Íslendingaþættir Tímans - 15.01.1977, Blaðsíða 5

Íslendingaþættir Tímans - 15.01.1977, Blaðsíða 5
skeiö var byggingarvinna hjá alnafna sinum Sigurði Jónssyni múrarameist- ara. Samvinna þeirra var mjög náin og traust, likt og milli föður og sonar. Hann eignaðist litinn vörubil á þess- um árum, sem kom að ýmsum notum, t.d. við heyflutninga austan úr Flóa. bá var hann smákúabóndi suður i Fossvogi, ég sá um að losa grasið, en Maria sá um rakstur og hjálpaöi minu heimili. Sigurður kom á litla bilnum, sem svo var kallaður nú, með þunga- vöru tilmíns bús, en tók heyið sitt með heim, heppinneins og vant var, heyið silgrænt stararhey. Og vist drýgði þetta litlar tekjurog jók ánægjuna, þvi hjónin voru miklir dýravinir. Allt ýtti þetta á til stærri átaka, enda stóð ekki á að svo yrði. Þau ráðast i húsbygg- ingu með tveim höndum tómum og bjartsýninni einni saman, að mér fannst. bá verður til Skeggjagata 25. Eftir fá ár selja þau það hús og nú byggja þeirsaman bræðurnir (hann og Guðjón) stórt og fallegt hús að Stór- holti 23. Nú hafði fjölskyldan stækkað. Faðir Sigurðar kominn til sonar sins og öll börninfjögur aðkomast á legg. En þau eru þessi: Þórir veðurfræðingur, Þur- iður stúdent og bókavörður, Katrin lauk húsmæðrakennaranámi, og Jóna Sigrún lærð garðyrkjukona. öli hafa þau nú stofnað heimili og eiga afkom- endur. Á þessum árum naut ég þess bezt að dvelja á þeirra yndislega heimili. Fjöl- skyldan hélt enn öll hópinn, afi og amma á heimilinu. Emelia seldi fæði um nokkurra ára skeið, aðallega ungu fólki. Margt af þvi varð heimilisvinir. Þarna varð sannur unaðsreitur. Og i Stórholtinu vorum viö hjónin alltaf velkomin þvi, ,,sá sem rúm i hjarta hefur, hann á alltaf ráð á skjóli”. Skömmu eftir aö Sigurður flytur i Stórholtið, selur hann litla vörubilinn og kaupir stóran vandaðan bil hjá sambandinu og gerir akstur stórra vörubila að sinu aöalstarfi til hinztu stundar. En þegar stóri vörubillinn er kominn, vantar aöstöðu fyrir slikt farartæki i Stórholtinu. Efri Viæð i hús- inu þótti honum lika of erfið fyrir gamla fólkið. Og nú er byggt einu sinni enn og að Hvassaleiti 30, glæsilegt hús sem svar- aöi fyllstu kröfum timans bæði fyrir fólk og alla aðstöðu fyrir atvinnutækið, sem alltaf varð stærra viö hverja endurnýjun. Nú gæti margur haldið af þvi sem hér er sagt að allt lif Sigurðar hafi bara veriö brauðstrit. en svo var ekki. Hann var ekki fyrr kominn inn úr dyr- um en bók lá i hendi hans. Honum var nautn i lestri góðra bóka og var viðles- inn, taflmaður ágætur og slyngur islendingaþættir Þorsteinn prentari Með fáum orðum kveð ég Þorstein Halldórsson, prentara, frænda minn og vin. Viö vorum félagar i Prentara- félaginu um áratugi. Hann var á 77. aldursári, þegar ævideginum lauk, hinn 1. nóvember s.l. Hann fæddist á fögrum en fátækum bridgemaðurogátti marga ljúfa stund við tafl eða spil með góðum félögum. Vinavandur en vinfastur, félagslyndur og vi'ðsýnn samvinnumaður. Allt varö að vera i fyllsta lagi bæði hvað varðaði alla umgengni og atvinnutækið „annað er ekki hægt” sagði hann. Sigurður var maður æfintýrisins, ekki það hann leitaði þeirra, hann skapaði þau sjálfur, lifði þau og naut þeirra. Skaphöfn hans var slik aö honum var þetta allt svo auðvelt og i raun verður lif slikra manna samfellt ævintýri þegar litið er til baka eftir langa ferð. „Hef lofað mér i vinnu næstu þrjá daga og svik það ekki, svo get ég kom- ið”. Auðvitað var þetta Sigurður i Hvassaleiti 30 sem sagði þessi orð við mig i vor. Hjá honum þýddi já alltaf já, ekki kannske eins og notað er af mörgum i dag. Traustur, kappsamur i hófi, orðvar og orðheldinn, glæsilegur sonur fag- urrar sveitar. Nú kemur þú ekki til min i vor á R-6844. Ég vissi að ekkert gat komið i veg fyrir þá ferð nema óviðráðanleg forföll, en kemur þú ekki samt? Ég veit þú veist að ég heyrði aldrei þegar greftrun þin var kynnt i fjölmiðlum, en ég segi þetta samt. Aðfaranótt 16. nóvember hrekk ég upp við að ég heyri nafn mitt kallað. Mér finnst ég kannast við rödd þess sem kallar, en i svefnrofunum sé ég konuna þina, þó i þoku, standa á gólf- inu, en hún hverfur nér strax sýn. NU vissi ég hvað fram átti að fara næsta dag, þetta var tilkynning til min, og fyrir þetta er ég óumræðilega þakk- látur. Þetta var innsigli á vináttu lið- inna ára. Hjartans þakkir. Og ykkurhjónum Sigurði og Emeliu, sem lifðu með mér þyngstu og stærstu stundir lifs mins þakka ég af heilum vinarhug. Gisli Högnason, Læk. Halldórsson staö, fjallabýlinu Vörðufelli upp af Lundarreykjadal i Borgarfiröi, þaðan var skammt á Kaldadal. borsteinn var mikill atgervismaður til likama og sálar. Hann var beinvax- inn og fagurlimaöur, hrey'fingar mjúk- ar og hélzt til loka. Hann bar svip landsins i andlitsfalli: heiðrikja og mildi, en einnig mátti greina þar trega. Kannske var það harka lands og samtiðar. Viö urðum snemma góöir vinir i Prentarafélaginu þótt ólikir værum Þorsteinn var lengi ritari félagsins og ritstjóri blaðsins okkar, Prentarans, Störf hans voru alltaf óumdeilanleg, skriftin fögur, málið gott, og aldrei svo ég muni hallað réttu orði. Hann var heiðursfélagi Hins islenska prentara- félags.Þorsteinn var svo glaður i hópi vina, að menn fengu nýjan skilning á þvi hvað er að vera glaður. Þar var enginn skuggi bara gleðin. Hann átti sönginn i brjósti sinu og orð móður og föður á tungu. Hann var gott ljóðskáld og eina skáld prentarastéttarinnar um áratugi. Eftir hann liggja fögur ljóð. A yngri árum lék Þorsteinn á trompet i hljómsveit og lengi slðan einn. Svo rik var tónþrá hans og mann- legur skilningur, að þegar viö i miðri heimsstyrjöld fórum á milli staða, 5

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.