Íslendingaþættir Tímans - 15.01.1977, Blaðsíða 14

Íslendingaþættir Tímans - 15.01.1977, Blaðsíða 14
Sjötugur Erlendur Arnason oddviti, A-Landeyjum 26. oktober slbastliöinn varð oddviti okkar A-Landeyinga Erlendur Arna- son sjötugur. Þann dag héldu hrepps- búar honum og konu hans Guöbjörgu Jónasdóttur, sem verður sjötug 8. april næstkomandi, veglegt heiöurs- samsæti i Gunnarshólma i þakklætis- og virðingarskyni fyrir störf þeirra i þágu sveitarinnar. Var þetta fjölsótt, góö og eftirminnileg samkoma, þeim er hana sóttu. Þóroddur Erlendur Árnason eins og hann heitir fullu nafni, er fæddur I Skfðbakka 26/10 1906 eins og áður segir. Sonur hjónanna Arna Erlendssonar sem þar var einnig upp- vaxinn og Sigríöar Olafsdóttur, sem ættuð var undan A-Eyjafjöllum. Hafði hún verið gift áöur, en misst mann sinn og átti 3 börn af fyrra hjónabandi. Tvö þeirra ólust upp að mestu annars staðar, en yngsta soninn Odd að nafni hafði hún með sér að Skíöbakka, mik- inn efnispilt, en missti hann úr berkl- um 25 ára 1918. Hefur Erlendur sagt mér hvað það var honum mikil lifs- reynsla er hann kornungur sá á bak þessum bróður sinum sem var honum þeirra hjóna, sem öll eru ágætt söng- fólk. Ekki hefur allt lif Björgvins, fremur en annarra, verið dans á rós- um, en þeim erfiðleikum sem hann hefur mætt á sinni löngu leið, hefur hann tekið meö karlmennsku og viti. Hann talar aldrei um þaö, sem erfitt hefur veriö i hans llfi, en þakkar Guði sinum allar góðar stundir. Vegna veikinda Jarþrúðar uröu þau hjón að hætta sveitabúskap, árið 1949 og fluttu þá til Reykjavikur. Björgvin fékk sér vinnu hjá Mjólkursamsölunni. Honum hefur sennilega fundizt hann vera þar i nokkrum tengslum viö bændur. Það reyndist lika svo, að Björgvin eignaðist marga ágæta kunn- ingja meðal bænda i nágrenni Rey kjavikur, er áttu viö hann viðskipti i starfi hans hjá Mjólkursamsölunni. Vegna aldurs varð Björgvin aö hætta störfum, er hann var 74 ára, en hafði þá ágætt vinnuþrek, og ég sé ekki betur en hann hafi það enn. Jarþrúöur andaöist árið 1971. Þau hjón eignuðust 9 börn og eru 6 á lifi, allt vel gefið mannkosta fólk, barna- börnin eru 15 og barna-barnabörnin 8. 14 sérstaklega góður þrátt fyrir mikinn aldursmismun. Erlendur ólst svo upp sem einbirni við ástriki og umönnun á traustu og góöu heimili, og verður ekki annað sagt en hann meö sinu lifi gefi þvi heimili sérstaka ágætiseinkunn. Erlendur fór snemma að taka þátt I lifsbaráttunni sem oft var hörð á þeim árum, og var lifsönn Landeyinga I hans uppvexti og fram yfir 1930 jafnt til sjósoglands. En þá var vor I lofti. Ungmennafélagshreyfingin hér á landi er jafn gömul þeim hjónum. Ungmennafélagið Dagsbrún i A-Land- eyjum stofnað 1909, en þvi get ég þessa hér aö í Ungmennafélaginu hóf Erlendur ungur afskipti af félagsmál- um og var það hans háskóli i margvis- legu tilliti. Skólagöngu nutu þau hjón ekki nema farkennslu í barnaskóla svo sem algengast var á þeim tima. En hér eins og annars staðar tóku Ung- mennafélögin viö og þroskuðu fólkið áfram bæði i leik og starfi. Erlendur var allgóður iþróttamaður sérstaklega spretthlaupari. Hann lenti fljótlega i Nú situr öldungurinn i húsi sinu á Hjallavegi 23, umluktur rismiklum skógi, er hann hefur ræktað eftir að hann kom til Reykjavikur, og hjá hon- um dvelja barnabörn hans við nám, en I litlu húsi iskóginum stendur vel alinn gæðingur við stall úti tunglskinsbjart vetrarkvöidið. Enn spilar Björgvin á orgelið sitt, og syngur viö raust, og enn verða til hjá honum ljóð og lög. Ekki get ég svarað því hvort Björg- vin hefur valið rétt, er hann ákvað aö verða bóndi, en hafna langskólagöngu. En það get ég sagt, að margt hef ég af honum lært, þó ég hafi ekki manndóm til að fylgja hans lifsreglum. Aldrei hef ég heyrt Björgvin gera kröfu til þjóð- félagsins. Hann hefur greitt sina skatta og skyldur eins og honum bar, skuldar engum neitt. Það er allt á hreinu.Trúir á Guö sinn, og gleðst yfir þvi, sem vel gengur hjá afkomendum hans. Þaö er heiðrikja i hug og sál öldungsins á Hjallavegi 23, og ég á enga ósk betri honum að færa, en þá, að svo megi veröa til siðasta dags. l.J. stjórn Ungmennafélagsins og hygg ég stærsta átak hans á þeim vettvangi hafi verið bygging Þinghússins á Krossi, sem Ungmennafélagið stóö aö, að 2/5 hlutum á móti hreppnum. Siðar og þá sem oddviti stóð hann fyrir byggingu félagsheimilis okkar Gunnarshólma, sem byggt var á árun- um 1953 til 1956. Núna stjórnar hann viöbyggingu við félagsheimiliö sem er að stærstum hluta skólahúsnæöi og segir þessi húsbyggingarsaga meir um hug hans til æsku og framtlðar en löng ritgerð gæti gert. Erlendur var kjörinn heiðursfélagi Ungmenna- félagsins Dagsbrúnar árið 1959. Guðbjörg Jónasdóttir er fædd i Hólmahjáleigu A-Landeyjum 8/4 1907, dóttir hjónanna Jónasar Jónas- sonar og Ragnheiðar Halldórsdóttur, er þar bjuggu. Guðbjörg var næst yngst i 7 systkina hópi auk þess á hún eina yngri fóstursystur. Hólmahjá- leigu heimilið var mikið myndarheim- ili mjög mikiö veitandi, og hrökk margur bitinn og sopinn þaðan til þeirrá er minna máttu sin. Enda má segja aö manngæöin eru eitt helzta einkenni þessara systkina. Þeir sem einhverntima hafa komið að Skið- bakka þekkja gestrisni Guðbjargar og ævinlega er hún tilbúin aö færa til betri vegar fyrir þeim, sem um er rætt. Guðbjörg er ein af stofnendum Kven- félagsins Freyju og stjórnar- manneskja þess i mörg ár. Einnig söng hún mjög lengi i kirkjukór Krosskirkju, sjálfri sér og öðrum til gagns og ánægju, en hún er lagviss og hefur góða söngrödd. 16. júni árið 1934 giftust þau Erlendur og Guðbjörg og eru það tvimælalaust þeirra beggja mestu gæfuspor i lifinu. Þau hafa eignazt 3 börn öll uppkomin og mann- vænleg. Þau eru Árni bóndi og hreppstjóri á Skiðbakka III, kvæntur Laufeyju Hauksdóttur eiga þau 4 börn. Ragna frú Þorlákshöfn, gift Sigurði Helgasyni vérkstjóra eiga þau 3 börn, og Sigriöur Oddný, frú á Skiðbakka I gift Albert Halldórssyni bónda þar, eiga þau 4 börn. Eins og framansagt ber með sér, hafa þau hjón nú skipt jörð sinni milli tveggja barna sinna, og fer vel á þvi. Á Skiðbakka I hefur sama ættin búið þar frá þvi að afi Erlendar, Erlendur Erlendsson flutti íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.