverju sinni. Nú átti hann hvorki kind né kú, en nokkuð af hestum. Hann tók að hlynna að skóginum og girða hann. Það hafði alltaf verið áhugamál hans að sjá gróðurinn vaxa og dafna i friði. TUnin sin heyjaði hann i siðasta sinn i sumar. Hann var einmitt að leggja siðustu hönd að heyskap sinum, þegar hann hné að velli 30. ágúst 1976. Þar féll góður vinur minn og sveit- ungi, maður sem fáir gleyma sem kynntust. Honum þakka ég allar okkar sam- verustundir. Guðmundur var jarðsettur á Húsa- felli, á þeim stað sem orðinn var hon- um svo kær. Konu hans og börnum færi ég ein- lægar samúðarkveðjur. Guðbjörn Guðmundsson frá Böðmóðsstöðum i Laugardal. Þórarinn Hallgrímsson f. 26.9.1909 d. 20.11.1976 Þórarinn Hallgrimsson er horfinn okkur. í fjórða sinn á 4 árúm hefur dauðinn höggvið skarö I raðir kennara við Laugarnesskóla. Við höfum orðið að sjá á bak góðum starfsfélögum sem við svo sannarlega gerðum ráð fyrir að gætu unnið með okkur miklu lengur. Það er alltaf erfitt að fylla i skarð eftir góðan kennara. Sizt datt mér það i hug, þegar ég bað Þórarin i haust að flytja úr kennslustofu á neðsta gólfi upp i stofu á 3. hæð, að hann yrði ekki i þeirri stofu nema i 2 vikur. Eins og alltaf, ef Þórarinn var beðinn einhvers, tók hann þessari beiðni minni vel og flutti öll sin kennslugögn upp stigana án þess aö láta á þvi bera að hann væri ekki heill heilsu. Hann átti að kenna 4. bekk sem hann hafði kennt siðustu veturnar og nú áttu börnin að flytja i stofu með stærri húsgögnum. Þessi 10 ára börn litu björtum augum til vetrarins með sinum góða kennara sem þau þekktu svo vel. En brátt skipast veður i lofti. Þórarinn var kallaður til rannsóknar á sjúkrahús og komst ekki til starfs eftir það. Það er erfitt fyrir okkur i Laugar- nesskóla að átta okkur á þvi að þessi góði félagi, sem kom ti! starfs i haust eins og við hin, skuli núekki koma aftur og börnin i 4. L hafa misst mikið. En svona er gangur lifsins. Þórarinn Hallgrimsson var fæddur 26. september 1909 I Hringveri I Vikurhreppi Skagafjaröarsýslu. Hann fór f unglingadeild búnaöarskólans að Hólum 1928-1929 og I héraösskólann á Laugarvatni 1929-30. Eftir þaö kennir hann i Hjaltadal I Skagafiröi 1931-’34 en fer siðan i Kennaraskólann. Arið 1936 var merkisár I lifi Þórarins. Þá lauk hann kennaraprófi frá Kennaraskóla tslands um vorið og 1. des. það sama ár kvæntist hann bekkjarsystur sinni úr Kennara- skólanum, Vigdisi Eliasdóttur. Hann hóf kennslu strax um haustið 1936 i Laugarnesskóla i Reykjavik, en- að loknum þeim vetri hóf hann störf hjá lögreglunni i Reykjavik og starfaði þar til ársins 1946. Veturinn 1947-’48 kenndi hann við heimavistarskólann að Jaðri. Veturna 1948-’50 var hann skóla- stjóri á Drangsnesi I Strandasýslu og var þá Vigdis kona hans kennari hjá honum seinni veturinn sem hann stýrði þeim skóla. Haustið 1950 kom hann aftur að Laugarnesskóla og 1955 hóf svo Vigdis störf sem kennari þar. Þau voru mjög samhent i starfi sinu að kenslumálum eins og öðru og vildu mjög gjarnan vinna sem mest saman. Þetta kom mjög greinilega i ljós þegar það gerist i Laugarnesskóla 1960 að þeir kennarar sem stytzt höfðu starfað við skólann voru beðnir aö flytja sig yfir i nýbyggöan Laugalækjarskóla þvi að nokkur hluti barna úr Laugarnesskóla þurfti að flytjast þangað og kennarar jafnframt. Vigdis var ein af þeim sem fór strax i nýja skólann en ári seinna óskaði Þórarinn eftir að flytjast þangað lika, þvi að samstarf þeirra hjóna var svo náið og með miklum ágætum. Arið 1965 missir Þórarinn konu sina og var hún honum mikill harmdauði. Arið 1969 var Laugalækjarskóli lagður niður sem barnaskóli og komu íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.