Íslendingaþættir Tímans - 15.01.1977, Blaðsíða 11

Íslendingaþættir Tímans - 15.01.1977, Blaðsíða 11
 Einar Asgrímsson lögr egluv ar ðst j óri fæddur 16. apríl 1913 — dó 20. nóvember 1976. Ég horfi yfir hafið um haust af auðri strönd, í skugga skýjum grafið það skilur mikil lönd. Sú sröndin strjála og auða, er stari ég héðan af, , er ströndin striðs og nauða, er ströndin hafsins dauða, og hafið dauðans haf. Þessi sálmur, sem hér er til vitnað eftir Valdimar Briem finnst mér ein fegursta trúarjátning, sem ort hefur verið á islenzkri tungu. Hún sýnir djúpa og einlæga trú skáldsins en gef- ur um leið, svalandi huggun þegar Kveðja frá bekkjarbróður Fyrir framan mig á borðinu liggur mynd 28 ungra manna og kvenna. Þetta er hópurinn, sem brautskráðist, semstúdentarfrá M.A. fagran júnidag árið 1938. Það hafa þegar verið höggvin skörð i þennan hóp og á þessu sumri þann 3. júni hverfur einn á brott yfir móðuna miklu. Það er Jón Erlingur Guð- mundsson, frá Syðra-Lóni við Þórs- höfn. Við Jón Erlingur fylgdumst að i gegnum skólann. Þessi hvatlegi og skemmtilegi félagi var allra hugljúfi. Skemmtileg skapgerð, fyndni og bjartsýni smitaði frá sér og kom öllum til að liða vel i návist hans. Ég vil ekki segja að bekkjarferðirnar i Skálafell ogsiðar i Otgarð væru misheppnaðar, ef Jón Erlingur var ekki með, en óneitanlega vantaði eitthvað, ef hann var þar ekki. Eftir stúdentsprófið skildust leiðir. Sumir hurfu að lengra námi, en aðrir sneru sér að atvinnulifinu. Svo var með Jón. Hann aflaði sér réttinda til starfa á sjónum og gerði út á Suður- nesjum og viðar i félagi við mág sinn. A þessum árum hittumst við sjald- an.en helzt þegar við bekkjarsystkinin héldu upp á skólaafmæli okkar. Þar íslendingaþættir góður ástvinur er kvaddur. Astvinur, sem i lifi sinu og starfi sýndi alúð og tryggð, bæði húsbændum sinum og skylduliði, en átti sjálfur i hjarta sinu djúpa og einlæga trú á lifið bak við dauðann. Slikur maður var Einar Asgrimsson, og þess vegna gat hann látið hugann svifa og tekið undir með skáldinu og sagt: Þar sé ég sólu fegri á súlum standa höll, i dýrð svo dásamlegri, hún drifin gulli er öll. Þar sé ég fylking friða og fagurbúna sveit um ljóssins sali liða með ljóssins ásýnd bliða i unaðsaldinreit. var Jón Erlingur oftast og alltaf sem áður, hrókur alls fagnaðar, og sjálf- sagt var það hann, sem flutti aðal borðræðuna, ekki niðurskrifaða, held- ur óundirbúið, og leiftruðu þá hnytti- yrðin af vörum hans. Svo lágu leiðir okkar Jóns Erlings saman á ný. Hann var nú orðinn heimilisfaðir, kvongaður ágætri konu frá Fáskrúðsfirði Huldu Karlsdóttur. Hann varð sveitarstjóri þeirra Fáskrúðsfirðinga og störf hans siðan til æviloka náið tengd þessu byggðarlagi. Hann var vakinn og sof- inn að vinna allt það fyrir sitt byggðar- lag, sem gat orðið þvi til hagsbóta, af þeirri óeigingirni og trúmennsku, sem er of fágæt núorðið. Þarna á heimili þeirra hjóna á Fáskrúðsfirði rikti ávallt glaðværð og gestrisni og áttum við hjónin oft þar ánægjulegar stundir þrátt fyrirannrikihúsbóndans, sem ég held að oft hafi verið helzt til mikið. Siðasta skiptið, sem hann kom á heimili mitt mátti finna veruleg þreytumerki á Jóni, enda fréttum við stuttu siðar hið skyndilega fráfall hans. Það er sárt að sjá á eftir góðum vini, en minningarnar um genginn góðan dreng eru eftir, og sendi ég og kona min konu hans Huldu og börnun- um kærar kveðjur. Þorst. Sigurðsson Einar Asgrimsson var fremur dulur maður og bar aldrei ajálfan sig á torg, og það var ekki á allra vitorði að hann ætti jafn djúpa og innilega trú. Þó varirnar ekki bærðust, þá talaði hans innri rödd hjartans og sagði: Ég hljóður eftir hlusta, ég heyri klukknahljóm. Hve guðleg guðsþjónusta er Guðs i helgidóm. Ég heyri uðnaðsóma og engla skæra raust, um Drottins dýrðarljóma um Drottins verk þeir róma um eilífð endalaust. Einar Asgrimsson, var fæddur á Yzta-Hóli i Sléttuhlið 16. april árið 1913, og voru foreldrar hans Stefania Guðmundsdóttir, ólafssonar, alþingis- manns i Asi, Sigurðssonar og Asgrim- ur Einarsson, skipstjóri, fæddur 1. mai árið 1877, en hann var sonur Einars Asgrimssonar, siðast bónda á Arnar- stöðum i Sléttuhlið. 1 fardögum árið 1913, þegar Einar var á 1. aldursári, fluttu foreldrar 11

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.