Íslendingaþættir Tímans - 15.01.1977, Blaðsíða 7

Íslendingaþættir Tímans - 15.01.1977, Blaðsíða 7
Borgþór Guðmundsson Guðbjörg hafa nú myndað sin eigin heimili og eru öll búsett á Akureyri. Þó lengra yrði á milli okkar en áður — komu þau á hverju ári austur á Hérað eða ég skrapp norður, og áttum viö saman ýmsar gleðistundir, t.d. þegar Kristrún dóttir þeirra út- skrifaðist frá Húsmæðraskólanum á Hallormsstað eftirtveggja vetra nám. En i þeim sama skóla hafði Brynhildur stundað nám, sem hún minntist með sérstakri ánægju. Þá hélt Brynhildur veizlur fyrir dætur minar tvær, er út- skrifuöust úr skóla á Akureyri. Þær hafa oft haft orð á þvi hve vel gefin og góð kona Brynhildur væri, boðin og bú- in til að gera allt fyrir þær meðan þær dvöldu fyrir norðan. Hún samgladdist þeiminnilega með áfangann, en hugur hennar mun alltaf hafa þráð lengra skólanám en hún átti kost á. All mörg siðustu árin átti Brynhildur við mikla vanheilsu að striða, og þurfti að dvelja af og til á sjúkrahúsinu á Akureyri, oft sárþjáð. Fundum okkar hefir oft borið saman á þessu timabili, en aldrei hefir heyrzt æðruorð frá henni. En oft gat hún þess, hversu mörgu góðu fólki hún hefði kynnzt á sjúkrahúsinu og tiltók einu sinni hve unga fólkið, sem hún kynntist þar, starfsfólk og sjúklingar væru verulega gott fólk. t fyrra haust átti ég leið um Akur- eyri. Heimsótti ég þau hjón eins og venjulega. Dvaldi ég þar lengi dags og sýndi Brynhildur mér margs konar finar hannyröir, sumt mætti telja til hreinna listaverka. Þetta hafði hún af- rekaö, er hún var bærileg til heilsunn- ar, en mátti ekki vinna erfiðisvinnu. Var hún andlega hress að vanda, dáðist ég með sjálfri mér þá eins og oft áöur að sálarþreki hennar. Við geng- um útsiöla dags og stöldruðum viö út- sýnisskifuna, horfðum til allra átta og hrifumst af fegurð Eyjafjarðar og rif juðum upp kvæði Davíðs, Sigling inn Eyjafjörö. Þetta urðu siðustu sam- fundir okkar Brynhildar. Ófyrirsjáanleg atvik hjálpuðu til þess, að ég dreif mig upp úr annrikinu og varvið útför hennar. Kveðjudagur- inn var einn sá fegursti af mörgum fögrum á Norðurlandi á liðnu sumri. Sarwt vorum við öll i sorgarhug- leiöingum, sem var þó andstætt allri hugsun Brynhildar. Hún hefði viljað hafa hátið — og i raun og veru var þarna allt hátiðlegt, athöfnin, kirkjan, veörið og garðurinn, þar sem margir andans menn og unnendur islenzkrar tungu og bókmennta hvila. En hugur- inn leitaði samt alltaf að hinu tor- ráöna. Hvað er hel? Ferðalag, stutt eða langt. En mér var það notaleg til- finning að vita litinn ljúfling fljúga i fang ömmu sinnar —ogég sá þaufyrir tslendingaþættir Fæddur 6. september 1934. Dáinn 7. desember 1976. Borgþór Guðmundsson var fæddur i Reykjavik. Foreldrar hans eru hjónin Gislina Þórðardóttir og Guðmundur Jóhannsson félagsmála ráðunautur. 18. janúar 1958 kvæntist Borgþór eftirlifandi konu sinni, Karen Irene Guðnínu Jónsdóttur, frá Hafnarfirði. Þau eignuðust fimm börn, eina dóttur og fjóra syni. Dóttirin Vilborg dó aðeins 10 daga gömul, en synirnir lifa allir föður sinn. Þeir eru Guðmundur Bergmann, kvæntur Kristinu Margréti Hallsdóttur, Birgir Þór nemandi i menntaskóla, Ragnar og Baldur. Ungur lærði Borgþór vélvirkjun. Lært hai'ði hann að stjórna flugvél og tekið próf til að fara með einkaflugvél. Hann dáði góða tónlist, hafði sjálfur lærtaðspilaá orgel, þará meðal hafði hann lært að leika á kirkjuorgel undir leiðsögn Páls Kr. Pálssonar kirkju- organista. Þótt Borgþór væri aðeins 42ja ára að aldri er hann lézt, þá hafði hann um mörg ár átt í erfiðri baráttu við ill- vigan sjúkdóm, unz engill dauðans kom til hans og leysti hann snögglega úr fjötrum sjúkdómsins. Þar sem kona Borgþórs er bróður- dóttir min, varð það, að ég haföi nokkur kynni af þeim hjónum. Ég var siðast stödd á heimili þeirra 10. október s.l. og naut þar hins innilega viðmóts þeirra og drengjanna þeirra við mig. Já, ogeinnig heimilisvinarins þeirra, hundsins, sem þau áttu og létu sér öll mjög annt um. Hjá þeim var málleysinginn engin hornreka. Ekkert fer á milli mála, að hann saknar nú horíins vinar, sem aðrir. Þá ræddum við Borgþór lengi saman. Hann ræddi ekki sjiikdóm sinn, heldur ýmsa þætti mér leiðast um ókunna stigu — og enn eitt ævintýrið verður til, sem litil börn hafa svo gaman af. Við hjónin sendum Bergsveini okkar innilegustu samúðarkveðjur. Hann hefur staðið sig með prýði öll þessi siðustu erfiðu ár, af sinni alkunnu karlmennsku og æðruleysi. Þorbjörg Einarsdóttir hins daglega lifs og ráögátur þess. Einnig hvað fögur tónlist veitti sér mikið. Ég vissi áður, að hann hafði þráð mjög að verða organisti við kirkju. Það hafði hann eitt sinn sagt mér, og lýsti þá fyrir mér þeim hamingjustundum i lifi sinu, er hann lék á kirkjuorgel undir leiðsögn Páls Kr. Pálssonar. En þar var sjúkdómur sá, er hann átti svo lengi við að striða, honum f jötur um fót, eins og um svo margt annað sem hann hafði helzt þráð að gera á ævibraut sinni. Borgþór átti mikilhæfa og styrka konu, sem unni honum af öllu hjarta, og með sérstakri elju og þrautseigju barðist fyrir velferðheimilisþeirra og barnanna. Hann unni henni og mat hana mikils. Hann var forsjóninni þakklátur fyrir að hann átti hana og börnin þeirra. Þau hjónin, Karen og Borgþór, áttu íallegt heimili og efnilega syni, sem þau voru samtaka um að ala upp á þann hátt, að visa þeim leið inn á brautir til trúar á Guð, kenna þeim að biðja hann, þakka honum og treysta honum til stuðnings sér i bliðu og striðu. Arangur þessa kemur skýrt i ljós nú, þegar þeir urður fyrir þeirri 7

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.