Íslendingaþættir Tímans - 15.01.1977, Blaðsíða 4

Íslendingaþættir Tímans - 15.01.1977, Blaðsíða 4
tuttugu manns, mikil umsvif og mikiö unnið,enþar voru lika bækurum hönd hafðar og þar átti stakan öruggt skjól. Þar var Maria vinnukona í 14 ár, og þar var hún fyrrnefndan dag, þegar hún kom að heimsækja móður mina sem fyrr getur. Um likt leyti og Maria kemur að Hörgsholti missir ein af dætrum þeirra hjóna Guðrún að nafni heilsuna og börn hennar öll i ómegð. Katrin móðir hennar tekur eitt barniö i fóstur, nöfnu sina Katrinu Skúladóttur, sem var þá á öðru ári, og felur hana i hendur einn- ar af vinnukonunum, henni Mariu Sigurðardóttur.Henni feilaði sjaldan á manngildi manna gömlu konunni, henni Katrinu Bjarnadóttur. Ég veit að þarna hefst annað hamingjutimabil á æviskeiði Mariu, nú fær hún litla stúlku, sem hún umvefur móðurörm- um og ann sem sinu eigin barni, og Katrin litla leit alltaf á Marfu sem sina móður, þar voru ævitryggðir bundnar. Frá Hörgsholti flytur Maria til Reykjavikur. Er fyrst hjá einni af dætrum Hörgsholtshjónanna, sem þá bjó i Reykjavik og var hennar stóra stoð i veikindum hennar og öðrum raunum. Stofnar svo sitt eigið heimili með dóttur sinni, sem þá er 16 ára og skilja leiðir þeirra mæðgna ekki fyrr en i haust að Maria lézt. Þá hefur verið rakin aö nokkru starfssaga merkrar konu mikillar gerðar, sem ég leit á sem tengdamóð- ur mina, eins og kona min — móður sina. Við útför þina gat ég ekki verið, og þvi þurfti ég ekki að horfa á að mold værihent að siðasta hvilurúminu þinu, það vekur mér sársauka að horfa á slikt, og heyra þau orð sem þar eru sögð. Engum mannlegum mætti væri það kleift nú fá mig til aö henda mold að siðustu hvilu látins vinar á stærstu hátíð lifs hans, sjálfri uppskeruhátið- inni. Mig langar að lokum aö spjalla við þig eins og i gamla daga og það mega allir heyra. Við vissum bæði og munum hvað lifið færir manni oft þungar byrðar. En þú varst svo sterk og gazt lagt þungt á þinar herðar. Stundum fannst mér byrðar minar ekki axlartækar. Ég þráöi vináttu látins vinar, en hvers virði var aö þreyja þessa lifsgöngu, ef ég ætti svo ekki eftirað finna þetta sem ég þráði: Vináttu hans og ást streyma um sál mlna, lifsfyllinguna sjálfa. Svo var það nótt eina að mig dreymir að ég er einn á ferð á ókunnum stað. Ég er undrandi yfir þessu, hvað ég sé eigin- lega aö fara. í fjarska sd ég hús við veginn, sem ég geng eftir og þangað hugsa ég mér að fara og spyrja til veg- ar, en áöur en ég næ þangað, gengur maður i veg fyrir mig, ég þekki hann 4 Sigurður Jónsson Hvassaleiti 30 Reykjavík Fæddur 17. júli 1908, dáinn 6. nóvem ber 1976. „Hjarta mitt varð heitt af þrá himinninn blár af vonum. Astardýrð i augum lá eldur i faðmlögonum.” F.H. Skammt er nú stórra högga á milli svo sviður. Þrir af litlum nánum vina- hóp minum, hafa verið kvaddir til sið- ustu ferða á þessu hausti. Þann sjö- unda nóv. var mér tilkynnt lát ^Sigurðar Jónssonar Hvassaleíti 30, sem andaöist sjötta sama mánaðar. A fögru vorkvöldi 1930 er ég staddur i húsi á Framnesvegi 5 i Reykjavík. Þar er ég kynntur fyrir ungum myndarlegum manni, bóndasyni aust- an úr Landsveit. Það er festa og heiö- rikja i svip þessa unga manns og það geislaði frá honum lifsgleði og traust. Þetta var Sigurður Jónsson. Við vor- um jafngamlir, hann aðeins 3 dögum strax og veit að hann er látinn. Við vorum mjög nánir vinir. Ég verð svo ákaflega glaður, nefni nafn hans og viö föllumst i faðma og á samri stundu verður mér ljóst að við missum ekki þennan dýrölega eiginleika i dauðan- um, að tjá vináttu okkar, þvi ég finn vináttu hans streyma til min og þetta verður mér unaðsstund. Ég hef orð á' þvi við vin minn að ég treysti mér ekki til að rata heim og mér finnst hann segja, „það verður séð fyrir þvi”. Og umleið heyriégkonurödd,erég þekki, segja, „þú fylgir manninum minum heim” og ég legg af stað, en verð var við að á eftir mér gengur unglingur i hvitum kæöum, svo vakna ég i rúminu minu. Nú efast ég ekki Maria, min góða og trausta vinkona. Ég er svo glaður þegar ég kveð þig, af þviað ég veit að þú ert búin að finna vináttu vina þinn streyma til sálar þinnar og veita þér unað og hvild að lokinni lif sgöngu. Og er það ekki mesta hamingja mannlegrar sálar að geta flutt það dásamlegasta sem lifið gefur okkur til nýrra heimkynna. Vertu blessuö. Þinn Gisli Högnason Læk. yngri. Og nú ætlaði hann að gerast Reykvikingur. Ég fékk dálitinn leiða fyrir brjóstið yfir þvi að sveitin hans fagra skyldi ekki fá að njóta krafta hans og ævi- starfs. Þarna glataðist sveitinni glæsi- legt stórbóndaefni, það sá ég við fyrstu kynni. Auðvitað vorum við ekki þarna staddir erindislausir. Hann var þá heitbundinn heimasætunni á heimil- inu, yndislega glæsilegri stúlku Sigriöi Emeliu Bergsteinsdóttur, en móðir hennar var Maria Sigurðardóttir. En unnusta min Katrin Skúladóttir var i runinni fósturdóttir hennar. Þetta fagra vorkvöld fyrir 46 árum var I raun lagður grunnur að ævilangri vin- áttu þessa unga fólks. Þarna hitti ég Mari'u Sigurðardóttur aftur og eignað- ist vináttu hennar, auðvitað óverð- skuldað. Ef til vill fann hún eitthvað i fari minu sem minnti á vinkonu henn- ar og ég hef þá notið þess. Sigurður var fæddur að Minni-Völl- um I Landsveit 17. júli 1908, sonur hjónanna þar Guðrúnar Siguröardótt- ur og manns hennar Jóns Sigurðsson- ar. Börn þeirra hjóna voru fjögur sem upp komust: Jóhanna húsfrú á Leiru- bakka, Guðjón lengi áætlunarbilstjóri upp I Landsveit, siðar bilstjóri i Reykjavík, Eyfriður saumakona I Reykjavik og Sigurður. 011 voru þessi systkin miklum mannkostum búin, og vöktu eftirtekt allra meö traustvekj- andi framkomu og glæsileik. Sigurður og Emelia ganga i hjónaband 1931 og stofna heimili ásamt Mariu, sem upp frá þvi hafði herbergi i ibúö þeirra allt til dauðadags. Milli þeirra þriggja voru bönd frændsemi og tengda, þvi Guðrún móðir Siguröar var systir Maríu tengdamóður hans, Sigurðar- dætur frá Vatnagarði I Landsveit. Vist þurfti mikla bjartsýni og kjark til aö stofna heimili á þessum árum, kreppuárunum, með atvinnubóta- vinnu, jafnvel skurðgreftri austur i Flóa um hávetur i frosti og snjó. Þá þurfti að halda vel á svo að tekjur nægðu fyrir nauðþurftum. En þau áttu mikið af bjartsýni þessi ungu hjon og glampandi eldiegum áhuga. 1 haröri lífsbaráttu veröur að sækja djarft. Aðalatvinnuvegur Sig- urðar á þessum árum og alls um 18 ára íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.