Íslendingaþættir Tímans - 12.01.1978, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 12.01.1978, Blaðsíða 1
ÍSLENDINGAÞJETTIR Fimmtudagur 12. jan. 1978 1. tbl. TIMANS Guðmundur Jóhannesson frá Skáleyjum „Minir vinir fara fjöld”, kvaö aldiö skáld fyrir mörgum árum. Ósköp falla þeir nú þétt æsku- félagarnir sem ég ölst upp meö i Breiöafjaröareyjum I fyrsta hluta þessarar aldar. Engri tölu kem ég A þaö mannfall og fylgist litt meö. En nú meö skömmu millibili hafa horfiö af sjónarsviöinu: Jens E. Nikulásson frá Sviönum, Jón Kristinn Ólafsson frá Hvallátrum, Anna ólafsdóttir systir Jóns, húsfreyja á Flateyri, Kristin Jó- hannesdóttir, kennari frá Skáleyjum og siðast 11. september s.l. Guömund- ur Jóhannesson gjaldkeri frá Skáleyj- um, bróöir Kristinar kennara. Hver veröur næstur? Allt var þetta hiö gervilegasta fólk hlaöiö mannkostum og sterkum vilja til aö verða heimabyggð sinni, landi og þjóð, aö sem mestu og beztu liði. Og þaö tókst þvi þó meö ólikum hætti væri og á allólfkum vettvangi. bess er gott að minnast. — Hér veröur aöeins minnzt með örfá- um oröum þess manns er siöast kvaddi af þeim sem nefndir voru og mér var einna nákomnastur, Guömundur Jó- hannesson frá Skáleyjum. Guömundur var fæddur I Skáleyjum i Breiöafiröi 1. mai 1894, elzta barn foreldra sinna, Mariu Gisladóttur og Jóhannesar Jónssonar bónda I Skál- eyjum. Börn þeirra hjóna uröu alls 10. Af þeim lifa 5 þegar þetta er skrifaö. Guömundur óx upp eins og fagur fifill I túni, bjartur yfirlitum, friöur og föngulegur, vel gefinn til hkama og sálar. Knár og karskur strákur, eins og einn frændi hans orðaði það. Óþæg ur þótti hann stundum smábrellinn og glettinn fylgdu þeir eiginleikar honum löngum —ásamthýru viðmóti og góðri lund. — Sagöist honum svo sjálfum frá ágamalsaldri, aö potturinn og pannan heföi hann verið i öllum „prakkara- strikum” strákanna i Skáleyjum á sin- um æskuárum enda elztur og liklega mestur ærslabelgur sinna leikfélaga. — Mannstu eftir nokkrum „strik- um” spuröi ég hann einhvern tima er viö ræddum um gamla daga. — Já, sagöi hann brosti. Lengi man til litilla stunda, eins og Skaftfellingar segja. Við Þóröur Sveinsson lugum þvi aö Jónu gömlu, hálfblindri kerlingu sem var hjá foreldrum þinum, að huldu- fólkiö iLyngeyjarklettinum væri orðið tóbakslaust, hún yröi aö miöla þvi ögn úr pontunni sinni. — Þaö er fallegt af ykkur elskurnar minar, aö vera góöir viö huldufólkiö. Þeir veröa lánsmenn sem þvi gera gott, sagöi hún. Fékk okkurpontuna og sagöi aö viö mættum ekki hafa hana lengi, enda væri ekkilangt yfir á hana Lyngey. Hún ætti ekki annaö en þaö sem I henni væri. Pontunni skiluöum viö svo aftur eftir stundarkorn oftast tómri, —- stundum fullri — og bárum henni kveöju frá klettabúum. En nærri má geta i hverra nösum þaö tóbak rann. Viðtókum holar melstengur fylltum þær af heyi og reyktum i hlöðunum. Þaö komst fljótlega upp. Reykjarsvæl- an kom upp um okkur. Hún rauk ekki svo fljótt Ut sem viö ætluöum. Fyrir þaö vorum viö húöskammaöir. Sagt, aö viö gætum kveikt I heyinu. Og einn bóndinn setti lás fyrir hlööuna sina. Þegar mikiö snjóaöi á vetrum, skefldi fram af Efri bænum. Þá notuðum við tækifæriö þegar Við héld- um aö gamla fólkiö svæfi, klifruöum meö sleöana okkar upp á bæinn og renndum okkur niður þekjuna. En þaö leiö sjaldan löng stund þangaö til Mar- grét gamla ömmusystir min, kom út og rak okkur meö ómjúkum oröum burt frá bænum. — Húsbóndinn i Efri- bænum reri þá alla vetur undir Jökli. — Og það sem verra er, sagöi hún viö mig. Þú kennir Dodda minum um alla klækina sem þú ert höfundur aö. Hún var fóstra hans. En Efribæjarþekjan var freistandi, þaö verö ég aö segja. Og áminningar Margrétar höföu ekki þau áhrif sem hún ætlaöist til. — Blessuö gamla frænka min. Ég var hálfsmeykur viö hana fram eftir öllum aldri. Hún gat verið svo byrst. Löngu seinna þegar ég fór aö læra gaf hún mér 5 kr. Þaö hygg ég aö hafi veriö al- eiga hennar þá. Svona voru prakkarastrik — bernskubrek — þess tima. Hvort þau flokkast meö „prakkarastrikum” um þessar mundir veit ég ekki. En hvaö sem þvi liður varGuðmund- ur Jóhannesson — þessi skýri og skemmtilegi strákur — augasteinn foreldra sinna og náinna frænda. Hann var lika eftirlætisbarn allra eyja- skeggja. Og sú mannheill og vinsældir sem hann hlaut I vöggugjöf brugöust honum aldrei ungum né gömlum. Snemma bar á góöum gáfum hjá Guömundi. Munu foreldrar hans þvi hafa ætlaö honum aö ganga mennta- veginn eins og þaö var kallaö og sumir frændur hans höföu gert áöur. islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.