Íslendingaþættir Tímans - 15.01.1977, Blaðsíða 15

Íslendingaþættir Tímans - 15.01.1977, Blaðsíða 15
þangað ásamt konu sinni Oddnýju Árnadóttur árið 1863. Eins og áður segir hófust afskipti Erlendar af félagsmálum i Ungmennafélaginu. Hann var fyrst kosinn í hreppsnefnd 1942, oddviti varð hann 1949 og siðan. Sýslunefndarmað- ur frá 1959, sýslufulltrúi Rangæinga i stéttarsambandi bænda frá upphafi, búnaðarfélagsformaður um áratugi, sömuleiðis sóknarnefndarformaður, og fleira og fleira sem ég hirði ekki til aö tina, enda er það svo hafi menn til- trú og hæfileika, að þaö hlaöast oft á þá margvísleg verkefni fyrir sveit og hérað, og þetta hefur sannazt vel á Erlendi á Skiðbakka. Það sem ég tel Erlendi mest til gildis i féiagsmál- um og hygg einnig að honum þyki vænst um er þaö aö hann er óumdeild- ur foringi sinnar sveitar, og hefur sem slikur leitt hana fram til stórra átaka bæði einstaklinga og heild. Aður hef ég minnzt á byggingu félagsheimilis, þá má minnast á forystu hans i fram- ræslu og ræktunarmálum einnig þeirrar glimu, sem enn er þreytt við, svartan sandinn hér fyrir sunnan byggðina. Þar hefur á ýmsu oltið enda viö ramman aö rjá. Þó sjást þess greinileg merki að þrautseigja Erlendar, mannvit og tækni eru að leggja grænan fjötur á iðandi svartan sand.Siðasten ekki sizt vil ég minnast á vatnsveituna 1967, en þaö var stærsta átak I vatnslögn i dreifbýli til þessa tima. Erlendur húsaði jörð sina vel og bjó þokkalegu búi. Hann hefur aldrei verið talinn i hópi sérstakra góðbænda. Þar hefur hann orðið aö sætta sig við meðalmennskuna, enda segir það sig sjálft, að maður sem hef- ur fórnað jafnmiklu af tima sinum og kröftum f annarra þágu, lætur oft eigin hag sitja á hakanum. Þar mæðir oft á konu og börnum að gera það, sem unnt er. Þrátt fyrir annríki og umsvif hafa þau hjón rækt kirkju sina af mikilli alúð, komi þaö fyrir að þau vanti til guöþjónustu veröur flestum fyrir að spyrja hvort það séu veikindi á Skið- bakka. Erlendur er ekki það sem i daglegu tali er kallað gleðimaður, heldur veröur hann að teljast alvöru- maður. Þó á hann heilmikið af léttum húmor og striöni sé eftir leitað, kann einnig aö gleðjast með glöö- um og gerir það meðalalaust. Er hann i þvi sem fleiru trúr sinni Ungmenna- félagshugsjón. Ég hefi nú dregið fram nokkra drætti úr lifshlaupi þeirra Skiðbakka hjóna og þá fremur lýst hans hlut en hennar, vegna þess að hann er aug- ljósari. Hitt er mér ljóst að hlutur góðrar eiginkonu i lifi og starfi bónda og félagsmálamanns er mikill og þvi segi ég „Það var mikil gæfa fyrir sveit islendingaþættir okkar og hérað að þessi ágætu hjón skyldu kjósa sér hér starfsvang”. Enn eru þau i fullu fjöri og vonandi endist þeim lif og heilsa til áframhaldandi starfs sér og öðrum til heilla. Fyrir mina hönd og minna þakka ég vináttu nágrenni og samstarf. Lifið heil. Magnús Finnbogason. ® Einar hængur á, þótt hey væru jafnan mikil og oftast góö, að húsin voru léleg. Stærst og elzt hin s.n. Hjaltalinshús, þrjú undir sama þaki, og lét Jón A. Hjaltalin reisa þau nokkru fyrir 1890, en þar suður af þrjú önnur hús, yngri og skárri. Slíkar byggingar heföu aldrei enzt svo lengi, nema i þurrka- sveit, en hitt er vist, að Einar var ekki ofsæll af þessum húsum. Það var ekki fyrr en nokkru eftir fjárskiptin, aö ný hús voru reist, en Hjaltalínshúsin rifin og hin að mestu hrunin. Var Einar vel að þvf kominn, er honum og fénu var búin betri vist i nýjum húsum, sem Steingrfmur Steinþórsson leyfði, að reist yrði, þegar er hann var orðinn kirkjumálaráöherra 1953, en hann studdi vel aö myndarlegum búskap á prestsetursjörðunum. Einar átti ekki kindur sjálfur fyrr en eftir 1950 og aldrei margar, en haföi af þeim ánægju og gott gagn. Hann geröi litlar kaupkröfur, en leit á sig sem vin húsbænda sinna og eigi nauðsynjalit- inn hluta heimilisins sem hann virti mikils og vann af trúleik I nær 30 ár. Fjósamenn og annað vinnufólk naut hækkandi kaupgjalds striðsáranna og siöan, og það svo, að fór langt fram úr afurðaveröi og hverju búi um megn að ' svara út, ef ekki hefði komið til hin gagngera vélvæöing. En aldrei minn- ist ég þess, aö Einar gerði samanburð við kaupafólk og vetrarmenn eða setti nokkur skilyröi fyrir vist sinni. Frjáls- ræðið, sem hann ávann sér i upphafi var honum meira viröi en silfur og gull, og hið hljóðláta, lifræna samfélag á Nunnuhóli svaraði lifskröfu hans til fulls. — Af þvi. að hann hafði allan vanda af fénu, stýrði hann fjárrekstr- um fram á afrétt staöarins á Hörgár- dal á hverju vori, og i göngum og rétt- um var hann I bændatölu. Virtu Fram-Hörgdælir hann vel og naut hann þar ávallt hlýju og álits góð- bænda og gestrisni heimila þeirra og fjölskyldna. Þá spillti þaö ekki, aö hann var alla tlð vel riöandi og ekki á lánshestum. Reiðhesturinn Ein- ars-Brúnn,sem hann átti lengst og sið- ast, var baldstýrugur vekringur. Reið- ver var allt hiö vandaðasta og ásetan eigi þyngslaleg. Eftir 1956, er foreldrar minir hættu kúabúskap og lögðu niður fólks- hald, urðu umsvif Einars þó enn hin sömu, þvi að hann hirti áfram fé þeirra á Nunnuhóli 8 vetur, en vann öðrum þræði Kristjáni Magnússyni frá Borgargeröi iNorðurárdal, sem bjó að Möðruvöllum með foreldrum sinum, Magnúsi Magnússyni og Kristinu Kristjánsdóttur frá Abæ, I 3 ár, unz hann fórst i bilslysi, en þau bjuggu áfram með fé og nokkra hesta næstu árin.Var hann i heimili með þessu mikla drenglundarfólki úr Skagafirði þennan tima og bundust með þeim tryggðir, sem hvergi brustu. A áttræðisafmæli Einars hinn 12. nóv. sl. bjuggu hjónin á Björgum, Sigriður Magnúsdóttir og Björn Gests- son, börn þeirra og tengdabörn, hina veglegustu veizlu, þar sem margir fornvinir hans og gamlir félagar sóttu hann heim og samglöddust. Hann hef- ur nú dvalizt á Björgum i 10 ár, eöa frá þvi er foreldrar minir fluttust burt frá Möðruvöllum. Þá sýndist ekki illa ráð- ið, að Einar færi á elliheimili, þótt ekki væri nema sjötugur, enda þegar lang- ur vinnudagur aö baki. Sjálfur kvaðst hann aldrei hafa mátt til þess hugsa, að setjast um kyrrt á ellistofnun, hvorki I nánd við átthagana né syöra, enda ætti hann enn nokkurt starfsþrek og gæti séð sér borgið. Einar er ekki þannig gerður, að hann dragi fram gamlan reikning á kveðjustund með vinum sinum, jafnvel þó aö honum væri bent á að gera það. Hann er höfö- ingi i raun og sjálfstæöur og tekur sin- ar ákvarðanir I samræmi við það. Hann vistaði sig á Björgum. Var það mikil gæfa, þvi að þar hefur honum liöið frábærlega vel og löngum getað orðiönokkur stoð á stóru og annasömu búi. En hitt má gjarna koma fram á þessum timamótum I lifi Einars, hve stórmannlega honum fórst hér við for- eldra mina, er þau voru á förum frá vettvangi starfsævinnar, þrotin aö heilsu. Hann létti af þeim þungum áhyggjum, er hann greiddi sjálfur svo vel úr þvi, sem þeim fannst mikiö ábyrgðarráö og eigi auöleyst um vandabundinn mann, sem lokið haföi ærnu dagsverki með áratuga óbrigð- ulli þjónustu. 1 ljúfum minningum langrar sam- veru á Möðruvöllum árna ég honum heilla áttræöum og bið vinum okkar á Björgum blessunar. Agúst Sigurðsson á Mælifelli # 15

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.