Íslendingaþættir Tímans - 12.01.1978, Blaðsíða 3

Íslendingaþættir Tímans - 12.01.1978, Blaðsíða 3
Júllussyni, og Mariu Valborgu, gifta Viöari Guöjónssyni. Guömundur var elztur 10 systkina og eru 5 á lífi Ég(sem þessar linur rita, kynntist Guömundi ekki fyrr en hann haföi ver- iö búsettur mörg ár i Reykjavik, og er mér enn I fersku minni, er ég fyrst kom á hiö fagra heimili þeirra hjóna, Sigriöar og Guömundar. Kynni okkar uröu meiri og betri eftir þvi sem á leiö ekki sizt undanfarin fimm ár, er viö bjuggum undir sama þaki. Fyrir þaö sambýli er ég þakklátur, þvi aö gott var aö hafa Guömund i ná- vist sinni. Ljúfmannlegt fast hans og hlýlegt viömót var ómótstæöilegt ung- um sem gömlum. Umhyggja hans fyrir sinum nánustu var takmarka- laus. Enda þótt Guömundur ætti á siö- ari árum viö erfiöan sjúkdóm aö striöa, var framkoma hans og fram- ganga sllk, aö engum, sem ekki vissi betur, kom annaö til hugar en þar færi stálhraustur maöur i fullu fjöri, mörg- um árum yngri. Nú þegar Guömundur er allur, koma fram I hugann myndir og minningar frá hinum mörgu ánægjulegu sam- verustundum, þar sem hann miölaöi okkur hinum alls hins bezta, er hann átti. Ein mynd er þó miklu skirust, mynd i huga mér frá feröalagi meö honum á heimaslóöir, mynd af sigl- ingu milli eyja og skerja, mynd af hon- um sjálfum, haldandi styrkri hönd um stjórnvöl, einbeittur, en þó glettinn á svip og hýr. Þannig stýröi hann sinu ævifleyi heilu I höfn. Agjafir, and- streymi og mótbyr mátti hann stund- um þola, en heilsteypt skapgeröin og trúartraustiö kenndi honum aö taka mótlæti af æröuleysi og meölæti af hógværö. Nú rikir söknuöur og sorg hjá vinum og ættingjum, systkinum, börnum og barnabörnum. Einkum eiga þó um sárt aö binda afadætur og afasynir, sem nú sjá á bak hollvini, haldi þeirra og trausti i hverjum vanda. Guö blessi minningu Guðmundar Jó- hannessonar. rafn t Aldirtn heiöursmaöur hefur kvatt þetta lif og er horfinn til æöra lifs. Þaö er ekki ætlun mín meö þessum fátæk- legu kveöjuoröum aö rekja ætt eöa æviferil Guömundar Jóhannessonar, þvi ég veit aö þaö munu aörir gera. Aöeins vil ég i fáum oröum segja frá þvi hver voru tildrög þess aö viö áttum svo hugljúf kynni til hans hinstu stund- ar. Fyrir rúmum þrjátiu árum lágu leiöir okkar fyrst saman, og var þaö i sambandi viö störf Baröstrendinga- félagsins f Reykjavik. Þaö félag var stofnaö áriö 1944 og var Guömundur kjörinn I fyrstu stjórn þess og átti hann siöan sæti i stjórninni allt fram á þetta ár aö hann baöst undan endurkjöri sökum heilsubrests. Hann var um ára- bil formaður félagsins á fyrstu árum þess og gjaldkeri á siöustu árum. Ég undirritaöur varö samstarfs- maöur Guömundar I stjórn Barö- strendingafélagsins áriö 1946 og ég fyilist þakklæti til forsjónarinnar fyrir þá blessun aö leiöa mig til kynna viö slikan mann. A fyrsta starfsári Barðstrendinga- félagsins var hugsjónastefna þess mörkuö. Þar var mikið I ráöizt aö byggja tvö gisti- og greiöasöluhús I Baröastrandarsýslu, en meö sam- stilltum vilja, atorku og fórnfýsi var markinu náö. Störf Guömundar Jó- hannessonar til framvindu þeirra mála, sem Baröstrendingafélagiö hef- ur reynt aö vinna aö munu lifa I ljúfri minningu félagsmanna á ókomnum árum. 1 þakklætis- og viröingarskyni var hann kjörinn fyrsti heiðursfélagi Baröstrendingafélagsins. Já — þaö eru svo ótal fagrar minningar, er leita fram I hugann er ég minnist kynna okkar Guömund- ar. Fyrir allmörgum árum áttum viö hjónin því iáni aö fagna aö ferðast ásamt honum og konu hans nokkuö um Baröastrandarsýslu. Viö komum m.a. i blessaöar Breiöafjaröareyjarnar, þar sem hugur hans og sál var. Hvar sem viö komum var næmleiki hans svo rfkur fyrir þvi fagra og fölskva- lausa og túlkun öll á sköpunarverki Guös svo einlæg aö manni dattt svo sannarlega I hug setningin „staöurinn, sem þú stendur á er heilög jörö”. Þrátt fyrir erfiöleika, er mættu Guömundi á lifsleiöinni, þvi frá þeim komumst viö jarölifsbörn aldrei, var Guömundur hamingjusamur maöur. Fjölskylduböndin voru sterk, og hann var umvafinn ástúö og hlýju ástvina sinna allt til æviloka. Ég votta öllum ástvinum hans mina dýpstu samúö I söknuöi þeirra. Guös hönd leiddi hinn látna vin i hans jaröneska lifi og ég er þess full- viss aö sú sama hönd leiöir hann á brautum eiiiföarinnar. Guömundur Jóhannesson veröur oss öllum, er ööluöumst þá hamingju aö kynnast honum, ógleymanlegur maö- ur. Guöbjartur Egilsson. t „Dáinn horfinn, harmafregn.” Guömundur Jóhennesson var oröinn aldraöur maöur og haföi átt viö veik- indi aö striöa siöustu árin. Þurfti þvi andlátsfregn hans ekki aö koma á ó- vart. Þó er hún mér harmafregn, ekki kannski óvænt en sár. Svo lengi vor- um viö búnir aö véra tengdir vináttu- böndum traustum. A ég á bak aö sjá einum hinna tryggustu vina. Okkar kynni hófust 1928, er ég kom sem prestur til Flateyjar. Þá var Guö- mundur i blóma lifsins, hvers manns hugljúfi og hrókur alls fagnaöar og allt I öllu 1 sveit sinni, mikill framfara- og atorkumaöur. Þegar Guömundur flutti frá Flatey 1931, var hans og f jölskyldu hans mikiö saknaö, enda skarö fyrir skildi, sem var vandfyllt. En Guö- mundur hélf áfram tryggö viö eyjarn- ar, sem hann unni og var eins konar fulltrúi Flateyinga syöra um langan tima og aö kalla allt til hins slbasta. Og áttum viö Eyhreppingar þar hauk i horni, sem munaöi um. Studdi hann meö alkunnri drenglund hvert þaö mál, er Flateyjarhreppi mátti vera til hagsbóta. Þetta veröur seint fullþakk- aö. Naut ég persónulega margs góös af þessu starfi Guömundar. En þannig starfaöi haip aö hverju þvi málefni, er hug hans átti og viö hver þau störf, er hann tók aö sér. Drengskapur hans, atorka og eölileg Ijúfmennska er kunn öllum, er nokkur kynni höföu af hon- um. Viö Guömundur áttum mikil sam- skipti um dagana og hittumst oft. Ég fór ætiö rikari af hans fundi og naut þess aö blanda viö hann geöi. Svo heil- steyptur var hann og einlægur og heil- brigt viðhorf hans til manna og mál- efna. Minningar minar um Guðmund eru mér dýrmætar. Svo reyndi ég hann af öllu góöu. Og mikla skuld á ég honum aö gjalda. Þaö er gott aö hafa átt hann aö vini, svo ljúfan og traustan. Hann var sem hellubjargiö, er ekki bifast, vinur, sem i raun reynist. Fá- tækleg orö segja aö visu fátt, en hjart- aö er fullt af þakklæti. Ég flyt ástvinum hans, hans elsku- legu fjölskyidu, innilegar samúöar- kveöjur. Og ég blessa minningarnar um Guðmund Jóhannesson og hans góöu konu og þakka þeim. Þakka guöi fyrir gjöf góbra vina. Hittumst heil. Síra Siguröur Haukdal t 19. ágúst 1971 kvöddum viö Sigriöi Jóhannsdóttur meö eftirfarandi orö- um: „Fyrir fáum árum komum viö fyrst inn á heimili þitt, þá meö öllu ókunnug. Frá þeirri stund nutum viö þar umhyggju og ástar sem hefðum viö 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.