Íslendingaþættir Tímans - 15.01.1977, Blaðsíða 9

Íslendingaþættir Tímans - 15.01.1977, Blaðsíða 9
Jón Erlingur Guðmundsson fyrrv. sveitarstjóri, Fáskrúðsfirði Fæddur 18. marz 1916 Dáinn 3. júni 1976. Jón Erlingur Guðmundsson varð bráðkvaddur i júnibyrjun á s.l. sumri. Hann hné niður við vinnu sina, mitt i amstri og uppbyggingu mikilla um- svifa. Égkynntist Jóniog fjölskyldu hans á ferðum minum um Austfjarðakjör- dæmi. Jón mun hafa verið um fimm- tugt, þegar leiðir okkar lágu fyrst saman að nokkru ráði. Hann hafði þá verið sveitarstjóri Búðahrepps um árabil. Vinsældir hans og traust má m.a. marka af þvi að hann var fram- kvæmdastjóri sveitar sinnar i nær tvo áratugi. Jón Erlingur var mikill félagsmála- maður og skipaði sér jafnan i sveit samvinnumanna, og var ákveðinn stuðningsmaður Framsóknarflokks- ins. Arið 1972 réöst hann til Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga og tók við stjórn Hraðfrystihúss Fáskrúðsfjarðar h.f, semereignkaupfélagsins. Þaö féll þvi inn, stálsmiður i Reykjavik, Þórður safnvörður og rithöfundur i Skógum, Þóra Sigriður, starfstúlka á Land- spitalanum, og Guðrún, húsfreyja i Skógum. Arið 1959 er Tómas var kominn á áttræðisaldur, brugöu þau hjón búi i Vallnatúni og fluttust að Skógum, þar sem þau dvöldust siðan, meðan ævin entist I skjóli barna sinna, Þórðar og Guðrúnar, og tengdasonar sins, Magnúsar Tómassonar. Það hefur vafalaust verið meö talsverðum sárs- auka, sem Tómas hvarf frá Vallnatúni en i Skógum mun hann þó brátt hafa kunnað viö sig, eignast góða vini og unað hag slnum vel. Þar reisti hann sér brátt smiðju og hamraði járnið, meðan það var heitt, i skeifur og fleira. Einnig fékkst hann mikiö við að smiða úr tré, flétta reipi og bregða gjarðir. Bera öll þessi verk einstakri verklagni og góðum smekk hans fagurt vitni. Við þessi störf og lestur góðra bóka undi hann sér löngum og skrafaði þess á milli við vini og kunn- 'ngja, sem aö garði bar. íslendingaþættir Ihlut Jóns að stjórna mikilli uppbygg- ingu i atvinnumálum á Fáskrúösfiröi. Fyrst að sjá um kaup og heimsiglingu Kristin Magnúsdóttir andaðist sumarið 1975 og var það mikið áfall fyrirTómas. Enda fór það svo, að ekki varð langt á milli þeirra hjónanna. Hann haföi alla ævi verið einstaklega friskur og heilsuhraustur, þar til s.l. haust, erhann tók að kenna sjúkleika, sem ekki varð við ráöið. Nokkrar vik- ur lá hann á sjúkrahúsi i Reykjavik og þar féll þessi liölega niræði öldungur, sem raunar varð aldrei gamall, frá eftir hetjulega vörn. Segja má að hvildin sé kær, þegar aldurinn er orðinn hár og heilsan brostin. En við- skilnaði fylgir alltaf sorg og söknuður og með trega er Tómas Þórðarson kvadduraf öllum, sem til hans þekktu. Að leiðarlokum vil ég þakka Tómasi öll kynni og ágætt nágrenni um langt árabil. Ég vil lika árna honum allra heilla á nýrri vegferö. Ég veit að hann á vinum að mæta á bjartri strönd handan móöunnar miklu. Börnum hans tengdabörnum barnabörnum og öðrum ástvinum sendi ég og fjölskylda min dýpstu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Tómasar Þórðarsonar. Jón R. Hjálmarsson skuttogarans Ljósafells og siðan að vinna að byggingu nýtizku fiskiðjuvers félagsins, glæsilegum atvinnutækjum, sem hæfa þróttmiklu sjávarplássi eins og Fáskrúðsfirði. En jöfnum höndum varhann einnigframkvæmdastjóri við fiskverkun i gamla ishúsinu og salt- fiskverkun á vegum félagsins. Þar við bættist stjórn sildarverksmiðjunnar. Að sjálfsögðu unnu kaupfélagsstjórnir með honum að þessum málum. Það var stórkostlegt átak að byggja upp þá atvinnuaöstööu sem nú er orðin hjá Hraðfrystihúsi Fáskrúðs- fjarðar. En Jón geröi sér glögga grein fyrir þýöingu þessarar uppbyggingar fyrir atvinnuöryggi og framtið staðar- ins. Með hugviti og eljusemi miðaði fram skref fyrir skref. Og nú er svo komið, að þarna er nýtizku skuttogari, sem hefir gengið ágætlega, glæsilegt fiskiðjuver og aðstaða til saltfisk- verkunar, sildar- og fiskimjölsverks- miðja i ágætu standi og vélsmiðja, sem þjónar þessum fyrirtækjum. Ég minnist margra funda með Jóni, þar sem f jallað var um þessi mál. Allt- af var hann bjartsýnn, þrátt fyrir óteljandi erfiðleika, sannfærður um að rétt væri stefntog hyggilega að málum staðið. Seinustu mánuðina var upp- bygging fiskiðjuversins honum hug- stæðust. Þótt honum entist ekki aldur til að sjá þaö fullgert sá hann vel til lands, þegar hann féll frá. Það var mikið lagt á Jón Erling að standa fyrir framan i þessum málum, þótt hann gengi alls ekki heill til skóg- ar. Hann veiktist mjög alvarlega vorið 1975 og náði sér aldrei aftur. Þrátt fyr- ir þetta hélt hann ótrauður áfram starfi sinu af fullum andlegum þrótti ogsömu bjartsýni. Hann kunni ekki að slaka á, enda var honum ljóst, að mál- in þoldu engan slaka, ef þau áttu að ganga fram til fullnustu. Jón Erlingur var óvenjulegur mað- ur, heill og traustur og i engu hálfur. Hann var hrókur alls fagnaðar á mannfundum og i vinahópi. Þegar hann nú er genginn langt fyrir aldur fram leita góðar minningar á hugann. Minningar um samherja og baráttufélaga, sem sparaði sig hvergi. Minningar um ógleymanlega sam- 9

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.